„Blik 1976/Kunnir ættliðir í Eyjum og fleira Eyjafólk“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 72: Lína 72:
Frú [[Dorthea Maria Andersdóttir]] mun hafa lifað ekkja í 28 ár og látizt árið 1916.<br>
Frú [[Dorthea Maria Andersdóttir]] mun hafa lifað ekkja í 28 ár og látizt árið 1916.<br>
[[Sigfús M. Johnsen]], fyrrv. bæjarfógeti, getur þess í einni bók sinni, að Rósa Bjarnasen hafi starfað nokkur ár símastúlka í Kaupmannahöfn. Síðan hafi hún gifzt skrifstofustjóra Sameinaða gufuskipafélagsins í Höfn. Sami höfundur segir, að Pétur Bjarnasen hafi verið verzlunarstjóri fyrir stóru fyrirtæki i Danmörku. Og síðast getur hann þess, að [[Niels Ch. B. Bjarnasen|Niels Bjarnasen]], sem hér verður rætt um á eftir, hafi stundað verzlunarstörf í París.
[[Sigfús M. Johnsen]], fyrrv. bæjarfógeti, getur þess í einni bók sinni, að Rósa Bjarnasen hafi starfað nokkur ár símastúlka í Kaupmannahöfn. Síðan hafi hún gifzt skrifstofustjóra Sameinaða gufuskipafélagsins í Höfn. Sami höfundur segir, að Pétur Bjarnasen hafi verið verzlunarstjóri fyrir stóru fyrirtæki i Danmörku. Og síðast getur hann þess, að [[Niels Ch. B. Bjarnasen|Niels Bjarnasen]], sem hér verður rætt um á eftir, hafi stundað verzlunarstörf í París.
<br>
<center>III</center>
<br>
<center>'''Níels Christian Benedikt Bjarnasen'''</center>
Fyrir nokkrum árum barst Byggðarsafni Vestmannaeyja bókaböggull frá Danmörku. Sendandi bókanna og gefandi var [[Niels Ch. B. Bjarnasen]], fæddur Vestmannaeyingur.
Hann hafði dvalizt erlendis frá hlautu barnsbeini og fylgdi barnaprófsvottorð hans gjöfinni. Það sannar okkur, að hann hefur lokið fullnaðarprófi barnafræðslu í Hindegades Friskole hinn 4. júlí 1894 og hlotið ágætiseinkunn í öllum kennslugreinum.<br>
Í böggli þessum reyndust vera þessar bækur:
Fyrra bindi af Vídalínspostillu, sem gefið var út 1828, en þá var postillan gefin út í tveim bindum. Það var 11. útgáfa af þessu kunnasta ræðusafni íslenzku þjóðarinnar og húslestrarbók.
Upprunalega hefur bókin verið bundin í skinn. En bókin er illa farin. Fyrstu blaðsíður bókarinnar eru ræksni, sem þyrfti að skrifa upp og endurbæta.
Önnur bókin, sem úr bögglinum kom, er markverð. Þetta er ,,Sú gamla vísnabók“ Guðbrands biskups Þorlákssonar prentuð á Hólum í Hjaltadal árið 1746.  Prentarinn var Halldór Eiríksson hinn lærði prentmeistari á biskupssetrinu.
Fróðir menn segja mér, að aðeins sex aðrar Vísnabækur biskupsins séu til i allri veröldinni. Þá er bara töluvert sagt. Byggðarsafn Vestmannaeyja á sem sé sjöundu bókina.
Þriðja bókin í bögglinum voru Passíusálmarnir, 28. útgáfa. sem kom út árið 1855. Þessi bók er fögur svo að af ber. Hún er bundin í gyllt skinnband og sérstaklega vel með farin.
Fjórða bókin í bögglinum var dönsk: Kvindelig Dannelse, en Gave for unge Piger, eftir Therese Huber ved V. Visby, prentuð í Kaupmannahöfn 1840. Þarna voru dönskum stúlkum veittar ráðleggingar um að halda fegurð sinni og auka hana eilítið, ef skaparanum hefði að einhverju leyti verið mislagðar hendur, þegar hann mótaði andlit þeirra og annað útlit! Ég hef lesið ýmislegt i þessari bók mér til nokkurrar ánægju. Sumt hefur vakið kátínu mína og aukið skilning minn á allri þeirri snyrtingu, sem danskar stúlkur og frúr báru utan á sér á Austurlandi á uppvaxtarárum mínum þar.
Og nú veiztu það, lesari minn góður, hver gefandinn var. Hann var, eins og ég hef hér greint þér frá, annað yngsta barn þeirra hjónanna frú [[Dorthea María Andersdóttir|Dortheu Maríu Andersdóttur]] frá Stakkagerði og [[S. Gísla G. J. Bjarnasen]].<br>
Niels Ch. B. Bjarnasen mun hafa gerzt verzlunarmaður eins og faðir hans og verið kaupmaður nokkurn hluta ævinnar.Námsvottorð hans frá Hindegadens Friskole bendir til þess, að hann hafi verið mikill námsmaður, bæði gáfaður og iðinn.
Og bókaböggullinn hans, sem hann sendi til bernskubyggðar sinnar, er hann nálgaðist áttatíu ára aldurinn, gefur ótvírætt í ljós tryggð hans við hana og ættland sitt.<br>
Niels Ch. B. Bjarnasen var föðurbróðir eins okkar kunnasta samborgara á sinni tíð hér í Eyjum, Jóns heitins Gíslasonar að Ármótum við Skólaveg. Sá mæti maður á hér merka afkomendur í bænum og hefur átt um árabil. Ég óska að skrifa og biðja Blik mitt að geyma stutta grein um uppruna hans og ævistarf.
<br>
<center>IV</center>
<br>
<center>Gísli Gíslason Bjarnasen og eigin</center>
<br>
<center>konan Helga Guðmundsdóttir</center><br>
Haustið 1857 dvaldist í Vestmannaeyjum stúlka nokkur frá Hallgeirsey í Landeyjum. Hún hét Halla Sigurðardóttir.
Þetta haust var S. Gísli G. J. Bjarnason starfandi búðar eða verzlunarþjónn við verzlunina Júlíushaab eða Tangaverzlunina, eins og hún vai nefnd öðru nafni. Í október var efnt til ralls í Eyjum, eins og dansleikir voru þá oft nefndir þar. Þeir fóru þá oftast fram í heimahúsum hjá þeim, sem töldust búa við töluvert húsrými. Stundum voru dansleikir þessir haldnir í fiskhúsum, t. d. á haustin, þegar þau höfðu verið tæmd og fiskurinn allur fluttur út með verzlunarskipum einokunarkaupmannsins. Þannig var það, t. d. um Kumbalda, saltgeymslu og fisk




{{Blik}}
{{Blik}}

Útgáfa síðunnar 1. desember 2009 kl. 13:28

Efnisyfirlit Blik 1976


ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON

Sigurður Gunnar Gísli Bjarnasen verzlunarstjóri, gjaldkeri Skipaábyrgðarfélags Vestmannaeyja 1872-1879.
Niels Christian Benedikt Bjarnasen
Hjónin frú Helga Guðmundsdóttir og og Gísli Gíslason Bjarnasen „snikkari“, með börn sín. Þau eru þessi frá vinstri: Halldóra, Jórunn og Jón („Jón frá Ármótum“).

Kunnir ættliðir í Eyjum og fleira Eyjafólk

Ég hef jafnan sjálfur haft mesta ánægju af því að miðla Eyjabúum nokkurri fræðslu um merka einstaklinga, sem hér hafa lifað og starfað í byggðarlaginu og drýgt dáðir, ofið þátt sinn í sögu byggðarinnar á umliðnum áratugum. Það er von mín og trú, að fræðslumolar þeir megi og megni að vekja einhvern hluta uppvaxandi kynslóðar hér á hverjum tíma til forvitni um liðna tíð, glæða sögulegan áhuga og hvetja til framtaks og manndómsverka.
Hér óska ég að fara nokkrum orðum um merka ættliði, sem lifðu og störfuðu í þessu byggðarlagi á sínum tíma og hafa átt hér merka afkomendur og eiga enn.

I

Jóhann Bjarnasen verzlunarstjóri,
„assistent í Kornhól“

Með þessum orðum var maður sá stundum einkenndur á dögum þeim, er danskt mál var áhrifaríkt í Vestmannaeyjabyggð og vald hins danska einokunarkaupmanns alls ráðandi í útveri því.
Jóhann Bjarnasen (Bjarnason) var fæddur að Vatnsleysu í Viðvíkurhreppi í Skagafirði árið 1810.
Kona Jóhanns Bjarnasen var mad. Sigríður Jónsdóttir verzlunarstjóra Salomonsen í Kúvíkum á Ströndum, en þannig voru þær venjulega titlaðar, verzlunarstjórafrúrnar á tímum einokunarverzlunarinnar. Jón Salomonsen var kunnur maður á sínum tíma þar norðurfrá og þótti þar mikilhæfur verzlunarstjóri á einokunartímunum.
Mad. Sigríður J. Bjarnasen var fædd árið 1816 og var þannig sex árum yngri en eiginmaður hennar, Jóhann Bjarnasen verzlunarstjóri eða „factor“ eins og þeir voru jafnan titlaðir.
Þessi hjón fluttust til Vestmannaeyja árið 1837. Þá hafði Jóhann Bjarnasen verið verzlunarþjónn á Skagaströnd nokkur ár hjá Pétri Duus, verzlunarstjóra þar, síðar kaupmanni í Keflavík.
Nú gerðist Jóhann Bjarnasen brátt verzlunarstjóri í Vestmannaeyjum.
Áður en Jóhann Bjarnasen gerðist verzlunarþjónn hjá Duus þarna á Skagaströndinni, hafði hann verið formaður á hákarlaskipi. Þess vegna titluðu Danir hann „skipper“ fyrst eftir að hann fluttist til Eyja. Það þótti yfirmáta veglegur titill, sem nánast krafðist virðingar og undirgefni.
Hjónin Jóhann Bjarnasen og mad. Sigriður J. Bjarnasen settust að í húsinu Sjólyst í Eyjum (nr. 41 við Strandveg). Þar bjuggu þau fyrstu árin sín í kauptúninu. Síðar fluttust þau í húseign einokunarkaupmannsins austan við Danska-Garð. Það hét Kornhóll eða Kornhólsskans. Það stóð austan við sjálfan Skansinn, virkið nafnkunna.
Mad. Sigríður Jónsdóttir Bjarnasen lézt 13. apríl 1842 frá fjórum ungum börnum þeirra hjóna.
Þau voru þessi:

Pétur Jóhann Benedikt, þá 8 ára að aldri.
Sigurður Gisli Gunnar, 6 ára.
Jóhanna Sigríður Margrét, 3 ára.
Emilía Geirlaug á 1. ári.

Eftir fráfall konu sinnar, mad. Sigríðar, leitaði verzlunarstjórinn ráða hjá sóknarpresti sínum og vini, séra Jóni J. AustmannOfanleiti, hvernig hyggilegast yrði fyrir hann að halda saman heimilinu og veita börnunum hollasta og bezta uppeldið. Þau urðu ráðin, að prestsdóttirin á Ofanleiti og heimasætan þar, Guðfinna Jónsdóttir prests Austmanns, gerðist bústýra hjá verzlunarstjóranum. Hún var þá 19 ára að aldri.
Eftir vonum gekk þetta allt vel, því að prestsdóttirin var mesta myndarstúlka, heimilisleg og stjórnsöm. Hún hafði gengið á hússtjórnarskólann á Eyvindarstöðum á Álftanesi hjá Sveinbirni Egilssyni síðar rektor og konu hans, frú Helgu Benediktsdóttur Gröndal.
Þrjú ár liðu. Þá lézt verzlunarstjórinn Jóhann Bjarnasen frá börnunum sínum fjórum. Það var árið 1845.

II

Sigurður Gísli Gunnar Jóhannsson Bjarnasen

Niels Nikolai Bryde gerðist einokunarkaupmaður í Vestmannaeyjum árið 1844. Þá hafði hann fest kaup á Danska-Garði í kauptúninu og einokunaraðstöðunni þar. Hjá honum var Jóhann Bjarnasen sem sé verzlunarstjóri, þegar hann féll frá. Þeir voru gamlir og góðir vinir og samstarfsmenn við verzlunarstörfin norður í Skagafirði, þar sem N. N. Bryde hafði dvalizt um árabil og unnið beykisstörf.
N. N. Bryde kaupmanni fannst honum bera siðferðileg skylda til að hjálpa hinum munaðarlausu börnum þeirra hjóna við fráfall beggja foreldranna. Hann bauðst til að kosta uppeldi þeirra að meira eða minna leyti og að öllu leyti framfærslu Sigurðar Gísla Gunnars, sem var 9 ára, þegar hann missti föður sinn. Drengnum var komið í fóstur hjá verzlunarstjórahjónunum við Juliushaabverzlunina, þeim C. L. Möller og konu hans frú Ingibjörgu Möller.
Árið 1851 fermdi séra Jón J. AustmannOfanleiti Sigurð Gísla G. J. Bjarnasen. Hann þótti hinn efnilegasti unglingur, sem Bryde batt við miklar vonir um dyggilega þjónustu við verzlunarrekstur sinn í Vestmannaeyjum, þegar hann yxi að árum og getu.
Ekki löngu eftir fermingu gerðist S. Gísli G. J. Bjarnasen verzlunarþjónn við Juliushaabverzlunina, þar sem C. L. Möller, fóstri hans var „factor“ eða verzlunarstjóri. Þá verzlun átti N. N. Bryde einnig, en rak hana með lepp, því að hver einokunarkaupmaður hafði ekki leyfi til að eiga nema eina verzlun á sama verzlunarstaðnum samkvæmt gildandi lögum, en tögl og hagldir vildi hann hafa um verðlag allt og enga samkeppni.
Þegar S. Gísli G. J. Bjarnasen hafði starfað við verzlunina um nokkurt skeið, var hann sendur til Kaupmannahafnar til þess að nema verzlunarfræði.
C. L. Möller verzlunarstjóri andaðist 7. júlí 1861. Þá var sonur N. N. Bryde orðinn þrítugur að aldri og orðinn meðstjórnandi verzlunarreksturs föður síns í Eyjum. Hann hét Johan Peter Thorkelin Bryde. Síðar einvaldur einokunarkaupmaður í Vestmannaeyjum um árabil, eða fram um aldamótin.
Eftir fráfall C. L. Möllers, verzlunarstjóra Juliushaabverzlunar, réðu feðgarnir S. Gísla G. J. Bjarnasen verzlunarstjóra Juliushaabverzlunar. Þá var bróðir hans, Pétur Benedikt J. Bjarnasen, orðinn verzlunarstjóri aðalverzlunarinnar, Garðsverzlunar. Verzlunarstjóra urðu Bryde-arnir að hafa þar einnig, þó að þeir hefðu þar öll ráð í sínum höndum, því að þeir dvöldust ekki í Eyjum að jafnaði nema ungann úr sumri hverju. Annars bjuggu þeir í Kaupmannahöfn.
Pétur Benedikt Bjarnasen, bróðir S. Gísla G. J. Bjarnasen, lézt ungur að árum. Gerðist þá S. Gísli G. J. Bjarnasen verzlunarstjóri við Garðsverzlun um sinn, þar til nýr verzlunarstjóri tók við þeim störfum. Það var Vilhelm Thomsen, danskur maður.
Og árin liðu. - Árið 1873 strauk Vilhelm Thomsen, verzlunarstjóri, til Ameríku frá störfum sínum í Eyjum sökum sjóðþurrðar við Garðsverzlunina. Hann vissi sig við sjóðþurrðina riðinn. Tók þá S. Gísli G. J. Bjarnasen aftur við verzlunarstjórastörfum þar og var nú aftur verzlunarstjóri beggja verzlananna um átta ára skeið. En árið 1881 varð mikil breyting á högum þessa vel gefna og ötula verzlunarstjóra. Áfengisnautnin varð honum og fjölskyldu hans að falli.
Hinn 21. nóv. 1862 gekk S. Gísli G. J. Bjarnasen verzlunarstjóri að eiga eina af heimasætunum í Eystra-Stakkagerði. Hún hét Dorthea Maria og var dóttir hjónanna frú Ásdísar Jónsdóttur Núpshjáleigu í Berufirði og Anders skipstjóra Asmundsen, sem var Norðmaður. Frú Dorthea Maria var fædd 3. júní 1839 að Kornhól í Eyjum, en foreldrar hennar bjuggu þar þá nýflutt í kauptúnið austan frá Djúpavogi. Síðan bjuggu þau í Eystra-Stakkagerði til ársins 1851, en það ár fórst Anders Asmundsen á skútu sinni með allri áhöfn.
S. Gísli G. J. Bjarnasen, verzlunarstjóri, var talinn hæfileikamaður, hæglátur daglega og hugljúfi hvers manns. Þar gætti ekki hins kunna hroka margra „factoranna“ gagnvart snauðum almúganum í byggðarlaginu. Almenningur harmaði þau örlög hans að verða áfengisnautninni að bráð og tortíma þannig gæfu og gengi sjálfs sín og fjölskyldu sinnar. Hann var sviptur verzlunarstjórastöðunni árið 1881.
Þá höfðu hjónin eignazt fimm börn. Auk þess höfðu þau tekið í fóstur og alið upp son C. L. Möllers og konu hans, frú Ingibjargar Möller, þegar C. L. Möller féll frá árið 1862 eða sama árið og þau giftu sig, Gísli og María.
Þannig vildi verzlunarstjórinn launa þeim góðu hjónum það, sem þau höfðu fyrir hann gert og verið honum, eftir að hann missti föður sinn árið 1845, þá níu ára. Eftir stöðumissinn fluttu hjónin úr Danska-Garði og settust að með barnahópinn sinn í kofaræksni, sem stóð skammt vestur af Ottahúsi (áður Beykishúsi (Sig. Breiðfjörð) og síðast Jómsborg. Þarna var löngu síðar mótað torg og kallað Heimatorg. Það var svæðið sunnan og suð-vestan við Nýju rafstöðina í Eyjum, sem fór undir hraun í marzmánuði 1973. Kofaræksni þetta hét Pétursborg og var læknissetur Vestmannaeyja um miðja 19. öldina. Hús þetta fauk í austan stórviðri árið 1896.
Eftir skamma dvöl í Pétursborg fluttu hjónin að Vilborgarstöðum og settust að á einni Vilborgarstaðajörðinni og fengu einhver afnot hennar. En landbúnaður var heimilisföðurnum ekki tamur, svo að þau sáu sitt óvænna um að framfleyta sér og sínum þarna á Vilborgarstöðum.
Vorið 1883 tóku þessi hjón sig upp með barnahópinn sinn og fluttu til Kaupmannahafnar. Eftir það dvöldust þau í Danmörku til dauðadags, og börn þeirra ílentust þar eða annars staðar erlendis. Börn þeirra voru þessi:

Maria D. A. Bjarnasen.
Jóhann C. A. Bjarnasen, 10 ára.
Rósa J. P. Bjarnasen, 8 ára.
Jóhanna C. A. Bjarnasen, 6 ára.
Niels Ch. B. Bjarnasen, 4 ára í f. 23. febr. 1879).
Pétur Anders Bjarnasen.

Þannig eru börn þeirra hjóna skráð í kirkjubók Landakirkju við burtförina 1883. Mér hefur verið tjáð, að S. Gísli G. J. Bjarnasen hafi stundað bóksölu í Danmörku, eftir að fjölskyldan settist þar að. Hann lézt 13. marz 1888.
Frú Dorthea Maria Andersdóttir mun hafa lifað ekkja í 28 ár og látizt árið 1916.
Sigfús M. Johnsen, fyrrv. bæjarfógeti, getur þess í einni bók sinni, að Rósa Bjarnasen hafi starfað nokkur ár símastúlka í Kaupmannahöfn. Síðan hafi hún gifzt skrifstofustjóra Sameinaða gufuskipafélagsins í Höfn. Sami höfundur segir, að Pétur Bjarnasen hafi verið verzlunarstjóri fyrir stóru fyrirtæki i Danmörku. Og síðast getur hann þess, að Niels Bjarnasen, sem hér verður rætt um á eftir, hafi stundað verzlunarstörf í París.

III


Níels Christian Benedikt Bjarnasen

Fyrir nokkrum árum barst Byggðarsafni Vestmannaeyja bókaböggull frá Danmörku. Sendandi bókanna og gefandi var Niels Ch. B. Bjarnasen, fæddur Vestmannaeyingur. Hann hafði dvalizt erlendis frá hlautu barnsbeini og fylgdi barnaprófsvottorð hans gjöfinni. Það sannar okkur, að hann hefur lokið fullnaðarprófi barnafræðslu í Hindegades Friskole hinn 4. júlí 1894 og hlotið ágætiseinkunn í öllum kennslugreinum.
Í böggli þessum reyndust vera þessar bækur: Fyrra bindi af Vídalínspostillu, sem gefið var út 1828, en þá var postillan gefin út í tveim bindum. Það var 11. útgáfa af þessu kunnasta ræðusafni íslenzku þjóðarinnar og húslestrarbók. Upprunalega hefur bókin verið bundin í skinn. En bókin er illa farin. Fyrstu blaðsíður bókarinnar eru ræksni, sem þyrfti að skrifa upp og endurbæta. Önnur bókin, sem úr bögglinum kom, er markverð. Þetta er ,,Sú gamla vísnabók“ Guðbrands biskups Þorlákssonar prentuð á Hólum í Hjaltadal árið 1746. Prentarinn var Halldór Eiríksson hinn lærði prentmeistari á biskupssetrinu. Fróðir menn segja mér, að aðeins sex aðrar Vísnabækur biskupsins séu til i allri veröldinni. Þá er bara töluvert sagt. Byggðarsafn Vestmannaeyja á sem sé sjöundu bókina. Þriðja bókin í bögglinum voru Passíusálmarnir, 28. útgáfa. sem kom út árið 1855. Þessi bók er fögur svo að af ber. Hún er bundin í gyllt skinnband og sérstaklega vel með farin. Fjórða bókin í bögglinum var dönsk: Kvindelig Dannelse, en Gave for unge Piger, eftir Therese Huber ved V. Visby, prentuð í Kaupmannahöfn 1840. Þarna voru dönskum stúlkum veittar ráðleggingar um að halda fegurð sinni og auka hana eilítið, ef skaparanum hefði að einhverju leyti verið mislagðar hendur, þegar hann mótaði andlit þeirra og annað útlit! Ég hef lesið ýmislegt i þessari bók mér til nokkurrar ánægju. Sumt hefur vakið kátínu mína og aukið skilning minn á allri þeirri snyrtingu, sem danskar stúlkur og frúr báru utan á sér á Austurlandi á uppvaxtarárum mínum þar.

Og nú veiztu það, lesari minn góður, hver gefandinn var. Hann var, eins og ég hef hér greint þér frá, annað yngsta barn þeirra hjónanna frú Dortheu Maríu Andersdóttur frá Stakkagerði og S. Gísla G. J. Bjarnasen.
Niels Ch. B. Bjarnasen mun hafa gerzt verzlunarmaður eins og faðir hans og verið kaupmaður nokkurn hluta ævinnar.Námsvottorð hans frá Hindegadens Friskole bendir til þess, að hann hafi verið mikill námsmaður, bæði gáfaður og iðinn. Og bókaböggullinn hans, sem hann sendi til bernskubyggðar sinnar, er hann nálgaðist áttatíu ára aldurinn, gefur ótvírætt í ljós tryggð hans við hana og ættland sitt.
Niels Ch. B. Bjarnasen var föðurbróðir eins okkar kunnasta samborgara á sinni tíð hér í Eyjum, Jóns heitins Gíslasonar að Ármótum við Skólaveg. Sá mæti maður á hér merka afkomendur í bænum og hefur átt um árabil. Ég óska að skrifa og biðja Blik mitt að geyma stutta grein um uppruna hans og ævistarf.

IV


Gísli Gíslason Bjarnasen og eigin


konan Helga Guðmundsdóttir


Haustið 1857 dvaldist í Vestmannaeyjum stúlka nokkur frá Hallgeirsey í Landeyjum. Hún hét Halla Sigurðardóttir. Þetta haust var S. Gísli G. J. Bjarnason starfandi búðar eða verzlunarþjónn við verzlunina Júlíushaab eða Tangaverzlunina, eins og hún vai nefnd öðru nafni. Í október var efnt til ralls í Eyjum, eins og dansleikir voru þá oft nefndir þar. Þeir fóru þá oftast fram í heimahúsum hjá þeim, sem töldust búa við töluvert húsrými. Stundum voru dansleikir þessir haldnir í fiskhúsum, t. d. á haustin, þegar þau höfðu verið tæmd og fiskurinn allur fluttur út með verzlunarskipum einokunarkaupmannsins. Þannig var það, t. d. um Kumbalda, saltgeymslu og fisk