„Blik 1967/Blaðaútgáfa í Eyjum 50 ára“: Munur á milli breytinga
Lína 74: | Lína 74: | ||
'''HUGINN''', Vm. 1928. Frétta- og auglýsingablað. 1. árg. 1. tbl. 30. marz 1928 - 20. okt. 1928, alls 15 tbl.<br> | '''HUGINN''', Vm. 1928. Frétta- og auglýsingablað. 1. árg. 1. tbl. 30. marz 1928 - 20. okt. 1928, alls 15 tbl.<br> | ||
Ritstjóri: | Ritstjóri: Sigurður Guðmundsson úr Meðallandi, fæddur 1900, dáinn 1989. Hann gaf blaðið einnig út. Eintak af því var 2005 varðveitt í Skógasafni. Prentsmiðjan að Helgafellsbraut 19 (Prentsmiðja Vikunnar). | ||
'''BLÓMIÐ''', æskulýðsblað. 1. árg. des. 1928. Síðasta tbl. kom út í des. 1930, alls 8 tbl. <br> | '''BLÓMIÐ''', æskulýðsblað. 1. árg. des. 1928. Síðasta tbl. kom út í des. 1930, alls 8 tbl. <br> |
Útgáfa síðunnar 6. febrúar 2008 kl. 02:08
Árin 1958 og 1959 birti Blik skrá yfir meginhluta þeirra blaða og bæklinga, sem þá höfðu komið út s. l. 40 ár í Eyjum í tilefni 40 ára árstíðar þessa merka menningarstarfs. Nú eru liðin 50 ár, síðan Gísli J. Johnsen efndi hér til útg. á bæjarblaði. Þá keypti hann prentsmiðju hingað til Vestmannaeyja fyrir atbeina Jóns heitins Þorlákssonar, landsverkfræðings og síðar ráðherra. Prentsmiðja sú var elzta Félagslagsprentsmiðjan, eftir því sem bezt er vitað, flutt til landsins 1890 og sú þriðja í eigu Íslendinga eftir 1860. Þessi prentvél er ennþá til og í eigu Byggðarsafns Vestmannaeyja, en sem fleiri hlutir þess eru hlutir úr henni enn geymdir á víð og dreif og sumir úti. Kaupverð prentsmiðjunnar var kr. 7000,00.
Hér birti ég skrá yfir öll blöð og alla bæklinga, sem ég veit til, að Eyjamenn hafa gefið út s. l. hálfa öld. Síðast liðin 11 ár hefur mér tekizt að safna öllum þessum blöðum á einn stað með hjálp góðra manna og kvenna og látið binda þau fest inn í fallegt band. Bindin nema nú alls 150. Alveg sérstaklega færi ég þakkir frú Ille Guðnason, sem hefur um árabil haldið til haga fyrir okkur öllu prentuðu máli í Prentsmiðjunni Eyrún hf. hér í Eyjum, þar sem hún vinnur. Töluvert vantar mig enn í fjölrituðu blöðin. Flest prentuðu blöðin eru nú heil og bundin nema Þór. Þar vantar mig enn 7 tbl. Og svo hefur mér ekki tekizt enn að klófesta annað tbl. af Dundri þeirra félaga Ása í Bæ og Björns Guðmundssonar frá Miðbæ. (Sjá skrána hér á eftir). Einnig vantar blað Jóns Rafnssonar: Fyrsti maí. Það er aðeins eitt tbl.
Nöfnunum á blöðunum og bæklingunum er hér raðað eftir ártölum. Þar ræður fyrsta útgáfuár (eða einasta) því,hvar blaðsins er getið eða bæklingsins.
Ég færi svo öllum, sem hafa veitt mér lið í þessu sérlega söfnunarstarfi, alúðar
þakkir.
Þ. Þ. V.
Árið 1917
FRÉTTIR, Vestmanaeyjum, 18. febr. - 4. maí 1917.
Útgefandi og ábyrgðarmaður þessa sérstæða blaðs var Valdimar kaupmaður Ottesen. Þetta var fyrsta blaðið, sem gefið var út í Vestmannaeyjum og var ýmist fjölritað eða skrifað. Út komu af blaði þessu 10 tölublöð.
Ef til vill hefur þetta litla blað rutt merkari brautir hér í blaðaútgáfu en við í fyrstu gerum okkur í hugarlund. Ekki er það ólíklegt, að útgáfa þess hafi vakið þá hugmynd og hugsjón hjá Gísla J. Johnsen, kaupmanni og útgerðarmanni, að gefa úr prentað blað í átthögunum og kaupa til þess prentsmiðju og flytja til Eyja. A. m. k. varð sú hugsjón hans að veruleika haustið 1917. Þá hóf hann að gefa út vikublaðið Skeggja, sem var prentaður í prentsmiðju þeirri, sem Gísli hafði þá keypt í Reykjavík, elztu félagsprentsmiðjuna.
Á KROSSGÖTUM, bæklingur, 8 bls.
Höfundur lét ekki nafns síns getið en. kallaði sig X.
Höfundurinn löngu kunnur. Efni bæklingsins var árás á Karl Einarsson, sýslumann og alþingismann Eyjabúa.
Prentsmiðjan Rún í Reykjavík. Bæklingurinn mun vera prentaður árið 1916, þótt hann væri ekki birtur almenningi í Eyjum fyrr en árið eftir.
SKEGGI, 1. árg. 1. tbl. 27. okt. 1917. Kom út næstu 3 árin.
Ritstjóri: Páll Bjarnason frá Götu á Stokkseyri, síðar barnaskólastjóri í Vestmannaeyjum.
Útgefandi: Gísli J. Johnsen.
Prentsmiðja Gísla J. Johnsen.
Aftur hófst útgáfa Skeggja í júní 1926. Það hét 4. árg. blaðsins og stóð sú útgáfa til febr. 1927. Ritstjóri og útgefandi var þá Valdimar Hersir. Prentsmiðjan hin sama.
Árið 1918
SVAR til séra Jes A. Gíslasonar og þeirra félaga eftir Gunnar Ólafsson.
Þetta er bæklingur 43 bls., sem kallaður hefur verið manna á milli „Guli bæklingurinn" eftir litnum á kápunni. Ársettur 1918. Prentsmiðjan Gutenberg, Reykjavík.
Árið 1923
SKJÖLDUR, 1. árg. 1. tbl. 12. okt. 1923 - 5. júlí 1924 alls 41 tbl.
Ritstjóri og útgefandi: Páll G. V. Kolka læknir.
Prentsmiðja Vestmannaeyja.
SNEPILL, „sem kemur út, þegar hyggnir menn rita níð í „Skjöld“ um jafnaðarstefnuna, eða ef Kolka kynni að skrökva, svo að menn tryðu“.
Vestmannaeyjum, 25. okt. 1923.
Ísleifur Högnason. Fjölritað blað, sem aðeins kom út einu sinni.
Árið 1925
ÞÓR 1. árg. 1. tbl. 6. ágúst 1924 - 30. apríl 1925, alls 41 tbl.
Ritstjóri: Valdimar Hersir. Prentsmiðja Gísla J. Johnsen.
ÞINGMÁLAFUNDURINN. „Jafnaðarstefnan gegn íhaldsstefnunni“
Vestmannaeyjum, 7. febr. 1925
Ísleifur Högnason. Fjölritað blað, tvær bls.
Árið 1926
DAGBLAÐIÐ, 1. árg. 1. tbl. 17. okt. - 4. nóv. 1926, alls 7 tbl., 16 bls.
Blað þetta hófst í broti venjulegs bæjarblaðs og lauk ævi sinni í broti Bliks.
Ritstjóri: Einar Sigurðsson. Útgefandi: Félag í Vestmannaeyjum. Prentsmiðja Guðjónsbræðra í Vestmannaeyjum.
EYJABLAÐIÐ, málgagn alþýðu í Vestmannaeyjum. 1. árg. 1. tbl. 26. sept. 1926. Síðasta tbl. 9. júlí 1927, alls 44 tbl.
Ritstjórn: Ísleifur Högnason, Haukur Björnsson og Jón Rafnsson.
Útgefandi: Verkamannafélagið „Drífandi“, Vestmannaeyjum.
Prentsmiðja Guðjónsbræðra í Vestmannaeyjum. Þar voru prentuð 13. tbl. Þá var skipt um eigendur prentsmiðjunnar og eftir það hét hún Prentsmiðja Eyjablaðsins.
Árið 1927
KOSNINGABLAÐ, Vestmannaeyjum 25. jan. 1927. Eitt blað, 4. bls.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Erlendur Kristjánsson. Prentsmiðja Gísla J. Johnsen.
Árið 1928
VIKAN, 1. árg. 1. tbl. 4. nóv. 1928 - 30. apríl 1930. 1. árg. 48 tb1.; 2. árg. 6 tbl.; alls 54 tbl.
Ritstjóri: Steindór Sigurðsson. Síðar: Andrés Straumland.
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Vestmannaeyja. Prentsmiðja Vikunnar (Prentsmiðja Eyjablaðsins).
VÍÐIR, vikublað. 1. árg. 1. tbl. 17. nóv. 1928.
Víðir kom út til 15. des. 1951, alls 23 árgangar. Næsta ítarlega er greint frá ritstjórum og útgefendum Víðis í Bliki 1959, - svo og eigendum blaðsins, en það var stjórnmálablað, sem túlkaði málefni og stefnu Sjálfstæðisflokksins.
KONSÚLLINN, Vestmannaeyjum 1928.
Blaðið er í litlu broti. Út munu hafa komið af því 3 tbl. Ritstjóri: Georg Þorkelsson. Útgefendur: Nokkrar konsúlspírur. Prentsmiðja Vikunnar.
HUGINN, Vm. 1928. Frétta- og auglýsingablað. 1. árg. 1. tbl. 30. marz 1928 - 20. okt. 1928, alls 15 tbl.
Ritstjóri: Sigurður Guðmundsson úr Meðallandi, fæddur 1900, dáinn 1989. Hann gaf blaðið einnig út. Eintak af því var 2005 varðveitt í Skógasafni. Prentsmiðjan að Helgafellsbraut 19 (Prentsmiðja Vikunnar).
BLÓMIÐ, æskulýðsblað. 1. árg. des. 1928. Síðasta tbl. kom út í des. 1930, alls 8 tbl.
Ritstjóri: Þorsteinn Þ. Víglundsson. Útgefandi: Reglustarfsemin í Vestmannaeyjum. Prentsmiðja: Prentsmiðja Vikunnar, Prentsmiðja Víðis og Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Rvk.
Árið 1929
VESTMANNAEYJALJÓÐ eftir Unu skáldkonu Jónsdóttur að Sólbrekku.
78 bls. í litlu broti, alls 81 ljóð. Gefið út á kostnað höfundarins. Prentsmiðja Gutenberg.
ÞÓRSHAMAR, málgagn C-listamanna í des. 1929. Fjölritað blað, 2 bls.
Enginn ritstjóri eða ábyrgðarmaður tilgreindur.
MÁLSHÆTTIR. Una Jónsdóttir safnaði.
Gefið út á kostnað hennar.
PILLUR„fyrir vestmanneyiska broddbolsa, framleiddar í þjáningum af Jóni Jónssyni“
„Vestmannaeyjum, það herrans ár 1929“.Prentsmiðja Vikunnar.
Ætlað er, að Jón Rafnsson sé höfundur kvæðanna.
Árið 1930
TIL ALÞÝÐUKJÓSENDA í Vestmannaeyjum.
Málgagn A-listans Vestmannaeyjum, 3. jan. 1930. Stjórn Verkamannafélagsins „Drífandi“. Stjórn Jafnaðarmannafélags Vestmannaeyja. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum. Fjölritað blað.
ÁRBLIK, spíritistablað. Vestmannaeyjum í maí 1930. 1. árg. 1. tbl., 12 bls.
Útgefandi: Kr. Linnet. Prentsmiðja Víðis, -Vestmannaeyjum.
ÆGIR. Vestmannaeyjum 1930. Alls 3 tbl., 24 bls.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: M. Sigurðsson og G. Guðmundsson og Co. (1. tbl.).
Ritstjóri og ábyrgðarmaður að 2. og 3. tbl.: Helgi M. S. Bergmann.
Árið 1931
VERKALÝÐSBLAÐIÐ, Reykjavík í júní 1931.
Aukablað fyrir Vestmannaeyjar.
Útgefandi: Kommúnistaflokkur Íslands (Deild úr A. K.). Ábyrgðarmaður: Brynjólfur Bjarnason. Prentsmiðjan að Bergstaðastræti 19, Reykjavík.
ALÞÝÐUBLAÐ VESTMANNAEYJA. 1. árg., 1. tb1. 1931, 4 bls.
Ritstjóri: Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Árið 1932.
MINNING SÖLVA eftir Gunnar Ólafsson. 5. nóv. 1932, 3 bls.
GESTUR, Vestmannaeyjum, 1. árg., 1. tbl. 11. sept. 1932.
Alls komu út af blaði þessu 7 tbl., samtals 28 bls. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Páll G. V. Kolka. Eyjaprentsmiðjan.
ÞJÁLFI, Vestmannaeyjum maí-ágúst 1932, tbl. 1-5, alls 40 bls.
Íþróttamálgagn. Ritstjórn: Karl Jónsson og Árni Guðmundsson.
Útgefendur: Nokkrir áhugamenn í Vestmannaeyjum.
SVÖR VIÐ NÍÐGREINUM í sorpblaðinu „Víði“. Vestmannaeyjum í jan. 1932, 4 bls.
Höfundur: Ólafur Auðunsson. Prentsmiðjan Acta hf., Reykjavík.
INGJALDUR, Vestmannaeyjum, í júní 1932 - 14. okt. 1935. 1. árg., 15 tbl.; 2. árg. 1 tbl.; 3. árg. 2 tbl.; 4. árg. 1 tbl.
Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kr. Linnet bæjarfógeti. Eyjaprentsmiðjan hf., Vestmannaeyjum.
HVÖT 1. tbl. í maí 1932, 4 bls.
Mér er ekki kunnugt um, að meira kæmi út af blaði þessu. Útgefandi: Sjómannastofa K. F. U. M. og K. í Vestmannaeyjum. Eyjaprentsmiðjan hf., Vestmannaeyjum.
ÍSLENZKA VIKAN, Vestmannaeyjum 1932, 1 tbl. 6 bls. og 1933, 1 tbl. 8 bls.
Útgefandi: Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja. Eyjaprentsmiðjan hf., Vestmannaeyjum. Prentsmiðjur: Eyjaprentsmiðjan hf., Vestmannaeyjum, Steindórsprent hf., Reykjavík og Alþýðuprentsmiðjan hf., Reykjavík.
FRÁ TANGA AÐ TINDASTÓLI, Vestmannaeyjum 1933. Bæklingur, 20 bls.
Höfundur: Ísleifur Högnason. Prentsmiðja Vilhjálms Stefánssonar, Reykjavík.
Árið 1933
NÝR DAGUR, 1. árg., 1. tbl. 20. ágúst 1933.
Fyrsti árgangur þessa blaðs er 17 tbl. í litlu blaðabroti. Blaðið var ýmist prentað eða fjölritað. Prentað var það í Prentsmiðjunni Acta í Reykjavík.
2. árgangur, ókunnugt um tölublaðafjölda sökum þess, hve Byggðarsafnið vantar þar mörg tölublöð.
3. árgangur 1. tbl. 17. marz 1936. - 10. tbl. 20. júlí 1936.
4. árgangur ?
5 árgangur 1. tbl. maí 1937. - 5. tbl. 18. júní 1937. Árgangur þessi er í mjög stóru broti.
Ábyrgðarmaður: Ísleifur Högnason. Útgefandi: Vestmannaeyjadeild K. F. Í. (Kommúnistaflokks Íslands).
FASISTINN, málgagn þjóðernissinna Vestmannaeyjum, 1. árg., 1. tbl. 31. ágúst 1933. - nóv. s. á., alls 7 tbl., 26 bls.í venjulegu bæjarblaðabroti hér.
Ritstjóri: Óskar Bjarnasen. Útgefandi: Þjóðernissinnar í Vestmannaeyjum.
Eyjaprentsmiðjan hf.
ÖLGRÆÐGI RÁÐGJAFANNA, smásaga úr Vestmannaeyjum.
Vm. 1933. Bæklingur í litlu broti. Kostnaðarmaður: Haraldur Sigurðsson frá Sandi. Prentsmiðja: Prentstofan, Rvk.
BRANDARI, Vestmannaeyjum 1933; alls 5 tbl.
Ritstjóri og útgefandi: Árni Guðmundsson frá Háeyri. Eyjaprentsmiðjan hf.
ÞJOÐHÁTÍÐABLAÐ VESTMANNAEYJA 1933.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Guðmundsson. Árni heitinn Guðmundsson frá Háeyri í Eyjum gaf síðan út Þjóðhátíðarblaðið næstu 3 árin eða alls 4 ár á árunum 1933-1939. Prentsmiðjur: Eyjaprentsmiðjan hf., Vestmannaeyjum, Steindórsprent hf., Reykjavík og Alþýðuprentsmiðjan hf., Reykjavík.
FRÁ TANGA AD TINDASTÓLI, Vestmannaeyjum 1933. Bæklingur, 20 bls.
Höfundur: Ísleifur Högnason. Prentsmiðja Vilhjálms Stefánssonar, Reykjavík.
Árið 1934
ÞJÓÐERNISSINNINN, 1. árg., 1. tbl. 7. júní 1934.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi S. Jónson. Útgefandi: Flokkur þjóðernissinna í Vestmannaeyjum.
NJÓSNARI, Vestmannaeyjum 1934. Út komu 2 tbl., alls 8 bls.
Ritstjóri og útgefandi: Vigfús Ólafsson. Eyjaprentsmiðjan hf., Vestmannaeyjum.
KVEÐJA til vina minna í Vestmannaeyjum eftir Pál G. V. Kolka lækni. Reykjavík 1934. Félagsprentsmiðjan.
BYGGINGARNEFND Vestmannaeyja og BRYGGJUHÚSIÐ eftir Gunnar Ólafsson. Bæklingur, ? bls.
Félagsprentsmiðjan, Rvk., 1934.
DUNDUR, 1. árg. 1. tbl. 8. febr. 1934. Alls 2 tbl., hvort 4 bls.
Hvorki tilgreint: Ritstjóri, útgefandi né prentsmiðja. Útgefandi og ritstjórar munu hafa verið þeir Björn Guðmundsson frá Miðbæ í Eyjum og Ási í Bæ. (Ástgeir Ólafsson frá Litlabæ).
ALÞÝÐUBLAÐ EYJANNA, 1. árg. 1. tbl. 29. marz 1934 til júní s. á., alls 12 tbl., 32 bls.
Fjölritað blað. Ábyrgðarmaður: Páll Þorbjörnsson.
Árið 1935
HERJÓLFUR, 1. árg. 1. tbl. 7. júní 1935, 4 bls.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorvaldur Kolbeins. Eyjaprentsmiðjan hf.
HEIMAR, Vestmannaeyjum 1935, 1 blað,16 bls.
Útgefandi og ábyrgðarmaður: Kristján Linnet, bæjarfógeti. Eyjaprentsmiðjan hf.
UNDRAFUGLINN eftir Ivan Gammon.
Gamanbragur með myndum af þekktum mönnum í Eyjum. Höfundur kvæðanna mun vera Jón nokkur Rafnsson. Prentsmiðjan Dögun, Rvk. 1935.
Árið 1936
BLIK. (Sjá skýrslu um útgáfu ritsins í Bliki 1958 Hér kemur framhaldið).
Ár 1958, 19 árg., 120 bls, lesmál og 8 bls. augl. Kápa.
Ár 1959, 20 árg., 192 bls. lesmál og 44 b1s. augl. Kápa.
Ár 1960, 21. árg., 222 bls. lesmál og 50 bls. augl. Kápa.
Ár 1961, 22. árg., 238 bls. lesmál og 50 bls. augl. Kápa.
Ár 1962, 23. árg., 355 bls. lesmál og 49 bls. augl. Kápa.
Ár 1963, 24. árg. 368 bls. lesmál og 50 bls. augl. Kápa.
Ár 1965, 25. árg. 271 bls. lesmál og 47 bls. augl. Kápa.
Blik hét ársrit Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum frá 1936-1963.
Árið 1965: Ársrit Vestmannaeyja. Útgefandi: Þorsteinn Þ. Víglundsson.
FRAM, íþróttablað. Út komu alls 3 tbl. Útgef. og ritstjórar: Árni Guðmundsson, Einar Sigurðsson og Þorsteinn Einarsson. Eyjaprentsmiðjan hf.
HAMAR, Vm., 1. árg. 1. tbl. 27. marz 1936. Alls komu út 9 tbl.
Útgef. og ritstjóri: Guðlaugur Br. Jónsson. Blað í litlu broti. Eyjaprentsmiðjan hf. og Steindórsprent hf.
TRÚAROFSTÆKI eftir Kristján Friðriksson kennara í Vestmannaeyjum. „Skrifað gegn ofstæki Hallesbysflokksins“.
Bæklingur, alls 8 bls. Eyjaprentsmiðjan hf.
TRÚAROFSTÆKI eftir séra Sigurjón Árnason; ritaður í nóv. 1936. Svar við bæklingi Kr. Fr.
Eyjaprentsmiðjan hf.
SUNNA, Vestmannaeyjum 1936, 4 bls.
Bindindisblað. Útgefandi: Stúkan Sunna nr. 204 afl.0.G.T. Prentsmiðja ?
SAMTÖKIN, félagsblað Verkamannafélagsins Drífandi í Vm.
Fjölritað blað.
Árið 1937
ALÞÝÐUFYLKINGIN, 1. árg. 1. tbl. 9. apríl 1937, alls 4 tbl., 16 bls.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Þorbjörnsson. Alþýðuprentsmiðjan hf. Rvk.
FRÚN, 1. árg. 1. tbl. 5. marz 1937. 1. árg. er 17 tbl. 2. árg. 7 tbl.
Ábyrgðarmaður: Sigurður Eyjólfsson. Útgefandi: Félag þjóðernissinna,
Vestmannaeyjum.
GADDAVÍR, fjölritað blað, 4 bls.
Ritnefnd: Ási í Bæ og Co.
Mér vitanlega kom ekki nema þetta eina tbl. út af blaði þessu.
Árið 1938
KOSNINGABLAÐ FRAMSÓKNARFLOKKSINS, fjölritað blað, alls 4 tbl.,
einskonar forveri Framsóknarblaðsins, sem komið hefur út hér síðan haustið 1938.
Útgefandi: Framsóknarfélag Vestmannaeyja.
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ, málgagn samvinnumanna í Vestmannaeyjum. 1. árg. 1. tbl. 14. sept. 1938.
Ítarleg skrá um Framsóknarblaðið birtist í Bliki 1958. Hafði þá blað þetta komið hér út nokkurn veginn samfleytt í 20 ár. Hér kemur svo framhald þeirrar skýrslu.
21. árg., 11. jan.-19. nóv. 1958, 17 tbl. og jólablað 15 bls.
22. árg., 28. jan.-11. nóv. 1959, 15 tbl. og jólabl. 10 bls. lesm.
23. árg., 27. jan.-23. nóv. 1960, 19 tbl. og jólabl. 11 b1s. lesm.
24. árg., 11. jan.-24. nóv. 1961, 17 tbl. og jólabl. 10 bls. lesm.
25. árg., 17. jan.-7. nóv. 1962, 18 tbl. og jólabl. 7 b1s. lesm.
26. árg., 10. jan.-27. nóv. 1963, 18 tbl. og jólabl. 6 bls. lesm.
27. árg., 23. jan.-19. nóv. 1964, 17 tbl. og jólabl. 18 bls. lesm.
28. árg., 20. jan.-10. nóv. 1965, 17 tbl. og jólabl. 24 bls. lesm. og augl.
29. árg., 12. jan.-30. nóv. 1966, 20 tbl. og jólabl. 24 bls. lesm. og augl.
Ritnefnd 21. árgangs: Halldór Örn, Jóhann Björnsson og Sveinn Guðmundsson.
Með 1. tbl. 22. árgangs: Ritnefnd: Jóhann Björnsson ábm. og Sigurgeir Kristjánsson. Svo hefur það verið síðan.
SÖGUÞÆTTIR úr Vestmannaeyjum eftir cand. juris Jóhann Gunnar Ólafsson.
Vm. 1938. Út komu tvö hefti, hvort þeirra 16 bls. og kápa. Ókunnugt er mér um útg. að söguþáttum þessum. Nokkur grein er gjörð fyrir tilgangi útgáfunnar aftan á kápu fyrra heftisins: „... að draga saman í heild allskonar fróðleik um Vestmannaeyjar og Vestmannaeyinga að fornu og nýju“. Eyjaprentsmiðjan hf.
STOFNAR, 1. árg., 1. tbl. 7. marz 1938. Alls 4 tbl.
Ábyrg ritstjórn: Stjórn Félags ungra Sjálfstæðismanna, og síðar Loftur
Guðmundsson. Eyjaprentsmiðjan hf.
RÖDD FÓLKSINS, málgagn vinstri manna í Vestmannaeyjum. 1. árg., 1. tbl. 14. jan. 1938. Alls 4 tbl., samtals 16 b1s.
Ritstjórar: Páll Þorbjörnsson og Jón Rafnsson. Félagsprentsmiðjan hf.
NOKKUR ORÐ UM REKSTUR SJÚKRAHÚSSINS, Vm. 1938. 3 bls. lesmál.
Höfundur: Guðmundur Einarsson, Viðey í Eyjum. Eyjaprentsmiðjan hf.
FYRSTI MAÍ, Vm. 1. maí 1938. Eitt tbl., 2 b1s.
Ábyrgðarmaður: Jón Rafnsson. Félagsprentsmiðjan hf.
RÖDD ÆSKUNNAR. Vm. 30. jan. 1938.
Fjölritað blað. Ábyrgðarmaður: Jónas St. Lúðvíksson.
ÁVARP TIL KJÓSENDA! Ekki ársett. (1938?).
„Vinstri kjósandi!“ Fjölritað blað, 1 1/4 b1s.
Árið 1939
BERGMÁL, Vm. í febr. Fjölritað blað, eitt tbl., 4 bls.
Ritstjórn: Helgi Sæmundsson og Jón Óli frá Hvítadal, nemendur í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum.
VITINN, „hugsjónablað með myndum“. 1. árg., 1. tbl. 25. ágúst 1939 og 2. árg. 1940, alls 3 tbl.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Guðmundsson frá Háeyri. Ísafoldarprentsmiðja hf. og Alþýðuprentsmiðjan hf.
EYJABLAÐIÐ, 1. árg., 1. tbl. 4. marz 1939.
Ítarleg skrá um Eyjablaðið var birt í Bliki 1958. Hér er framhald á skrá þeirri til ársloka 1966.
18. árg., 19. jan. 29. okt. 1957, 7. tbl. og áramótabl. 8 bls.
19. árg., 18. jan.-31. des. 1958, 11. tbl.
20. árg., 31. jan.-3. nóv. 1959, 12 tbl. og jólabl. 6 bls. lesm. og augl.
21. árg., 13. jan.-6. des. 1960, 12 tbl. og jólabl. 6 bls. lesm. og augl.
22. árg., 6. jan. 29. nóv. 1961, 16 tbl. og jólabl. 9 b1s. lesm. og augl.
23. árg., 10. jan.-14. nóv. 1962, 18 tbl. og jólabl. 20 b1s. lesm. og augl.
24. árg., 16. jan.-20. nóv. 1963, 13 tbl.
25. árg., við áramót 1964, 1 tbl. og svo jólabl. 22 bls.
26. árg., 1. maí 1965, 1 tbl. og svo jólabl. 30 bls.
27. árg., 14. marz-15. nóv. 1966, 9 tbl.
Útgefandi: Sócialistafélag Vestmannaeyja.
Ábyrgðarm. og ritstj.: Tryggvi Gunnarsson til 14. marz (1. tbl.) 1966.
Ábyrgðarm. og ritstj.: Garðar Sigurðsson frá 21. marz (2. tbl.) til ársloka.
Árið 1940
HERJÓLFUR, tímarit, sem kom út á árunum 1940-1942, alls 3 árg. 4 hefti, samtals 88 bls.
Tvö tölublöð voru helguð Þjóðhátíð Vestmannaeyja.
Útgef. og ábyrgðarmenn: Bræðurnir Ragnar og Bjarni Magnússynir frá Lágafelli í Eyjum (Vestmannabraut 10). Prentsmiðjur: Steindórsprent hf., Prentsmiðjan Edda, Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Rvk.
RUST, 1. árg. 1. tbl. 4. nóv. 1940 -apríl 1944, 4 árgangar.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður að 1. og 2. árg.: Helgi Þorláksson, kennari.
Ritstjórar að 3. og 4. árgangi: Helgi Þorláksson, Friðbjörn Benónísson og Þorvaldur Sæmundsson, kennarar við barnaskóla Vestmannaeyja.
Útgefendur: Nokkrir kennarar í Vestmannaeyjum. 3. og 4. árgangur er í minna broti en 1. og 2. árgangur.
BRAUTIN. (Sjá um Brautina í Bliki 1959. Framhald hér).
15. árg., 14. jan.-25. jan. 1958, 2 tbl.
16. árg., 15. júní-24. nóv. 1959, 6 tbl. og jólabl. 16 b1s. lesm. og augl.
17. árg., 16. jan.-23. okt. 1962, 17 tbl. og jólabl. 10 b1s. lesm. og augl.
18. árg., 8. jan.-26. nóv. 1963, 20 tbl.
19. árg., 17. jan.-25. nóv. 1964, 19 tbl. og jólabl. 26 b1s. lesm. og augl.
20. árg., 13. jan.-1. des. 1965, 20 tbl. og jólabl. 24 b1s. lesm. og augl.
21. árg., 16. febr. 23. nóv. 1966, 13 tbl. og jólabl. 22 bls. lesm. og augl.
Útgefandi: Alþýðuflokksfélögin í Vestmannaeyjum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Stefánsson.
Árið 1941
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ TÝS, 6. ágúst 1941, eitt tbl. 16 bls.
Útg. og prentsmiðja ekki nefnt.
MÁTTLEYSINGINN, sem tók til fótanna eftir Konráð Þorsteinsson.
Bæklingur í litlu broti, 16. bls. lesmál. Höfundur gaf út.
Árið 1942
KOSNINGABLAÐ Sjálfstæðismanna, Vm. 1. tbl. 22. jan. 1942. - 25. jan. s. á., alls 4 tbl.
Fjölritað blað. Stuðningsblað D-listans.
Árið 1943
HEIMAKLETTUR, tímarit. Eitt hefti kom út 1943, 32 bls. og eitt hefti 1944, 32 bls.
Ritstjórar: Friðþjófur G. Johnsen og Gísli R. Sigurðsson. Útgefendur: Nokkrir Vestmannaeyingar. Prentsmiðjur: Víkingsprent 1943 og Prentsmiðjan Edda 1944.
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ TÝS, Vm. 6. ágúst 1943, 16 bls. auk kápu.
Ritstj. og prentsmiðja ekki nefnt.
Árið 1944
BARNAKÓRINN „SMÁVINIR“ úr Vestmannaeyjum. Kynnisför til meginlandsins sumarið 1944.
Söngskrá m. m. Stjórnandi og fararstjóri: Helgi Þorláksson.
Árið 1945
SAMTÖKIN, 1. árg., 1. tbl. 20. júní 1945. - 27. júlí 1945, 4 tbl.
Fjölritað blað. Ábyrgðarmaður: Sigurður Stefánsson. Útgefandi: Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum.
HIRTIR, skátablað. Vm. 29. nóv.25. des. 1945, 2 tbl. Jólablað 1946, 12 bls., samtals 20 bls.
Blaðið er fjölritað.
FRJÁLS SAMTÖK, fjölritað blað. 1. árg., 1. tbl. 6. júlí 1945, 4 bls.
Útgefandi: Stjórn Verzlunarmannafélags Vestmannaeyja.
Árið 1946
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ ÞÓRS, 18 bls. lesmál.
Útgefandi: Íþróttafélagið Þór. Prentsmiðjan Eyrún hf. í Vm.
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ TÝR 1921-1946.
Afmælisrit Týs, 35 bls. lesmál og myndir. Prentsmiðju ekki getið.
GAMMAR, fjölritað skátablað. Út komu 2 tbl. vorið 1946.
ERNIR, fjölritað skátablað. út komu 2 tbl., alls 12 bls. lesmál.
Ritstjórar: Einar Valur Bjarnason og Gísli R. Sigurðsson.
EYJABÚINN, fjölritað blað. 1. árg. í júní 1946, tvö tbl.
Ábyrgðarmaður: Lárus Bjarnfreðsson. Útgefandi: Æskulýðsfylkingin í Vestmannaeyjum, félag ungra sósíalista.
VERKIN TALA, ávarpsorð.
Fjölritað blað. Útgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum.
OPIÐ BRÉF til Jóhanns Þ. Jósefssonar frá Páli Þorbjarnarsyni. Fjölritað blað.
KOSNINGABLAÐ Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum, ekki ársett, en líklega gefið út 1946.
Fjölritað blað, 4 bls. Hvorki ritstj. né útgefandi tilgreindur.
Árið 1947
GADDAVÍR, fjölritað blað. 1. árg., 1. nóv. 1947. - 1. des. s. á. Alls 3 tbl., samtals 14 bls.
Ritstjóri: Einar Valur Bjarnason. Ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Útgef.: Félag hugsjónamanna í 3. bekk Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Teiknari: Emil K. Arason. Fírtommuprent hf.
HEIMIR, Vm. 1. árg., 1. tbl. 15. febr. 1947. - maí s. á., alls 3 tbl., 12 bls. í venjulegu bæjarblaðabroti.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðlaugur Gíslason. Prentsmiðjan Eyrún hf.
SJÓMANNADAGURINN Í VESTMANNAEYJUM 1947, 48 bls.
bæklingur. Útgefandi:Sjómannadagsráð Vestmannaeyja. Prentsmiðja ?
Árið 1948
AFMÆLISRIT FAXA 1938-1948.
Minnst 10 ára afmælis Skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum, 22. febr. 1948.
Ritstjórn: Arinbjörn Kristinsson, Theodór Georgsson og Kristján Georgsson.
Árið 1949.
LÚÐRASVEIT VESTMANNAEYJA, 10 ára afmælisrit 1939-1949, 4 bls. og kápa.
FAKTÚRAN, Vestmannaeyjum, 22. nóv. 1949, 1 tbl., 4 bls.
Útgefandi og ritstjóri: Einar Bragi Sigurðsson. Prentsmiðjan Eyrún hf.
GAMALT OG NÝTT, mánaðarrit með „Víði“. 1. árg., júlí-des. 1949, 160 bls. 2. árg., jan.--des. 1950, 272 bls. 3. árg., jan.-des. 1951, 160 b1s. 4. árg., alls 10 hefti 1952, 160 bls. Ritstjóri: Einar Sigurðsson Prentsmiðjan Eyrún hf. í Vm., 1. og 2. árg. Víkingsprent hf. í Rvk, 3. og 4. árg.
FYLKIR, málgagn Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. (Sjá um Fylki í Bliki 1958. Framhald hér):
10. árg., 3. jan.-5. des. 1958, 35 tbl. og jólabl. 22 bls. lesm. og augl.
11. árg., 9. jan.-4. des. 1959, 35 tbl. og jólabl. 28 bls. lesm. og augl.
12. árg., 8. jan.-9. des. 1960, 39 tbl. og jólabl. 20 bls. lesm. og augl.
13. árg., 7. jan.-8. des. 1961, 24 tbl. og jólabl. 20 bls. lesm. og augl.
14. árg., 12. jan.-30. nóv. 1962, 33 tbl. og jólabl. 24 bls. lesm. og augl.
15. árg., 25. jan.-6. des. 1963, 27 tbl. og jólabl. 24 bls. lesm. og augl.
16. árg., 16. marz-4. des. 1964, 35 tbl. og jólabl. 40 bls. lesm. og augl.
17. árg., 29. jan.-26. nóv. 1965, 16 tbl. og jólabl. 38 bls. lesm. og augl.
18. árg., 7. jan.-2. des. 1966, 34 tbl. og jólabl. 26 bls. lesm. og augl.
Útg. Fylkis eru Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum.
Ritstjóri 10.-13. árg.: Einar H. Eiríksson.
Ritstjóri 14. árg.: Jóhann Friðfinnsson. Ritstjóri 15. árg.: Björn Guðmundsson.
Ritstjóri 16. árg. - 11. tbl. 17 árg.: Sigfús J. Johnsen.
Ritstjóri 12. tbl. 17. árg. - 25. tbl. 18. árg.: Björn Guðmundsson.
Með 27. tbl. 1966 (14. okt.) verður Sigurgeir Jónsson, kennari, ritstjóri Fylkis.
Árið 1950
FORMANNAVÍSUR eftir Óskar Kárason, 1. hefti.
Útgefandi: ? Prentsmiðjan Eyrún hf.
EYJASPORT, íþróttablað. Vestmannaeyjum, 5. apríl 1950.
Alls komu út á árinu 5 tbl. og Jólablað. Ritstjórn: Kristján Ingólfsson, Ólafur Sigurðsson og Jón Kristjánsson (ábm.). Prentsmiðjan Eyrún hf.
DEIGLAN, þjóðhátíðarblað 1950, bæklingur, 20 bls.
lesmál og auglýsingar. Aftur kom „Deiglan“ út fyrir áramótin 1950/1951, 12 bls. lesmál og auglýsingar, og þá í stærra broti. Hvorki ritstj. né höf. er getið, en mun hafa verið Ási í Bæ. Útgefandi: Deiglan hf. Prentsmiðjan Eyrún hf.
BJARKI, Vm. 20. sept. 1950. - 9. des. 1952, alls 4 tbl.
Útgefandi og ábyrgðarmaður: Hrólfur Ingólfsson. Prentsmiðjan Eyrún hf.
VÖRN, málgagn bindindismanna í Vestmannaeyjum á árunum 1951.
Ritstjóri að 1. og 2. árg.: Þorsteinn Þ. Víglundsson (alls 7 tbl.).
Ritstjóri og ábyrgðarmaður að 3. og 4. árg.: Árni J. Johnsen (alls 2 tbl).
Aukablað af Vörn kom út 1958. Ritstjóri þess: Baldur Johnsen.
SJÓMAÐURINN. Gefið út á sjómannadaginn í Vestmannaeyjum 1951, 1952 og 1953.
Útg.: Sjómannadagsráð Vestmannaeyja.
Prentsmiðjan Eyrún hf. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ TÝR 1921 - 1. maí - 1951, afmælisrit, 44 bls. og kápa. Ritstjóri og prentsmiðja ógreint.
Árið 1952
ÞJÓÐKJÖR, blað stuðningsmanna Ásgeirs Ásgeirssonar við forsetakjörið 1952. Blaðið er 4 bls.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðlaugur Stefánsson.
Árið 1953.
RÖDD SMÆLINGJANS, Vestmannaeyjum, 17. júní 1953.
Heftið er prentað. Jólablað 1953, 2. hefti fjölritað. Þetta hefti keyptu upp vissir menn hér í bæ. Aðeins eitt hefti af hinum seldu fannst ekki. Það er geymt í Byggðarsafni Vestmannaeyja.
HARPA, Vm. 12. júní 1953. Blað þetta kom út til júní 1956, alls 4 árg., 44 tbl., samtals 44 bls. í venjulegu bæjarblaðabroti.
Málgagn Þjóðvarnarflokks Íslands. Ritstjórar: Haraldur Guðnason,
og síðar: Hrólfur Ingólfsson. Útgefandi: Félag þjóðvarnarmanna í Vestmannaeyjum. Prentsmiðjan Eyrún hf.
Árið 1954
SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA, Vm. 1954. Síðan hefur rit þetta komið út hvern Sjómannadag í Eyjum.
Í Bliki 1958 er gerð allítarleg grein fyrir riti þessu fyrstu 4 útgáfuárin eða 1954-1957. Hér kemur svo framhaldið:
Árið 1958, 7. árgangur. Ábyrgðarmaður: Högni Magnússon. Ritnefnd: Högni Magnússon, Jón Pálsson, Karl Guðmundsson og Gísli Sigmundsson. Alls 84 bls. lesmál, augl. og kápa. Prentsmiðjan Hólar hf.
Árið 1959, 8. árgangur. Ábyrgðarmaður: Jón Pálsson. Ritnefnd: Sveinn Tómasson, Gísli Sigmarsson, Ingvar Sigurjónsson og Júlíus Ingibergsson. Alls 84 bls. lesm., augl. og kápa. Sama prentsmiðja.
Árið 1960, 9. árgangur. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Jón Pálsson og Högni Magnússon. Alls 92 bls. lesm., augl. og kápa. Sama prentsmiðja.
Árið 1961, 10. árgangur. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Jón Pálsson og Högni Magnússon. Alls 96 bls. lesm., augl. og kápa. Sama prentsmiðja.
Árið 1962, 11. árgangur. Ritstjórar og ábyrgðarmenn. Guðjón Pálsson, Högni Magnússon og Haukur Kristjánsson. Alls 82 bls. lesm., augl. og kápa. Sama prentsmiðja.
Árið 1963, 12. árgangur. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Guðjón Pálsson og Jóhann Hannesson. Alls 84 bls. lesm., augl. og kápa.
Árið 1964, 13. árgangur. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Guðjón Pálsson og Guðni Grímsson. Alls 84 bls. lesm., augl. og kápa.
Árið 1965, 14. árgangur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðjón Ármann Eyjólfsson. Alls 100 bls. lesm., augl. og kápa.
Árið 1966, 15. árgangur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðjón Ármann Eyjólfsson. Alls 116 bls. lesm., augl. og kápa.
Útgefandi Sjómannadagsblaðsins er Sjómannadagsráð Vestmannaeyja.
FRAMSÓKN, bæjarmálabl. Vm. 1. árg., 1. tbl. 12. maí 1954.
(Sjá um það í Bliki 1958. Hér kemur framhaldið)
5. árg., 13. jan.-12. nóv. 1958, 19 tbl.
6. árg., 21. jan.-2. des. 1959, 21 tbl.
7. árg., 8. jan.-14. des. 1960, 22 tbl.
8. árg., 5. jan.-1. febr. 1961, 3 tbl.
Þar með féll útgáfa þessa blaðs niður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Benediktsson.
Árið 1955
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ VESTMANNAEYJA 1955.
Ritstjóri, útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Guðmundsson frá Háeyri í Eyjum.
Þetta þjóðhátíðarblað gaf Árni Guðmundsson síðan út næstu 5 árin, eða til 1960.
Prentsmiðjur: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. og Prentsmiðjan Hólar hf., Rvk.
FJALLIÐ HEILAGA, tímarit.
Útgefandi: Séra Halldór Kolbeins sóknarprestur að Ofanleiti.
1. hefti marz 1955, 2. hefti í maí 1957, 3. hefti í ágúst 1958, 4. hefti í febr. 1959, 5. hefti í marz 1959, 6. hefti í des. 1959, 7. hefti í jan. 1960 og 8 hefti í febr. 1960. Prentsmiðjur: Prentsmiðjan Eyrún hf., Vm. og Prentsmiðja Þjóðviljans hf., Rvk.
Árið 1956
BLANDAÐIR ÁVEXTIR, sögur og ljóð eftir Unu Jónsdóttur, skáldkonu, Sólbrekku í Vm.
Höfundur gaf út 1956.Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Árið 1957
FORMANNAVÍSUR, 2. hefti Vm.
1957. Vertíðin 1956. Höfundur: Óskar Kárason. Höfundur gaf út. Prentsmiðjan Eyrún hf.
Árið 1959
RÓGI HNEKKT, fjölritað blað, 2 bls. eftir Þ. Þ. V.
Árið 1962
FRAMKVÆMDIR OG FJÁRMÁL Vestmannaeyjakaupstaðar 1954-1961.
Myndarit þetta er 63 bls., gefið fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 27. maí 1963.
Útgefandi: Sjálfstæðisflokkurinn, Vestmannaeyjum. Prentsmiðjan Oddi hf.