„Sigurjón Þorvaldur Árnason“: Munur á milli breytinga
(Setti inn mynd.) |
mEkkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Sigurjón Þorvaldur Árnason''' var prestur í Vestmannaeyjum á árunum 1924 til 1944. Hann var fæddur 3. mars 1897 á Sauðárkróki og lézt 10. apríl 1979.<br> | '''Sigurjón Þorvaldur Árnason''' var prestur í Vestmannaeyjum á árunum 1924 til 1944. Hann var fæddur 3. mars 1897 á Sauðárkróki og lézt 10. apríl 1979.<br> | ||
[[Mynd:Sr, Sigurjón Árnason.jpg|thumb| | [[Mynd:Sr, Sigurjón Árnason.jpg|thumb|75px|Sr. Sigurjón Þ. Árnason.]] | ||
==Ætt og uppruni== | ==Ætt og uppruni== |
Útgáfa síðunnar 15. apríl 2007 kl. 12:16
Sigurjón Þorvaldur Árnason var prestur í Vestmannaeyjum á árunum 1924 til 1944. Hann var fæddur 3. mars 1897 á Sauðárkróki og lézt 10. apríl 1979.
Ætt og uppruni
Foreldrar hans voru Árni prófastur í Görðum á Álftanesi, f. 1. ágúst 1863 í Höfnum á Skaga, d. 26. marz 1932, Björns bónda á Tjörn á Skagaströnd Sigurðssonar og konu Björns, Elínar húsmóður Jónsdóttur á Skúmsstöðum á Eyrarbakka. Móðir Sigurjóns og kona (21. september 1894) Árna var Líney húsfreyja og kennari, f. 11. okt. 1873 á Laxamýri í S-Þing., d. 8. okt. 1953, Sigurjóns bónda á Laxamýri í Þingeyjarsýslu, Jóhannessonar og konu Sigurjóns, Snjólaugar Guðrúnar húsfreyju Þorvaldsdóttur að Krossum, Gunnlaugssonar.
Lífsferill
Sigurjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1917, varð cand. theol. frá Háskóla Íslands 1921, var við framhaldsnám í trúarheimspeki í Kaupmannahöfn veturinn 1921 til 1922, kynnti sér jafnframt safnaðarstarf. Kennaraprófi lauk hann 1921.
Hann vígðist 29. október 1922, var aðstoðarprestur föður síns í Görðum á Álftanesi 1922-1924.
Sr. Sigurjón fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjaprestakalli 5. janúar
1924 eftir fráfall sóknarprestsins þar séra Oddgeirs Þórðarsonar Gudmundsen og gegndi prestakallinu til ársloka 1944 nema veturinn 1938-1939, en þá var hann aukaprestur við dómkirkjuna í Reykjavík.
Hann var prestur í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík 1. janúar 1945-1967.
Séra Sigurjón var stundakennari við Gagnfræðaslólann í Vestmannaeyjum um skeið og við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík 1955-1960.
Hann var formaður barnaverndarnefndar Vestmannaeyja frá stofnun til 1942 og sat í skólanefnd þar í mörg ár. Mikið starfaði hann að málefnum K.F.U.M. og K. í Vestmannaeyjum til eflingar kristni og kirkju. Hann átti sæti í stjórn Kristniboðssambands Íslands frá 1945-1973 og um skeið í stjórn Prestafélagsins.
Sr. Sigurjón efldi kristna hugsun á meðal Eyjaskeggja og var í hvívetna áhrifaríkur aðili, þar sem hann lagði hönd á plóginn.
Sr. Sigurjón skrifaði mikið um trúmál og siðfræði.
Meðal ritverka má nefna:
- „Trúarofstæki”, Vestmannaeyjum 1936,
- Upprisan, Vestmannaeyjum 1936,
- Stólræður, í Kirkjuritinu,
- Kveðjuræða 22. febrúar 1945, í Víði, einnig í Bjarma, 1951,
- Minning leiðtoga (um Hallgrím Pétursson), í Bjarma, 1951,
- Jólahugleiðingar í blöðum,
- Hversvegna mælti ég með Þorsteini Þ. Víglundssyni?, í Víði 20. september 1931, (endurprentað í Bliki 1974).
- Sjá nánar ritið Ísl. guðfræðingar.
Þýðingar:
- Hinn nýi heimur biblíunnar (Karl Barth), í Frækorni, 1946,
- Vörn og vopn hins kristna (Karl Barth), í Bjarma, 1969.
Fjölskylda
Eiginkona Sigurjóns (4. jan. 1924) var Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins, prests að Staðarbakka í Miðfirði, f. 23. janúar 1903, d. 4. apríl 1969.
Börn þeirra voru:
- Eyjólfur Kolbeins, f. 24. ágúst 1924, d. 14. ágúst 2001, löggiltur endurskoðandi í Reykjavík,
- Árni, f. 27. september 1925, d. 1. október 2000, lögfræðingur, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík,
- Líney, f. 7. maí 1928, fótaaðgerðarkona í Reykjavík,
- Þórey Jóhanna, f. 21. maí 1930, sérfræðingur í barnalækningum í Reykjavík,
- Hannes Páll, f. 5. ágúst 1931, byggingaverkfræðingur, einn af stofnendum og framkvæmdastjóri ÍSTAKS h.f.,
- Þórunn Ásthildur, f. 22. júlí 1938, kennari í Reykjavík,
- Snjólaug Anna, f. 23. marz 1942, kennari í Reykjavík.
Heimildir
- Viðbót við ætt, uppruna, lífsferil og fjölskyldu skrifaði upphaflega Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
- Íslenzkir samtíðarmenn. Reykjavík: Bókaútgáfan samtíðarmenn, 1964-1967.
- Kennaratal á Íslandi. Reykjavík: Prentsmiðjan Oddi H.F., 1958-1988.
- Páll Eggert Ólason og fleiri. Íslenzkar æviskrár. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948-1976.
- Þorsteinn Þ. Víglundsson. Blik, ársrit Vestmannaeyja. Maí 1974.