„Guðjón Guðlaugsson (húsgagnasmíðameistari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Guðjón Guðlaugsson (húsgagnasmíðameistari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 6: Lína 6:
2. [[Sigríður Guðlaugsdóttir (húsfreyja)|Sigríður]], f. 4. maí 1945, gift [[Sigurgeir Þór Sigurðsson|Sigurgeiri Þór Sigurðssyni]].<br>
2. [[Sigríður Guðlaugsdóttir (húsfreyja)|Sigríður]], f. 4. maí 1945, gift [[Sigurgeir Þór Sigurðsson|Sigurgeiri Þór Sigurðssyni]].<br>
3. [[Guðrún Guðlaugsdóttir (húsfreyja)|Guðrún]], f. 1. febrúar 1953, gift (skildu) Henrý Henriksen.<br>
3. [[Guðrún Guðlaugsdóttir (húsfreyja)|Guðrún]], f. 1. febrúar 1953, gift (skildu) Henrý Henriksen.<br>
4. [[Inga Hrönn Guðlaugsdóttir (húsfreyja)|Inga Hrönn]], f. 4. nóvember 1958, gift [[Birkir Agnarsson|Birki Agnarssyni]].<br>
4. [[Inga Hrönn Guðlaugsdóttir|Inga Hrönn]], f. 4. nóvember 1958, gift [[Birkir Agnarsson|Birki Agnarssyni]].<br>


Guðjón var með foreldrum sínum í æsku.<br>
Guðjón var með foreldrum sínum í æsku.<br>

Útgáfa síðunnar 23. júní 2024 kl. 18:23

Guðjón Guðlaugsson frá Oddsstöðum, húsgagnasmíðameistari fæddist þar 4. desember 1940.
Foreldrar hans voru Guðlaugur Guðjónsson frá Oddsstöðum, trésmíðameistari, forstjóri, f. 2. júní 1919, d. 2. júní 2008, og kona hans Anna Pálína Sigurðardóttir frá Neskaupstað, húsfreyja, f. 30. ágúst 1920, d. 5. desember 2004.

Börn Önnu og Guðlaugs:
1. Guðjón, f. 4. desember 1940. Fyrrum kona hans Guðrún Margrét Guðjónsdóttir. Kona hans Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir.
2. Sigríður, f. 4. maí 1945, gift Sigurgeiri Þór Sigurðssyni.
3. Guðrún, f. 1. febrúar 1953, gift (skildu) Henrý Henriksen.
4. Inga Hrönn, f. 4. nóvember 1958, gift Birki Agnarssyni.

Guðjón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk miðskólaprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1956, lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði í Eyjum 1960. Meistari var Þorsteinn Magnússon. Hann fékk meistararéttindi 1963.
Guðjón vann við smíðar í Eyjum 1961, flutti þá til Rvk, vann þar til 1963, flutti þá til Eyja og vann þar til 1967. Þá flutti hann til Rvk, vann með Ástþóri Runólfssyni, síðar í Húsasmiðjunni og hjá Sveinbirni Sigurðssyni. Hann hætti rúmlega sjötugur.
Þau Guðrún Margrét giftu sig 1964, eignuðust ekki börn saman. Þau skildu.
Þau Helga Katrín giftu sig 1977, eignuðust tvö börn og Helga átti tvö börn frá fyrra hjónabandi. Þau búa á Naustahlein í Garðabæ.

I. Kona Guðjóns, (21. mars 1964, skildu), var Guðrún Margrét Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 9. október 1941, d. 24. ágúst 2023.

II. Kona Guðjóns, (24. desember 1977), er Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir frá Geithálsi við Herjólfsgötu 2, húsfreyja, f. 31. október 1943.
Börn þeirra:
1. Harpa Guðjónsdóttir, stúdent með kennararéttindi, flugfreyja, f. 14. apríl 1975 í Rvk. Barnsfaðir hennar Einar Valur Þorvarðarson. Fyrrum sambúðarmaður Hannes Frímann Hrólfsson.
2. Hlín Guðjónsdóttir flugfreyja, f. 5. ágúst 1978 í Rvk. Maður hennar Jóhannes Oddsson.
Börn Helgu frá fyrra hjónabandi hennar:
3. Hjördís Guðrún Hjálmarsdóttir verslunarmaður í Garðabæ, f. 21. apríl 1961. Maður hennar Sighvatur Friðriksson.
4. Hrafnhildur Hjálmarsdóttir snyrtifræðingur, f. 28. ágúst 1965. Fyrrum maður hennar Tómas Sigurðsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.