Hrafnhildur Hjálmarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hrafnhildur Hjálmarsdóttir, húsfreyja, löggiltur fótaaðgerðafræðingur, fæddist 28. ágúst 1965.
Foreldrar hennar Hjálmar Þór Jóhannesson, f. 23. september 1940, og Helga Katrín Sveinbjörnsdóttir, f. 31. október 1943.

Börn Helgu og Hjálmars:
1. Hjördís Guðrún Hjálmarsdóttir verslunarmaður í Garðabæ, f. 21. apríl 1961. Maður hennar Sighvatur Friðriksson.
2. Hrafnhildur Hjálmarsdóttir löggiltur fótaaðgerðafræðingur, f. 28. ágúst 1965. Fyrrum maður hennar Tómas Sigurðsson. Sambúðarmaður Ragnar Bjarnþór Fjeldsted Kristinsson.
Börn Helgu og Guðjóns:
1. Harpa Guðjónsdóttir, stúdent, með kennararéttindi, flugfreyja, f. 14. apríl 1975 í Rvk. Barnsfaðir hennar Einar Valur Þorvarðarson. Fyrrum sambúðarmaður Hannes Frímann Hrólfsson.
2. Hlín Guðjónsdóttir flugfreyja, f. 5. ágúst 1978 í Rvk. Maður hennar Jóhannes Oddsson.

Hrafnhildur eignaðist barn með Þórði 1985.
Þau Tómas giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Ragnar hófu sambúð, hafa ekki eignast börn saman. Þau búa í Rvk.

I. Barnsfaðir Hrafnhildar er Þórður Pálsson úr Reykjanesbæ, f. 27. mars 1963.
Barn þeirra:
1. Óskar Þór Þórðarson, f. 9. janúar 1985.

II. Fyrrum maður Hrafnhildar er Tómas Lorange Sigurðsson, starfsmaður í Álverinu í Straumsvík, f. 14. mars 1960. Foreldrar hans Sigurður Tómasson, f. 18. ágúst 1933, d. 20. apríl 1976, og Kolbrún Hreiðars Lorange, f. 21. september 1935.
Barn þeirra:
2. Helgi Freyr Tómasson, f. 7. mars 1991.

III. Sambúðarmaður Hrafnhildar er Ragnar Bjarnþór Kristinsson Fjeldsted stýrimaður, f. 5. febrúar 1958. Foreldrar hans Guðmundur Kristinn Þ. Fjeldsted, f. 4. janúar 1930, d. 15. janúar 2021, og Sigríður Bjarnadóttir, f. 7. desember 1932, d. 10. janúar 1976.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.