„Ragna María Pálmadóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Ragna María Pálmadóttir. '''Ragna María Pálmadóttir''' húsfreyja, verkakona, ræstitæknir fæddist 27. mars 1941 í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41 og lést 13. janúar 2024.<br> Foreldrar hennar voru Pálmi Sigurðsson frá Skjaldbreið, sjómaður, skipstjóri, f. 21. júlí 1920, d. 25. nóvember 2011, og barnsmóðir hans Guðbjörg María Helgadóttir frá B...)
 
m (Verndaði „Ragna María Pálmadóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. febrúar 2024 kl. 16:32

Ragna María Pálmadóttir.

Ragna María Pálmadóttir húsfreyja, verkakona, ræstitæknir fæddist 27. mars 1941 í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41 og lést 13. janúar 2024.
Foreldrar hennar voru Pálmi Sigurðsson frá Skjaldbreið, sjómaður, skipstjóri, f. 21. júlí 1920, d. 25. nóvember 2011, og barnsmóðir hans Guðbjörg María Helgadóttir frá Bjarnleifshúsi við Heimagötu 17, f. 6. desember 1923, d. 7. júlí 1996.

Ragna var með móður sinni og Magnúsi Jónssyni og Guðríði Jónsdóttur langafa og langömmu sinni.

Börn Guðbjargar:
1. Ragna María Pálmadóttir húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 27. mars 1941.
2. Amalía Kolbrún Úlfarsdóttir, f. 6. september 1945, d. 14. október 2023.
3. Guðríður Magnea Jónsdóttir, f. 1. júlí 1948.
4. Halldóra Ástvaldsdóttir, f. 7. janúar 1955, d. 15. ágúst 1977.
5. Ásdís Hrönn Ástvaldsdóttir húsfreyja, f. 23. desember 1955.
6. Magnús Ástvaldsson, f. 15. apríl 1957.
7. Eygló Ástvaldsdóttir húsfreyja, framkvæmdastjóri f. 22. ágúst 1958, d. 15. febrúar 2003.
8. Svanhvít Ástvaldsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1959.
Börn Pálma og Stefaníu Marinósdóttur:
9. Guðbjörg Pálmadóttir húsfreyja, f. 23. desember 1941 á Faxastíg 25.
10. Sigmar Pálmason, f. 23. mars 1943 á Faxastíg 25.
11. Páll Pálmason, f. 11. ágúst 1945 á Skjaldbreið, d. 6. nóvember 2021.
11. Hafþór Pálmason, f. 22. febrúar 1954 á Hólagötu 18, d. 10. september 1977.

Ragna vann við fiskiðnað og ræstingar, sá um skeið um Félagsheimilið í Þorlákshöfn.
Þau Sigþór giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Háeyri við Vesturveg 11A til Goss 1973, fluttu til Stokkseyrar og í Ölfusborgir, en 1974 í Þorlákshöfn og bjuggu þar síðan.
Ragna lést 2024.

I. Maður Rögnu Maríu, (31. desember 1959), er Sigþór Magnússon, f. 3. september 1939.
Börn þeirra:
1. Magnús Sigþórsson, f. 11. maí 1961. Fyrrum kona hans Halldóra Kristín Andrésdóttir. Kona hans Guðrún Margrét Jónsdóttir.
2. Hólmar Björn Sigþórsson, f. 1962. Fyrrum kona hans Guðrún Hafdís Guðmundsdóttir. Kona hans Bryndís Elísa Árnadóttir.
3. Gestur Sævar Sigþórsson, f. 1963. Kona hans Halldóra Guðrún Hannesdóttir.
4. Ragnar Þór Sigþórsson, f. 1. maí 1971.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.