Amalía Kolbrún Úlfarsdóttir
Amalía Kolbrún Úlfarsdóttir fæddist 6. september 1945 í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41 og lést 14. október 2023.
Foreldrar hennar voru Úlfar Valberg Þorkelsson vélstjóri frá Borgarnesi, f. 23. júní 1924, d. 4. desember 1993, og barnsmóðir hans Guðbjörg María Helgadóttir, f. 6. desember 1923 á Ólafsfirði, d. 7. júlí 1996.
Barn Guðbjargar Helgu og Pálma Sigurðssonar frá Skjaldbreið.
1. Ragna María Pálmadóttir húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 27. mars 1941 í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, d. 13. janúar 2024.
Barn Guðbjargar Helgu og Úlfars Valbergs Þorkelssonar frá Borgarnesi.
2. Amalía Kolbrún Úlfarsdóttir, f. 6. september 1945 í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, d. 14. október 2023.
Barn Guðbjargar Helgu og Jóns Kristinssonar frá Mosfelli.
3. Guðríður Magnea Jónsdóttir, f. 1. júlí 1948.
Börn Guðbjargar Helgu og sambýlismans hennar Ástvaldar Snæfelds Eiríkssonar.
4. Halldóra Ástvaldsdóttir, f. 7. janúar 1955, d. 15. ágúst 1977.
5. Ásdís Hrönn Ástvaldsdóttir húsfreyja, f. 23. desember 1955.
6. Magnús Ástvaldsson, f. 15. apríl 1957.
7. Eygló Ástvaldsdóttir húsfreyja, framkvæmdastjóri f. 22. ágúst 1958, d. 15. febrúar 2003.
8. Svanhvít Ástvaldsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1959.
Amalía var með móður sinni, í Langa-Hvammi og í Bjarnleifshúsi við Heimagötu 17.
Hún var húsfreyja og starfsmaður á Sólvangi í Hfirði.
Þau Jón Baldvin Hólmar giftu sig 1963, eignuðust fjögur börn, bjuggu í Þorlákshöfn og Hafnarfirði. Þau skildu.
I. Maður Amalíu Kolbrúnar, (1963, skildu), er Jón Baldvin Hólmar Jóhannesson, bifreiðastjóri, f. 13. júní 1943 á Dalvík. Foreldrar hans Jóhannes Kristinn Sigurðsson, verkamaður, verkstjóri og fiskimatsmaður á Siglufirði, f. 4. júlí 1910, d. 14. september 1998, og kona hans Laufey Sigurpálsdóttir, húsfreyja, f. 23. desember 1913, d. 12. maí 1999.
Börn þeirra:
1. Helena Kristín Jónsdóttir, uppeldisfræðingur, f. 16. apríl 1966 í Rvk.
2. Úlfar Jónsson, býr í Hfirði, f. 14. nóvember 1967 í Rvk.
3. Guðbjörg Íris Jónsdóttir Aanberg, f. 30. ágúst 1971 í Rvk.
4. Agnes Rós Jónsdóttir, f. 16. apríl 1978 í Rvk.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubók.
- Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.