„Kjartan Jónsson (Drangshlíðardal)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 15: | Lína 15: | ||
Kona Kjartans, (4. október 1928), var [[Ragnhildur Jónsdóttir (Seljavöllum)|Ragnhildur Jónsdóttir]] frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 8. apríl 1905, d. 14. mars 1987.<br> | Kona Kjartans, (4. október 1928), var [[Ragnhildur Jónsdóttir (Seljavöllum)|Ragnhildur Jónsdóttir]] frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 8. apríl 1905, d. 14. mars 1987.<br> | ||
Barn þeirra:<br> | Barn þeirra:<br> | ||
1. [[Svanhvít Kjartansdóttir]] húsfreyja, f. 1. mars 1933 á Höfðabrekku. Fyrri maður [[Eggert Sigurlásson]], látinn. Síðari maður [[Þráinn Guðmundsson]].<br> | 1. [[Svanhvít Kjartansdóttir]] húsfreyja, f. 1. mars 1933 á Höfðabrekku. Fyrri maður [[Eggert Sigurlásson (Reynistað)|Eggert Sigurlásson]], látinn. Síðari maður [[Þráinn Guðmundsson]].<br> | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| |
Núverandi breyting frá og með 14. desember 2023 kl. 18:21
Kjartan Jónsson sjómaður, vélsmiður fæddist 13. ágúst 1904 í Drangshlíðardal u. Eyjafjöllum og lést 2. júní 1978.
Foreldrar hans voru Jón Bárðarson bóndi, f. 18. september 1872, d. 7. júní 1953, og kona hans Elín Kjartansdóttir húsfreyja, f. 16. september 1869, d. 10. ágúst 1958.
Systir Kjartans var
1. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Langa-Hvammi, f. 9. ágúst 1909, d. 8. ágúst 1985.
Kjartan var með foreldrum sínum í Drangshlíðardal í æsku og fram undir tvítugt.
Hann fór til Reykjavíkur og réði sig á togara og stundaði þar sjómennsku í nokkur ár.
Þau Ragnhildur giftu sig 1928 u. Eyjafjöllum, fluttust til Eyja á því ári, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Höfðabrekku við Faxastíg 15 í fyrstu, síðan á Faxastíg 8 A.
Kjartan var sjómaður alllengi og var skipstjóri nokkrar vertíðir.
Hann starfaði að vélsmíðum í Magna í nokkur ár og um fertugt settist hann í Iðnskólann og nam vélsmíðar. Hann vann síðan við iðn sína.
Kjartan lést 1978 og Ragnhildur 1987.
Kona Kjartans, (4. október 1928), var Ragnhildur Jónsdóttir frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 8. apríl 1905, d. 14. mars 1987.
Barn þeirra:
1. Svanhvít Kjartansdóttir húsfreyja, f. 1. mars 1933 á Höfðabrekku. Fyrri maður Eggert Sigurlásson, látinn. Síðari maður Þráinn Guðmundsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.