Sigríður Jónsdóttir (Langa-Hvammi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Jónsdóttir frá Drangshlíðardal u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist 9. ágúst 1909 og lést 8. ágúst 1985.
Foreldrar hennar voru Jón Bárðarson bóndi, f. 18. september 1872, d. 7. júní 1953, og kona hans Elín Kjartansdóttir húsfreyja, f. 16. september 1869, d. 10. ágúst 1958.

Bróðir Sigríðar í Eyjum var
1. Kjartan Jónsson sjómaður, vélsmiður, f. 13. ágúst 1904, d. 2. júní 1978.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku og til fullorðins ára.
Þau Árni giftu sig 1933, og fluttu til Eyja 1935, eignuðust tvö börn, en misstu annað þeirra rúmlega hálfs árs gamalt. Þau bjuggu á Brekastíg 7 1935, á Faxastíg 8 1938, síðar í Langa-Hvammi, en voru í Steinholti við Kirkjuveg 9a 1949. Þau keyptu Litla-Hraun við Vesturveg 17b 1952 og bjuggu þar til Goss. Dvöldu í Reykjavík og síðan í Hveragerði, en fluttu til Eyja 1974 og að Litla-Hrauni.
Sigríður lést 1985. Árni fluttist að Hraunbúðum. Hann lést 2017.

I. Maður Sigríðar, (1933), var Árni Sveinbjörn Kjartan Sigurðsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, netagerðarmaður, f. 20. október 1903, d. 13. janúar 1997.
Börn þeirra:
1. Elín Karólína Árnadóttir, f. 20. júní 1938 á Faxastíg 8, d. 28. desember 1938.
2. Elín Lilja Árnadóttir húsfreyja, lengst á Selfossi, f. 16. nóvember 1939 í Langa-Hvammi. Maður hennar er Jóhann Sigurbergur Guðnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.