„Laufey Bergmundsdóttir (Uppsölum)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Laufey Bergmundsdóttir (Uppsölum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 22: | Lína 22: | ||
Laufey lést 1996. | Laufey lést 1996. | ||
I. Maður Laufeyjar, (24. október 1933), var [[Guðjón Gíslason (Uppsölum)|Guðjón Sigurður Gíslason]] verkamaður, netagerðarmaður, múrari, f. 19. júní 1910, d. 6. apríl 1987.<br> | I. Maður Laufeyjar, (24. október 1933), var [[Guðjón Sigurður Gíslason (Uppsölum)|Guðjón Sigurður Gíslason]] verkamaður, netagerðarmaður, múrari, f. 19. júní 1910, d. 6. apríl 1987.<br> | ||
Barn þeirra:<br> | Barn þeirra:<br> | ||
1. [[Gísli Sigurður Guðjónsson (prentari)|Gísli Sigurður Guðjónsson]] prentsmiður, heildsali, f. 12. januar 1939 í [[Uppsalir|Uppsölum]], d. 12. apríl 2007. | 1. [[Gísli Sigurður Guðjónsson (prentari)|Gísli Sigurður Guðjónsson]] prentsmiður, heildsali, f. 12. januar 1939 í [[Uppsalir|Uppsölum]], d. 12. apríl 2007. |
Núverandi breyting frá og með 6. desember 2023 kl. 20:00
Laufey Bergmundsdóttir húsfreyja fæddist 1. apríl 1911 í Brautarholti og lést 21. júní 1996 á Sólvangi í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Bergmundur Arnbjörnsson frá Presthúsum, síðar í Hvíld, sjómaður, bræðslumaður í Nýborg, f. 17. október 1884 í Klöpp, d. 21. nóvember 1952, og kona hans Elín Helga Björnsdóttir frá Miðbæ í Norðfirði, húsfreyja, f. 19. maí 1888 að Tjarnarlandi á Héraði, d. 7. ágúst 1963.
Börn Bergmundar og Elínar:
1. Laufey Bergmundsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 1. apríl 1911 í Brautarholti, d. 21. júní 1996.
2. Guðrún Hildur Bergmundsdóttir, f. 1. júní 1912 í Presthúsum, d. 1. júlí 1913 í Götu.
3. Helga Bergmundsdóttir húsfreyja á Patreksfirði, f. 17. júlí 1913 í Götu, d. 26. apríl 1952.
4. Björn Bergmundsson sjómaður, verkamaður í Eyjum, f. 26. september 1914 í Götu, d. 26. mars 1981.
5. Elísabet Sigþrúður Bergmundsdóttir húsfreyja á Norðfirði, f. 21. mars 1916 á Kirkjubæ, d. 10. júlí 1981.
6. Aðalbjörg Jóhanna Bergmundsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 27. desember 1919 á Strönd, d. 8. september 2003.
7. Guðbjörg Bergmundsdóttir húsfreyja á Landagötu 18, síðast í Hafnarfirði, f. 15. nóvember 1922 í Sjávargötu, d. 10. október 2014.
8. Ása Bergmundsdóttir húsfreyja í Eyjum, á Dalvík og í Reykjavík, f. 2. maí 1926 í Sjávargötu, d. 28. nóvember 2004.
Fósturbörn Bergmundar og Elínar:
9. Birna Berg Bernódusdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Hafnarfirði, dóttir Aðalbjargar, f. 8. september 1938 í Stakkholti.
10. Bergmundur Elli Sigurðsson trésmiður í Hafnarfirði, sonur Ásu, f. 15. apríl 1948.
Laufey var með foreldrum sínum í æsku, í Brautarholti við fæðingu 1911, í Presthúsum í lok ársins og 1912, í Götu 1913 og 1914, á Kirkjubæ 1915 og 1916, á Strönd 1917 og enn 1919, í Sjávargötu 1920 og enn 1927. Hún var hjálparstúlka hjá Emilíu Snorrason og Sigurði í Franska spítalanum 1930.
Eftir fermingu vann hún ýmis störf, m.a. um tíma á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Hún veiktist af berklum og var um skeið á Vífilsstöðum.
Þau Guðjón giftu sig 1933, bjuggu á Uppsölum til 1956, eignuðust Gísla Sigurð 1939.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1956, bjuggu á Kleppsvegi 56 meðan báðum entist aldur, en Guðjón lést 1987.
Hún bjó að Hraunhólum 9 í Garðabæ ásamt syni sínum, tengdadóttur og barnabarni. Laufey vann um allmörg ár í mötuneyti Búnaðarbanka Íslands í Austurstræti.
Laufey lést 1996.
I. Maður Laufeyjar, (24. október 1933), var Guðjón Sigurður Gíslason verkamaður, netagerðarmaður, múrari, f. 19. júní 1910, d. 6. apríl 1987.
Barn þeirra:
1. Gísli Sigurður Guðjónsson prentsmiður, heildsali, f. 12. januar 1939 í Uppsölum, d. 12. apríl 2007.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 3. júlí 1996. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Húsfreyjur
- Fólk fætt á 20. öld
- Fólk dáið á 20. öld
- Íbúar í Brautarholti
- Íbúar í Presthúsum
- Íbúar í Götu
- Íbúar á Kirkjubæ
- Íbúar á Strönd
- Íbúar í Sjávarborg
- Íbúar í Franska spítalanum
- Íbúar í Uppsölum
- Íbúar við Landagötu
- Íbúar við Miðstræti
- Íbúar við Sjómannasund
- Íbúar við Kirkjuveg
- Íbúar við Herjólfsgötu
- Íbúar við Austurveg
- Íbúar við Vestmannabraut