Helga Bergmundsdóttir (Patreksfirði)
Helga Bergmundsdóttir húsfreyja á Patreksfirði fæddist 17. júlí 1913 í Götu og lést 26. apríl 1952.
Foreldrar hennar voru Bergmundur Arnbjörnsson frá Presthúsum, síðar í Hvíld, sjómaður, bræðslumaður í Nýborg, f. 17. október 1884 í Klöpp, d. 21. nóvember 1952, og kona hans Elín Helga Björnsdóttir frá Miðbæ í Norðfirði, húsfreyja, f. 19. maí 1888 að Tjarnarlandi á Héraði, d. 7. ágúst 1963.
Börn Bergmundar og Elínar:
1. Laufey Bergmundsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 1. apríl 1911 í Brautarholti, d. 21. júní 1996.
2. Guðrún Hildur Bergmundsdóttir, f. 1. júní 1912 í Presthúsum, d. 1. júlí 1913 í Götu.
3. Helga Bergmundsdóttir húsfreyja á Patreksfirði, f. 17. júlí 1913 í Götu, d. 26. apríl 1952.
4. Björn Bergmundsson sjómaður, verkamaður í Eyjum, f. 26. september 1914 í Götu, d. 26. mars 1981.
5. Elísabet Sigþrúður Bergmundsdóttir húsfreyja á Norðfirði, f. 21. mars 1916 á Kirkjubæ, d. 10. júlí 1981.
6. Aðalbjörg Jóhanna Bergmundsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 27. desember 1919 á Strönd, d. 8. september 2003.
7. Guðbjörg Bergmundsdóttir húsfreyja á Landagötu 18, síðast í Hafnarfirði, f. 15. nóvember 1922 í Sjávargötu, d. 10. október 2014.
8. Ása Bergmundsdóttir húsfreyja í Eyjum, á Dalvík og í Reykjavík, f. 2. maí 1926 í Sjávargötu, d. 28. nóvember 2004.
Fósturbörn Bergmundar og Elínar:
9. Birna Berg Bernódusdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Hafnarfirði, dóttir Aðalbjargar, f. 8. september 1938 í Stakkholti.
10. Bergmundur Elli Sigurðsson trésmiður í Hafnarfirði, sonur Ásu, f. 15. apríl 1948.
Helga var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Götu, á Kirkjubæ, Strönd og í Sjávargötu 1920, vinnukona á Eystri-Vesturhúsum 1930.
Þau Einar giftu sig á Patreksfirði 1936, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Vatneyri 1935 og 1938, síðan í Ásgarði á Geirseyri.
Helga lést 1952 í Reykjavík og Einar 1954.
I. Maður Helgu, (10. október 1936), Einar Austmann Helgason verkstjóri, f. 3. ágúst 1914 á Patreksfirði, d. 25. apríl 1954. Foreldrar hans voru Helgi Einarsson rafmagnsveitustjóri við Rafstöðina á Geirseyri í Patreksfjarðarhreppi, f. 8. febrúar 1887 á Lambleiksstöðum á Mýrum í A-Skaft., d. 2. júní 1940, og kona hans Soffía Gíslína Jakobsdóttir húsfreyja, f. 11. febrúar 1893 á Skeiði í Arnarfirði, d. 6. júní 1984.
Börn þeirra:
1. Ægir Einarsson, f. 23. nóvember 1938 á Vatneyri.
2. Helgi Einarsson, f. 30. ágúst 1942 á Geirseyri.
3. Rán Einarsdóttir, f. 21. júlí 1944 á Geirseyri.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.