„Matthías Matthíasson (Landlyst)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Matthías Matthíasson. '''Matthías Matthíasson''' frá Landlyst, kaupmaður fæddist þar 24. ágúst 1861 og lést 28. febrúar 1937.<br> Foreldrar hans voru Matthías Markússon trésmiður, f. 3. júní 1910 í Dýrafirði, d. 5. maí 1888, og kona hans Sólveig Pálsdóttir ljósmóðir, f. 8. október 1821 á Búastöðum, d. 24. maí 1886. Börn Sólveigar og Matthíasar:<br> 1. Matthildur P...) |
m (Verndaði „Matthías Matthíasson (Landlyst)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 3. desember 2023 kl. 14:12
Matthías Matthíasson frá Landlyst, kaupmaður fæddist þar 24. ágúst 1861 og lést 28. febrúar 1937.
Foreldrar hans voru Matthías Markússon trésmiður, f. 3. júní 1910 í Dýrafirði, d. 5. maí 1888, og kona hans Sólveig Pálsdóttir ljósmóðir, f. 8. október 1821 á Búastöðum, d. 24. maí 1886.
Börn Sólveigar og Matthíasar:
1. Matthildur Pálína Matthíasdóttir, f. 22. apríl 1845 í Danskagarði (Garðinum), d. 10. október 1918, ógift og barnlaus.
2. Markús Matthíasson, f. 3. ágúst 1846 í Pétursborg, d. 3. ágúst úr ginklofa.
3. Jón Matthíasson, f. 23. júlí 1847 í Sæmundarhjalli, d. 2. ágúst 1847 úr ginklofa.
4. Karólína Guðrún Matthíasdóttir saumakona í Kaupmannahöfn, f. 16. september 1848 í Landlyst, d. 21. janúar 1942, óg, bl.
5. María Guðrún Matthíasdóttir, f. 30. október 1851 í Landlyst, d. 8. nóvember 1851 „af Barnaveikindum“.
6. María Kristín Matthíasdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 20. desember 1852 í Landlyst, d. 4. febrúar 1920.
7. Sigríður Matthíasdóttir ráðskona í Danmörku, óg., bl., f. 9. desember 1855 í Landlyst, d. 25. desember 1940.
8. Jóhanna Markúsína Matthíasdóttir húsfreyja í Borgarnesi og Reykjavík, f. 29. júlí 1858 í Landlyst, d. 4. september 1900.
9. Matthías Matthíasson kaupmaður í Reykjavík, f. 24. ágúst 1861 í Landlyst, d. 28. febrúar 1937.
10. Andvana sveinbarn fætt 7. júlí 1863 í Landlyst.
11. Jensína Björg Matthíasdóttir húsfreyja, f. 1. október 1864 í Landlyst, d. 25. október 1928.
11. Jensína Björg Matthíasdóttir, f. 10. október 1864 í Landlyst, d. 25. október 1928.
Matthías var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 1868, var með þeim í Holti.
Hann vann í verslun O. P. Möller níu ára gamall, rak greiðasölu í tjaldi sumarið 1874 á lóð Sápuhússins, vann síðar hjá H. Th. Thomsen til 1892, síðan hjá Zimsen. Hann fór til Smiths, sem síðar varð „Nýhöfn‘‘ og var þar verslunarstjóri hjá Christensen uns hann hætti 1902, en þá rak hann sína eigin verslun til 1912 í Austurstræti.
Hann var umboðsmaður tryggingafélagsins „Sun‘‘ 1903-1932.
Hann gekk í Iðnaðarmannafélagið 1890, gegndi þar trúnaðarstörfum, var m.a. forseti þess 1895-1897 og endurskoðandi 1899-1911. Hann var síðar kjörinn heiðursfélagi þess.
Hann hafði á hendi heimilisiðnaðarkennslu í barnaskólanum (síðar lögreglustöðin í Rvk) og í hegningarhúsinu.
Matthías rak líkvagn fyrstur manna.
Matthías ruddi og ræktaði landsvæði kringum sig, reisti síðar húsið við Skólavörðustíg 22.
Þau Ragnheiður giftu sig 1891, eignuðust sjö börn og fóstruðu tvö systurbörn hans.
Matthías lést 1937 og Ragnheiður 1939.
I. Kona Matthíasar, (17. maí 1891), var Ragnheiður Skúladóttir Thorarensen húsfreyja, f. 23. október 1868, d. 12. október 1939. Foreldrar hennar vori Skúlí Vigfússon Thorarensen læknir, f. 28. mars 1805 á Hlíðarenda í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1872, og kona hans Ragnheiður Þorsteinsdóttir Thorarensen húsfreyja, f. 18. mars 1834, d. 2. apríl 1913.
Börn þeirra:
1. Sólveig Matthíasdóttir símavarðstjóri, skrifstofumaður í Rvk, f. 28. júlí 1892, d. 14. desember 1960.
2. Bjarni Matthíasson verslunarmaður í Rvk, f. 7. nóvember 1893, d. 10. ágúst 1945.
3. Ragna Matthíasdóttir húsfreyuja, símavarðstjóri í Rvk, f. 24. desember 1897, d. 5. apríl 1981.
4. Guðrún Matthíasdóttir húsfreyja í Danmörku, síðar í Rvk, f. 19. desember 1899, d. 9. nóvember 1981.
5. Skúli Matthíasson málari í New York, f. 27. janúar 1902, d. 9. júní 1981.
6. Matthías Matthíasson málarameistari í Rvk, f. 8. ágúst 1904, d. 24. júlí 1973.
7. Steingrímur Matthíasson loftskeytamaður í Rvk, f. 3. maí 1906, d. 25. mars 1980.
Fósturbörn, börn Maríu Kristínar systur Matthíasar:
8. Sólveig Einarsdóttir húsfreyja á Akureyri og í Rvk, f. 27. apríl 1876, d. 22. mars 1960.
9. Matthías Einarsson læknir í Rvk, f. 7. júní 1879, d. 15. nóvember 1948.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 10. mars 1937. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.