„Lilja Pálsdóttir (Bólstað)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Lilja Pálsdóttir''' frá Bólstað við Heimagötu 18, útibússtjóri fæddist 2. september 1962.<br> Foreldrar hennar voru Páll Ólafur Gíslason sjómaður, bifreiðastjóri, f. 3. mars 1922 í Neskaupstað, d. 25. maí 2002, og kona hans Bára Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 16. desember 1925 á Bólstað, d. 14. apríl 2015. Börn Báru og Páls:<br> 1. Auðbjör...) |
m (Verndaði „Lilja Pálsdóttir (Bólstað)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 8. ágúst 2023 kl. 18:02
Lilja Pálsdóttir frá Bólstað við Heimagötu 18, útibússtjóri fæddist 2. september 1962.
Foreldrar hennar voru Páll Ólafur Gíslason sjómaður, bifreiðastjóri, f. 3. mars 1922 í Neskaupstað, d. 25. maí 2002, og kona hans Bára Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 16. desember 1925 á Bólstað, d. 14. apríl 2015.
Börn Báru og Páls:
1. Auðbjörg Pálsdóttir húsfreyja, sérkennari, f. 20. janúar 1949. Maður hennar Guðjón Ágúst Norðdahl.
2. Gísli Pálsson prófessor við Háskóla Íslands, rithöfundur, f. 22. desember 1949. Kona hans Guðný Sigurbjörg Guðbjörnsdóttir.
3. Sigurður Þór Pálsson námsmaður, f. 3. ágúst 1953, d. 24. maí 1971.
4. Karl Pálsson tæknifræðingur, f. 2. júní 1961, d. 9. desember 2017. Fyrrum kona hans Metta Baatrup. Sambýliskona hans Ólöf Elín Lind Sigurðardóttir.
5. Lilja Pálsdóttir húsfreyja, útibússtjóri, f. 2. september 1962. Maður hennar Halldór Sighvatsson.
Lilja var með foreldrum sínum í æsku, á Bólstað og við Nýjabæjarbraut 1, flutti með þeim til Reykjavíkur 1968.
Hún varð stúdent í Menntaskólanum við Sund 1982, fékk diploma í rekstarfræði í H.Í. 2001, sótti fjölda námskeiða.
Lilja varð starfsmaður Íslandsbanka 1982, ráðgjafi, deildarstjóri, þjónustustjóri og síðan útibússtjóri í Norðurturni í Kóp. 2003.
Þau Halldór giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Maður Lilju er Halldór Sighvatsson leiðsögumaður, tónlistarkennari, f. 2. nóvember 1962. Foreldrar hans Sighvatur Jónasson frá Helgastöðum í Reykjadal, S.-Þing., afgreiðslustjóri, f. 19. maí 1922, d. 27. september 2016, og kona hans Valborg Lárusdóttir frá Brúarlandi í Mosfellsbæ, húsfreyja, f. 19. júní 1928.
Börn þeirra:
1. Sighvatur Halldórsson grafískur hönnuður, f. 10. apríl 1985. Kona hans Sunna Ósk Ómarsdóttir.
2. Bryndís Lára Halldórsdóttir verkefnastjóri, f. 18. apríl 1991. Maður hennar Tómas Gunnar Tómasson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Lilja.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.