„Björgvin Ólafsson (Hvoli)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Björgvin Ólafsson. '''Björgvin Ólafsson''' skipasali fæddist 4. janúar 1951 á Hvoli við Heimagötu 12.<br> Foreldrar hans voru Pétur ''Ólafur'' Pálsson frá Héðinshöfða, sjómaður, verkamaður, útgerðarmaður, fiskverkandi, f. 3. nóvember 1927, d. 6. apríl 2011, og kona hans Þórey Björgvinsdóttir (Hvoli)|Þórey Guðrún Björgvinsd...) |
m (Verndaði „Björgvin Ólafsson (Hvoli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 27. mars 2023 kl. 14:30
Björgvin Ólafsson skipasali fæddist 4. janúar 1951 á Hvoli við Heimagötu 12.
Foreldrar hans voru Pétur Ólafur Pálsson frá Héðinshöfða, sjómaður, verkamaður, útgerðarmaður, fiskverkandi, f. 3. nóvember 1927, d. 6. apríl 2011, og kona hans Þórey Guðrún Björgvinsdóttir frá Hvoli, húsfreyja, f. 9. apríl 1931.
Börn Þóreyjar og Ólafs:
1. Þyrí Ólafsdóttir sjúkraliði, f. 16. nóvember 1949 á Hvoli. Maður hennar Snorri Jónsson, látinn.
2. Björgvin Ólafsson skipasali í Reykjavík, f. 4. janúar 1951 á Hvoli. Kona hans Guðrún Jakobsen.
3. Gunnhildur Ólafsdóttir bókhaldskona, f. 14. janúar 1953 að Eyjarhólum. Fyrrum maður hennar Ragnar Guðjónsson Aanes.
4. Guðrún Ólafsdóttir rafvirki, verslunarmaður, f. 25. ágúst 1956 að Kirkjubæjarbraut 18. Fyrrum maður hennar Jón Guðmundsson.
5. Ólafur Þór Ólafsson sölumaður, f. 17. júlí 1961. Kona hans Evelyn Otilia Foelsche Polo.
6. Anna María Ólafsdóttir býr á Englandi, f. 12. febrúar 1967. Maður hennar Carl Oszko.
Björgvin var með foreldrum sínum, á Hvoli, á Eyjarhólum við Hásteinsveg 21 og á Kirkjubæjarbraut 18.
Hann lærði rafvirkjun í Vélskóla Vestmannaeyja, stundaði síðan nám í vélvirkjun við Iðnskólanum og í Magna. Hann lauk síðar fyrsta stigs prófi í Stýrimannaskólanum í Eyjum.
Björgvin stundaði sjómennsku á sumrum frá 14 ára aldri, á Andvara VE, á Öðlingi VE, á Stakki VE. Síðan var hann með eigin útgerð á Bylgju VE ásamt Matthíasi Óskarssyni.
Björgvin flutti til Reykjavíkur 1981, vann við verslunarrekstur, en stofnaði síðan skipasölufyrirtæki ásamt konu sinni, BP skip ehf.
Björgvin eignaðist barn með Kristínu Þóru 1969.
Þau Ásdís Erna giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Bakkastíg 8. Þau skildu.
Þau Guðrún giftu sig, eignuðust eitt barn.
I. Barnsmóðir Björgvins er Kristín Þóra Magnúsdóttir, f. 12. september 1950.
Barn þeirra:
1. Þórey Guðrún Björgvinsdóttir, býr í Svíþjóð, f. 25. ágúst 1969.
II. Fyrrum kona Björgvins var Ásdís Erna Guðmundsdóttir, f. 17. febrúar 1954, d. 9. janúar 2021.
Barn þeirra:
2. Ólöf Sigrún Björgvinsdóttir í Reykjavík, f. 9. júlí 1971.
3. Aldís Björgvinsdóttir í Kópavogi, f. 3. febrúar 1974.
III. Kona Björgvins er Guðrún Jacobsen danskennari, f. 8. febrúar 1951. Foreldrar hennar Haukur Jacobsen kaupmaður í Reykjavík, f. 24. apríl 1921, d. 8. mars 1997, og Inge Liss Jacobsen húsfreyja, f. 16. ágúst 1921, d. 31. mars 1992.
Barn þeirra:
4. Björgvin Gunnar Björgvinsson viðskiptafræðingur, f. 9. desember 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- DV 3. janúar 2011. Afmælisgrein.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.