Ásdís Erna Guðmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ásdís Erna Guðmundsdóttir.

Ásdís Erna Guðmundsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, kaupkona fæddist 17. febrúar 1954 í Reykjavík og lést 9. janúar 2021.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Pétursson slökkviliðsmaður og varðstjóri, bifreiðastjóri, kaupmaður, f. 13. nóvember 1931, d. 20. desember 2017, og barnsmóðir hans Eygló Svava Jónsdóttir, f. 9. maí 1935.
Fósturforeldrar Ásdísar voru Sigurður Bjarnason sjómaður, f. 25. ágúst 1895, d. 13. ágúst 1981, og síðari kona hans Ólafía Ólafsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1899, d. 25. ágúst 1969.

Börn Sigurðar og Þorbjargar fyrri konu hans:
1. Andvana stúlka, f. 26. desember 1917.
2. Anna Ester Sigurðardóttir, f. 18. nóvember 1919, d. 19. janúar 1980.
3. Sigurður Hilmar Sigurðsson, f. 26. apríl 1921, d. 27. september 2014.
4. Solveig Sigurðardóttir, f. 19. desember 1923, d. 7. desember 1994.
5. Engilbert Ottó Sigurðsson, f. 14. maí 1931.

Ásdís var með fósturforeldrum sínum frá þriggja vikna aldri, á Brekastíg 23, en Ólafía fósturmóðir hennar lést er Ásdís var fimmtán ára.
Ásdís vann við fiskvinnslu meðal annars hjá Vinnslustöðinni í Eyjum og í Granda en einnig vann hún í Staldrinu og í Smáraskóla. Hún vann einnig við hönnun á fatnaði, handsaum, prjónavinnu.
Þau Björgvin giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Bakkastíg 8 við Gos 1973. Þau áttu í útgerð Bylgjunnar VE-75 með öðrum til 1982, fluttu til Reykjavíkur á því ári. Þau skildu.
Þau Jón Pálmi giftu sig, eignuðust eitt barn og Ásdís gekk dóttur Jóns Pálma í móðurstað. Þau ráku um skeið verslunina Sunnutorg við Langholtsveg, byggðu hús í Grafarvogi og síðar tvíbýli í Kópavogi. Ásdís bjó síðast í Nönnufelli 3 í Breiðholti.
Ásdís Erna lést 2021.

I. Fyrrum maður Ásdísar Ernu er Björgvin Ólafsson útgerðarmaður, skipamiðlari, f. 4. janúar 1951.
Börn þeirra:
1. Ólöf Sigrún Björgvinsdóttir grunnskólakennari, f. 9. júlí 1971. Barnsfaðir hennar Óskar Sveinn Friðriksson. Barnsfaðir hennar Örjan Sigvartsen, norskrar ættar. Sambúðarmaður hennar Ágúst Ö. Guðmundsson.
2. Aldís Björgvinsdóttir viðskiptafræðingur, f. 3. febrúar 1974. Maður hennar Hlynur Jóhannesson.

II. Síðari maður Ásdísar er Jón Pálmi Pálmason vélstjóri, f. 8. mars 1958. Foreldrar hans voru Jón Pálmi Steingrímsson, f. 22. júní 1934, og kona hans Brynhildur Sigtryggsdóttir, f. 21. september 1932, d. 30. september 2000.
Barn þeirra:
3. Pálmi Ernir Pálmason vélvirki, f. 4. febrúar 1993.
Barn Jóns Pálma og fósturbarn Ásdísar er
4. Hugrún Pálmey Pálmadóttir, f. 21. september 1982.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 23. janúar 2021. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.