„Elínborg Hannesdóttir (Brimhólum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Elínborg Hannesdóttir. '''Elínborg Hannesdóttir''' frá Brimhólum, saumakona fæddist 23. ágúst 1917 á Hjalla við Vestmannabraut 57 og lést 19. maí 2010. <br> Foreldrar hennar voru Hannes Sigurðsson frumkvöðull, ráðsmaður, skipstjóri, bóndi, verslunarstjóri, f. 16. ágúst 1881 á Seljalandi u. V.-Eyjafjöllum, d. 14. febrúar 1981, og kona hans [...) |
m (Verndaði „Elínborg Hannesdóttir (Brimhólum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 22. mars 2023 kl. 11:07
Elínborg Hannesdóttir frá Brimhólum, saumakona fæddist 23. ágúst 1917 á Hjalla við Vestmannabraut 57 og lést 19. maí 2010.
Foreldrar hennar voru Hannes Sigurðsson frumkvöðull, ráðsmaður, skipstjóri, bóndi, verslunarstjóri, f. 16. ágúst 1881 á Seljalandi u. V.-Eyjafjöllum, d. 14. febrúar 1981, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1884 á Bakka í A.-Landeyjum, d. 5. maí 1976.
Börn Guðrúnar og Hannesar:
1. Jón Hjaltalín Hannesson rafvirki, vélstjóri, f. 20. júní 1912 á Lögbergi, d. 26. nóvember 2017.
2. Guðný Marta Hannesdóttir saumakona, f. 28. júní 1913 á Hjalla, d. 15. júlí 2011.
3. Hálfdán Hannesson bifvélavirki, f. 4. október 1914 á Hjalla, d. 12. febrúar 2011.
4. Ragnheiður Hannesdóttir húsfreyja, f. 12. október 1915 á Hjalla, d. 5. mars 2015.
5. Elínborg Hannesdóttir hattagerðarkona, saumakona, f. 23. ágúst 1917 á Hjalla, d. 19. maí 2010.
6. Þóra Hannesdóttir húsfreyja, saumakona, f. 2. júní 1919 á Steinsstöðum, d. 6. febrúar 2000.
7. Sigurður Hannesson, f. 21. apríl 1922 á Steinsstöðum, d. 28. apríl 1922.
Elínborg var með foreldrum sínum.
Hún lærði hattasaum í Kaupmannahöfn.
Elínborg vann sveitarstörf og við fiskiðnað, m.a. saltfiskþurrkun á yngrri árum, hélt 19 ára til Reykjavíkur.
Hún vann í vist og einnig á saumastofu. Þegar hún kom heim frá námi, stofnaði hún fyrirtæki með Ragnheiði systur sinni. Þær saumuðu hatta og gerðu við.
Þau Björn giftu sig 1949, eignuðust tvö börn, en fyrra barnið dó í fæðingu. Þau skildu.
I. Maður Elínborgar, (30. júlí 1949, skildu), var Björn Baldursson frá Þúfnavöllum í Hörgárdal, f. 26. september 1921, d. 24. júlí 1988. Foreldrar hans voru Baldur Guðmundsson bóndi, síðar þingvörður, f. 5. janúar 1897, d. 8. apríl 1992, og kona hans Þórhildur Júlíana Björnsdóttir húsfreyja, f. 16. apríl 1895, d. 19. ágúst 1977.
Börn þeirra:
1. Stúlka, d. í fæðingu.
2. Þórhildur Björnsdóttir, f. 20. október 1947.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 3. júní 2010. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.