„Sigurður Sigurðsson (skipasmiður)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Sigurdur Sigurdsson skipasmidur.jpg|thumb|200px|''Sigurður Sigurðsson.]]
'''Sigurður Sigurðsson''' frá Eystri-Klasabarða í V-Landeyjum, sjómaður, vélstjóri, skipasmiður fæddist þar 19. mars 1900 og lést 26. nóvember 1997 á Selfossi.<br>
'''Sigurður Sigurðsson''' frá Eystri-Klasabarða í V-Landeyjum, sjómaður, vélstjóri, skipasmiður fæddist þar 19. mars 1900 og lést 26. nóvember 1997 á Selfossi.<br>
Foreldrar hans voru Sigurður Eiríksson úr Hvolhreppi, bóndi á Eystri-Klasabarða og í Fíflholts-Norðurhjáleigu í V-Landeyjum, f. 25. júlí 1859, d. 23. febrúar 1950, og kona hans Jórunn Pálsdóttir frá Eystri-Klasabarða, húsfreyja, f. 11. júlí 1863, d. 1. ágúst 1937.<br>
Foreldrar hans voru Sigurður Eiríksson úr Hvolhreppi, bóndi á Eystri-Klasabarða og í Fíflholts-Norðurhjáleigu í V-Landeyjum, f. 25. júlí 1859, d. 23. febrúar 1950, og kona hans Jórunn Pálsdóttir frá Eystri-Klasabarða, húsfreyja, f. 11. júlí 1863, d. 1. ágúst 1937.<br>

Útgáfa síðunnar 22. desember 2022 kl. 13:19

Sigurður Sigurðsson.

Sigurður Sigurðsson frá Eystri-Klasabarða í V-Landeyjum, sjómaður, vélstjóri, skipasmiður fæddist þar 19. mars 1900 og lést 26. nóvember 1997 á Selfossi.
Foreldrar hans voru Sigurður Eiríksson úr Hvolhreppi, bóndi á Eystri-Klasabarða og í Fíflholts-Norðurhjáleigu í V-Landeyjum, f. 25. júlí 1859, d. 23. febrúar 1950, og kona hans Jórunn Pálsdóttir frá Eystri-Klasabarða, húsfreyja, f. 11. júlí 1863, d. 1. ágúst 1937.
Fósturforeldrar hans voru Guðmundur Guðnason bóndi á Strönd, f. 14. ágúst 1866, d. 17. janúar 1932, og kona hans Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1854, d. 11. ágúst 1918.

Sigurður var með foreldrum sínum fyrstu fimm ár sín. Þau urðu að bregða búi á Eystri-Klasabarða með átta börn vegna ágangs vatna og Sigurður fór í fóstur að Strönd í V-Landeyjum til Jóhönnu og Guðmundar
Hann fór fyrst á vertíð í Eyjum 15 ára gamall, settist þar að 1917, nam vélstjórn og fékk formannsréttindi, var sjómaður í 20 vertíðir, en um tvítugt vann hann tvö sumur utan Eyja, eitt á Ólafsfirði og annað á Seyðisfirði.
Hann nam skipasmíðar hjá Gunnari Marel upp úr 1920 og vann við þær síðan.
Þau Ingunn giftu sig 1924, eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra á þrettánda ári sínu.
Þau bjuggu í fyrstu á Melstað, síðan á Rauðafelli við Vestmannabraut 58b. Þau byggðu húsið að Hásteinsvegi 31 og fluttu þangað 1931. Þar bjuggu þau síðan meðan bæði lifðu.
Ingunn lést 1957.
Sigurður flutti til Guðlaugar dóttur sinnar á Selfossi 1957 og bjó hjá henni síðan. Þar vann hann við húsasmíðar og innréttingar fram á áttræðisaldur.
Sigurður lést 1997.

I. Kona Sigurðar, (20. desember 1924), var Ingunn Úlfarsdóttir frá Fljótsdal í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 6. janúar 1899, d. 18. nóvember 1957.
Börn þeirra:
1. Guðlaug Sigurðardóttir, f. 20. desember 1925 á Melstað, d. 9. júlí 1938.
2. Óskar Þór Sigurðsson skólastjóri, f. 25. janúar 1930 á Rauðafelli.
3. Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, móttökuritari, f. 25. desember 1937 á Hásteinsvegi 31.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.