Guðlaug Sigurðardóttir (Selfossi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðlaug Sigurðardóttir.

Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, móttökuritari fæddist 25. desember 1937 á Hásteinsvegi 31 og lést 10. janúar 2023 á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson skipasmiður, f. 19. mars 1900 í Eystri-Klasabarða í V-Landeyjum, d. 26. nóvember 1997, og kona hans Ingunn Úlfarsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1899 í Fljótsdal í Fljótshlíð, d. 18. nóvember 1957.

Börn Ingunnar og Sigurðar:
1. Guðlaug Sigurðardóttir, f. 20. desember 1925 á Melstað, d. 9. júlí 1938.
2. Óskar Þór Sigurðsson skólastjóri, f. 25. janúar 1930 á Vestmannabraut 38 B, Rauðafelli.
3. Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, móttökuritari, f. 25. desember 1937 á Hásteinsvegi 31, d. 10. janúar 2023.

Guðlaug var með foreldrum sínum í æsku. Hún lauk þriðja bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1953.
Hún vann við afgreiðslu hjá Bókabúð Þorsteins Johnson og í verslun Önnu Gunnlaugsson, síðar móttökuritari hjá Heilsugæslunni á Selfossi.
Þau Sigurjón giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Kirkjuvegi 37 á Selfossi, en síðar í íbúðum aldraðra að Austurvegi 51 þar.
Guðlaug lést 2023.

I. Maður Guðlaugar, (11. júní 1959), er Sigurjón Þór Erlingsson múrarameistari, bæjarfulltrúi, ljóðskáld, f. 12. október 1933. Foreldrar hans voru Jón Erlingur Guðmundsson bóndi á Galtastöðum í Flóa, f. 1. ágúst 1899 á Fjalli á Skeiðum, Árn., d. 27. maí 1985 á Selfossi, og kona hans Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. júlí 1894 í Rútsstaða-Norðurkoti í Flóa, d. 6. maí 1981 á Selfossi.
Börn þeirra:
1. Ingunn Úlfars Sigurjónsdóttir húsfreyja, læknaritari á Selfossi, f. 15. maí 1957 í Eyjum. Maður hennar Jóhann Hannes Jónsson.
2. Sigurður Sigurjónsson lögfræðingur á Selfossi, f. 26. júlí 1961. Kona hans Svandís Ragnarsdóttir.
3. Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir húsfreyja, blaðamaður, framkvæmdastjóri Rauðakrossdeildarinnar á Selfossi, f. 29. mars 1965. Maður hennar Hafsteinn Jónsson.
4. Steinunn Björk Sigurjónsdóttir stúdent, húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 12. janúar 1973 á Selfossi. Maður hennar Guðmundur Búi Guðmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðlaug.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 19. janúar 2023. Minning.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.