„Sesselja Ólafsdóttir (leikskólastjóri)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Sesselja Olafsdottir.jpg|thumb|200px|''Sesselja Ólafsdóttir.]] | |||
'''Sesselja Ólafsdóttir''' húsfreyja, leikskólastjóri fæddist 15. september 1951 að [[Hólagata|Hólagötu 9]].<br> | '''Sesselja Ólafsdóttir''' húsfreyja, leikskólastjóri fæddist 15. september 1951 að [[Hólagata|Hólagötu 9]].<br> | ||
Foreldrar hennar voru [[Ólafur Árnason (Odda)|Ólafur Árnason]] bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1917, d. 26. febrúar 1997, og kona hans [[Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir]] húsfreyja, f. 4. september 1920, d. 15. nóvember 2012. | Foreldrar hennar voru [[Ólafur Árnason (Odda)|Ólafur Árnason]] bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1917, d. 26. febrúar 1997, og kona hans [[Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir]] húsfreyja, f. 4. september 1920, d. 15. nóvember 2012. |
Núverandi breyting frá og með 11. október 2022 kl. 20:35
Sesselja Ólafsdóttir húsfreyja, leikskólastjóri fæddist 15. september 1951 að Hólagötu 9.
Foreldrar hennar voru Ólafur Árnason bifreiðastjóri, f. 31. júlí 1917, d. 26. febrúar 1997, og kona hans Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 4. september 1920, d. 15. nóvember 2012.
Börn Þorsteinu Sigurbjargar og Ólafs:
1. Gunnar Ólafsson bifreiðastjóri, f. 12. desember 1940 í Odda, d. 8. mars 2020.
2. Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 29. maí 1943 í Odda, síðast á Hellu, d. 9. júní 2017.
3. Sigurður Ólafsson verkamaður, f. 7. október 1946 í Odda.
4. Guðbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 17. júlí 1949 í Odda.
5. Sesselja Ólafsdóttir húsfreyja, leikskólastjóri í Hveragerði, f. 15. september 1951 að Hólagötu 9.
6. Ólöf Erla Ólafsdóttir húsfreyja, knattspyrnukona í Svíþjóð, f. 18. maí 1957 á Sjúkrahúsinu.
Sesselja var með foreldrum sínum í æsku, á Hólagötu 9.
Hún lærði í Húsmæðraskólanum á Varmalandi í Borgarfirði 1970 og Fósturskóla Íslands 1991.
Sesselja vann afgreiðslustörf 1968-1969, verksmiðjustörf 1970-1971, framleiðslustörf 1985, var bankastarfsmaður 1986-1988. Hún var deildarstjóri og leikskólastjóri í Undralandi í Hveragerði frá 1991-2018.
Þau Árni giftu sig 1970, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Gunnar Berg giftu sig 2018, eiga ekki börn saman.
I. Maður Sesselju, (24. desember 1970, skildu), er Árni Baldursson verkstjóri, f. 25. september 1947. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bóndi á Litlu-Vatnsleysu í Gull., síðar á Kirkjuferju í Ölfusi, f. 18. desember 1911, d. 14. febrúar 1975 og kona hans Margrét Fanney Bjarnadóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1917, d. 28. mars 1989.
Börn þeirra:
1. Ólafur Árnason landfræðingur, umhverfisfræðingur, forstöðumaður í Reykjavík, f. 26. júní 1972 í Eyjum. Fyrrum kona hans Fjóla Guðmundsdóttir.
2. Sigrún Árnadóttir grunnskólakennari í Hveragerði, f. 21. apríl 1974 í Reykjavík. Maður hennar Jónas Jónsson.
3. Þorsteinn Árnason skrúðgarðyrkjufræðingur, byggingatæknifræðingur, f. 26. október 1977. Barnsmóðir hans Sandra Gunnarsdóttir. Barnsmóðir Elva Dóra Guðmundsdóttir.
II. Maður Sesselju, (23. október 2018), er Gunnar Berg Sigurjónsson dúklagninga- og veggfóðrarameistari, f. 21. október 1948 á Jökuldal. Foreldrar hans voru Sigurjón Pálsson frá Þorgilsstöðum í Fróðárhreppi, Snæf., f. 7. maí 1921, d. 20. febrúar 2015, og fyrri kona hans Ragna Sigríður Gunnarsdóttir frá Arnórsstöðum á Jökuldal, húsfreyja, verslunar- og ræstingakona, verkakona, kaupmaður, f. 20. október 1929, d. 15. janúar 2014.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Leikskólakennaratal. Ritstjórar Ívar Gissurarson og Steingrímur Steinþórsson. Mál og mynd 2000.
- Morgunblaðið.
- Prestþjónustubækur.
- Sesselja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.