„Einar Sveinbjörnsson (tæknifræðingur)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Einar Sveinbjörnsson. '''Einar Sveinbjörnsson''' frá Akureyri, vélvirki, rekstartæknifræðingur, innkaupastjóri, verkafnastjóri fæddist þar 10. maí 1950 og lést 22. maí 2017.<br> Foreldrar hans voru Sveinbjörn Anton Jónsson leigubifreiðastjóri, framkvæmdastjóri, f. 26. júní 1925, d. 29. júní 1999, og kona hans Erla Einarsdóttir frá Við...) |
m (Verndaði „Einar Sveinbjörnsson (tæknifræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 21. september 2022 kl. 15:09
Einar Sveinbjörnsson frá Akureyri, vélvirki, rekstartæknifræðingur, innkaupastjóri, verkafnastjóri fæddist þar 10. maí 1950 og lést 22. maí 2017.
Foreldrar hans voru Sveinbjörn Anton Jónsson leigubifreiðastjóri, framkvæmdastjóri, f. 26. júní 1925, d. 29. júní 1999, og kona hans Erla Einarsdóttir frá Viðey, húsfreyja, f. 17. desember 1927, d. 19. apríl 2015.
Börn Erlu og Sveinbjörns:
1. Jón Sveinbjörnsson, f. 27. febrúar 1949. Kona hans Heiða Grétarsdóttir.
2. Einar Sveinbjörnsson vélvirki, tæknifræðingur, f. 10. maí 1950, d. 22. maí 2017. Kona hans Þórey Sveinsdóttir.
3. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, f. 4. júní 1951. Maður hennar Sverrir Sveinsson.
4. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, f. 8. desember 1953. Barnsmóðir hans Regína Helgadóttir.
5. Elsa Birna Sveinbjörnsdóttir, f. 3. júlí 1955. Fyrrum maður hennar Sigurður Th. Guðmundsson. Unnusti hennar Guðmundur Halldórsson.
6. Bjarni Sveinbjörnsson, f. 18. febrúar 1963. Kona hans Halla Kristjana Halldórsdóttir.
Einar var með foreldrum sínum í æsku, lengst á Strandgötu 29 á Akureyri.
Einar lærði vélvirkjun á Akureyri og í Eyjum, lauk námi 1970, lærði tæknifræði í Danmörku og lauk námi í rekstrartæknifræði í Odense Teknikum 1989.
Hann vann hjá Vélsmiðjunni Þór, var sjómaður um stund á Kristbjörgu VE 70 eftir Gos 1973.
Þau Þórey fluttu til Akureyrar eftir Gosið og þar var Einar vélvirki í Slippstöðinni. Eftir tæknifræðinám í Danmörku flutti hann til Reykjavíkur og þar var Einar innkaupastjóri hjá Heklu og verkefnastjóri hjá Marel.
Þau Þórey giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Skálholti-eldra við Gosið 1973.
Einar lést 2017.
I. Kona Einars, (24. október 1970), er Þórey Sveinsdóttir frá Skálholti-eldra, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 1. september 1951.
Börn þeirra:
1. Heiðar Einarsson verkfræðingur, f. 8. febrúar 1971. Kona hans Karítas Eggertsdóttir.
2. Erla Einarsdóttir viðskiptafræðingur, f. 22. nóvember 1976. Maður hennar Christian Friðrik Burrell.
3. Björk Einarsdóttir arkitekt í Þýskalandi, f. 3. janúar 1980. Maður hennar Alexander Stumpp.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 1. desember 2017. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.