„Sigurbjörg R. Guðnadóttir (Vegamótum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Sigurbjörg Rannveig Guðnadóttir. '''Sigurbjörg Rannveig Guðnadóttir (Systa)''' frá Vegamótum við Urðaveg 4, húsfreyja, gjaldkeri, skrifstofustjóri fæddist þar 29. desember 1935 og lést 2. nóvember 2016 í Hraunbúðum.<br> Foreldrar hennar voru Guðni Jónsson formaður, f. 6. júní 1903, fórst 13. feb 1944 og Anna Eiríksdóttir (Vegamótum)|Ann...) |
m (Verndaði „Sigurbjörg R. Guðnadóttir (Vegamótum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 29. ágúst 2022 kl. 19:23
Sigurbjörg Rannveig Guðnadóttir (Systa) frá Vegamótum við Urðaveg 4, húsfreyja, gjaldkeri, skrifstofustjóri fæddist þar 29. desember 1935 og lést 2. nóvember 2016 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Guðni Jónsson formaður, f. 6. júní 1903, fórst 13. feb 1944 og Anna Eiríksdóttir frá Vegamótum, húsfreyja, f. 24. okt. 1902, d. 4. jan. 1988.
Börn Önnu og Guðna:
1. Eiríkur Ágúst skólastjóri, f. 28. mars 1933, d. 26. júní 1987.
2. Jón Bergur, f. 2. júní 1934, d. 2. júlí 1935.
3. Sigurbjörg Rannveig húsfreyja, f. 29. desember 1935.
4. Gylfi Guðnason menntaskólakennari, f. 16. nóvember 1937.
5. Hjálmar Guðnason loftskeytamaður, tónlistarmaður, f. 9. desember 1940, d. 27. janúar 2006.
Sigurbjörg var með foreldrum sínum, en faðir hennar drukknaði, er hún var á níunda árinu. Hún var með móður sinni.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík.
Sigurbjörg vann við bókhald í Vinnslustöðinni, varð gjaldkeri og skrifstofustjóri, vann þar í 53 ár.
Systa var formaður Golfklúbbsins 1989-1991, var í Oddfellowstúkunni Rebekku nr. 3, Vilborgu, þar sem hún var í stjórn og yfirmeistari um tíma. Hún sat í stjórn Slysavarnadeildarinnar Eykyndils og var í Skátafélaginu Faxa.
Þau Guðmundur (Týssi) giftu sig 1956, eignuðust ekki börn. Þau bjuggu í Pétursey við Hásteinsveg 43, byggðu Brekkugötu 5 og bjuggu þar síðast.
Guðmundur lést 1997 og Sigurbjörg 2016.
I. Maður Sigurbjargar, (29. desember 1956), var Guðmundur Hörður Þórarinsson frá Nýborg við Njarðarstíg 17, húsasmíðameistari, f. 10. desember 1936, d. 26. september 1997.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 19. nóvember 2016. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.