„Jóhanna Herdís Sveinbjarnardóttir“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Jóhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
m (Viglundur færði Jóhanna Herdís Sveinbjörnsdóttir á Jóhanna Herdís Sveinbjarnardóttir) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 28. júlí 2022 kl. 18:42
Jóhanna Herdís Sveinbjarnardóttir frá Núpsdal við Brekastíg 18, húsfreyja fæddist þar 16. janúar 1929 og lést 25. október 2009.
Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Ágúst Benónýsson múrarameistari, f. í Víðidalstungusókn í V.-Hún. 8. ágúst 1892, d. 31. maí 1965, og kona hans Hindrika Júlía Helgadóttir frá Húsatóftum í Grindavík, húsfreyja f. þar 2. júlí 1894, d. 27. febrúar 1968.
Börn Hindriku og Sveinbjarnar:
1. Sigurður Fríðhólm Sveinbjörnsson múrarameistari, f. 5. september 1923, d. 1. nóvember 1990.
2. Herbert Jóhann Sveinbjörnsson bifvélavirki, f. 9. júlí 1925, d. 12. janúar 1984.
3. Jóhanna Herdís Sveinbjarnardóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1929 í Núpsdal, d. 25. október 2009.
Jóhanna Herdís var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1946.
Jóhanna Herdís vann í Kaupfélaginu, samdi ljóð og lög. Hún söng með Söngvinum í Kópavogi.
Þau Friðrik giftu sig 1958, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Núpsdal, fluttu til Kópavogs 1968, bjuggu við Borgarholtsbraut.
Friðrik lést í júlí 2009 og Jóhanna Herdís í október 2009.
I. Maður Jóhönnu Herdísar, (10. september 1958), var Friðrik Pétursson frá Skjalda-Bjarnarvík í Strandas., kennari, f. þar 9. apríl 1924, d. 30. júlí 2009.
Barn þeirra:
1. Ríkharður Helgi Friðriksson tónlistarmaður, f. 5. nóvember 1960 í Núpsdal. Fyrrum sambúðarkona hans Svanhildur Bogadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 6. nóvember 2009. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.