„Sólveig Traustadóttir (Hjarðarholti)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Sólveig Rósa Benedikta Traustadóttir. '''Sólveig Rósa Benedikta Traustadóttir''' frá Hjarðarholti við Vestmannabraut 69, húsfreyja, sjúkraliði fæddist þar 12. júlí 1950 og lést 5. mars 2011 á Líknardeild Landspíatalans.<br> Foreldrar hennar voru Trausti Guðjónsson frá Skaftafelli, húsasmíðameistari, f. 13. ágúst 1915 að Eyjarhólar|Eyjarhól...) |
m (Verndaði „Sólveig Traustadóttir (Hjarðarholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 24. júlí 2022 kl. 10:35
Sólveig Rósa Benedikta Traustadóttir frá Hjarðarholti við Vestmannabraut 69, húsfreyja, sjúkraliði fæddist þar 12. júlí 1950 og lést 5. mars 2011 á Líknardeild Landspíatalans.
Foreldrar hennar voru Trausti Guðjónsson frá Skaftafelli, húsasmíðameistari, f. 13. ágúst 1915 að Eyjarhólum, d. 2. desember 2008 á Landspítalanum, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Brekku í Gilsfirði, húsfreyja, f. 12. október 1917, d. 3. mars 2011 á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Börn Ragnheiðar og Trausta:
1. Halldóra Traustadóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 28. júní 1939. Maður hennar er Einar Jónasson, látinn.
2. Guðjón Traustason vélvirkjameistari, f. 23. apríl 1943, d. 4. janúar 2020. Kona hans Guðrún Kristín Erlendsdóttir, látin.
3. Kornelíus Traustason húsasmíðameistari, f. 30. maí 1946. Kona hans Elín Pálsdóttir.
4. Símon Eðvald Traustason bóndi á Ketu í Skagafirði, f. 1. ágúst 1948. Kona hans Ingibjörg Jóhanna Jóhannesdóttir.
5. Sólveig Rósa Benedikta Traustadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 12. júlí 1950, d. 5. mars 2011. Maður hennar Sigurður S. Wiium, látinn.
6. Vörður Leví Traustason prestur og fyrrverandi lögregluþjónn, f. 21. okt. 1952. Kona hans Ester Karin Jacobsen frá Noregi.
7. Guðrún Ingveldur Traustadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. mars 1954. Maður hennar Geir Jón Þórisson.
Sólveig var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam við Troens Bevis Bibel- & Misjons Institut í Noregi 1981-1982 og þar bjuggu hjónin til 1986.
Sólveig varð sjúkraliði 1990.
Hún vann í Borgarspítalanum í Fossvogi.
Sólveig var virk í kristilegu starfi hér á landi og erlendis, var m.a. öldungur í Fríkirkjunni Veginum og sat í stjórn Aglow Ísland, kristilegum samtökum.
Þau Sigurður giftu sig 1967, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu lengst í Reykjavík, síðast í Ásholti 30.
Sólveig lést 2011 og Sigurður 2014.
I. Maður Sólveigar, (31. desember 1967), var Sigurður S. Wiium fasteignasali, skattaráðgjafi, f. 27. desember 1944, d. 2. mars 2014. Foreldrar hans voru Sigurður Magnússon Wiium, f. 2. apríl 1903, d. 21. desember 1957, og kona hans Níelsína Ósk Daníelsdóttir Wiium húsfreyja, f. 23. febrúar 1913, d. 7. október 1993.
Börn þeirra:
1. Hrefna Rós Sigurðardóttir Wiium, f. 9. desember 1968. Maður hennar Ívar Halldórsson.
2. Sigurður Heiðar Sigurðarson Wiium, f. 3. maí 1971. Kona hans Gerður Rós Ásgeirsdóttir.
3. Elva Ósk Sigurðardóttir Wiium, f. 7. mars 1975. Maður hennar Þórarinn Friðriksson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 11. mars 2011. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.