„Guðmundur E. Guðmundsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðmundur Eiríksson Guðmundsson (Muggur)''' lögreglumaður, sölumaður fæddist 8. mars 1934 og lést 18. mars 1989.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson stórkaupmaður, útgerðarmaður í Hafnarfirði, kenndur við Ölduna, f. 6. apríl 1905, d. 9. nóvember 1967, og fyrrum kona hans Þórdís Halldórsdóttir húsfreyja, f. 23. október 1909, d. 22. nóvember 1996. Guðmundur var með foreldrum sínum, en þ...)
 
m (Verndaði „Guðmundur E. Guðmundsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 5. apríl 2022 kl. 16:59

Guðmundur Eiríksson Guðmundsson (Muggur) lögreglumaður, sölumaður fæddist 8. mars 1934 og lést 18. mars 1989.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson stórkaupmaður, útgerðarmaður í Hafnarfirði, kenndur við Ölduna, f. 6. apríl 1905, d. 9. nóvember 1967, og fyrrum kona hans Þórdís Halldórsdóttir húsfreyja, f. 23. október 1909, d. 22. nóvember 1996.

Guðmundur var með foreldrum sínum, en þau skildu. Hann flutti með móður sinni til Eyja, þar sem hún var ráðskona í Vík við Bárustíg 13 hjá Gunnari Ólafssyni kaupmanni, útgerðarmanni. Síðar bjó hann með móður sinni og Ásmundi Steinssyni rennismið á Ingólfshvoli og í Vöruhúsinu við Skólaveg 1.
Guðmundur (Muggur) varð síðar lögreglumaður og sölumaður í Reykjavík.
Þau Ýr Bertelsdóttir giftu sig, eignuðust eitt barn 1955. Þau skildu.
Þau Hjördís hófu sambúð, eignuðust eina dóttur. Þau skildu.
Guðmundur bjó með móður sinni uns hún flutti á Norðurbrún 1, en Guðmundur fluttist að Hátúni 4.
Hann lést 1989.

I. Fyrrum kona Guðmundar var Ýrr Bertelsdóttir húsfreyja, f. 21. mars 1934. Foreldrar hennar voru Bertel Theódór Nathel Sigurgeirsson, f. 12. júlí 1894, d. 2. mars 1972, og Fjóla Oddsdóttir, f. 2. janúar 1915, d. 26. desember 1994.
Barn þeirra:
1. Þórdís Guðmundsdóttir, f. 9. mars 1955.

II. Fyrrum sambúðarkona hans var Hjördís Hreiðarsdóttir, f. 22. september 1943, d. 3. júní 2008. Foreldrar hennar voru Reidar Lid frá Bergen í Noregi og Rannveig Matthíasdóttir frá Grímsey, f. 4. nóvember 1910, d. 21. desember 2000.
Barn þeirra:
2. Rannveig Ása Guðmundsdóttir, f. 4. september 1970.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.