„Hörður Arason (Akurey)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Hörður Arason''' frá Akurey við Vestmannabraut 46a vélstjóri, umboðsmaður, útgerðarmaður fæddist þar 8. október 1932.<br> Foreldrar hans voru Ari Markússon í Akurey, verkamaður, f. 30. maí 1900 að Valstrýtu í Fljótshlíð, d. 18. mars 1972, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1905 í Haga í Gnúpverjahreppi, d. 13. september 2000. Börn Guðrúnar og Ara:<br> 1. Elías Arason, rak...)
 
m (Verndaði „Hörður Arason (Akurey)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 24. mars 2022 kl. 20:08

Hörður Arason frá Akurey við Vestmannabraut 46a vélstjóri, umboðsmaður, útgerðarmaður fæddist þar 8. október 1932.
Foreldrar hans voru Ari Markússon í Akurey, verkamaður, f. 30. maí 1900 að Valstrýtu í Fljótshlíð, d. 18. mars 1972, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1905 í Haga í Gnúpverjahreppi, d. 13. september 2000.

Börn Guðrúnar og Ara:
1. Elías Arason, rak fyrirtækið Járniðjan, vann síðan hjá Áhaldahúsi Hafnarfjarðar, f. 11. júní 1924 á Butru í Fljótshlíð, d. 17. maí 2017. Kona hans Guðrún Jónsdóttir.
2. Ester Aradóttir, f. 28. júlí 1925 á Butru, d. 27. júlí 1926.
3. Ester Anna Aradóttir, verkakona, húsfreyja, f. 3. mars 1927 í Ásbyrgi, d. 2. september 2020.
4. Helgi Arason, f. 16. janúar 1929, d. samdægurs.
5. Emil Karvel Arason starfsmaður á Tanganum, síðar varðmaður hjá Eimskip í Reykjavík, f. 23. apríl 1931 í Akurey.
6. Hörður Arason, umboðsmaður Olíufélagsins í Grindavík, útgerðarmaður, f. 8. október 1932 í Akurey.
Fósturbörn þeirra voru tvö börn Esterar og sonur Emils:
7. Selma Pálsdóttir verkakona, verslunarmaður, ritari, f. 17. júní 1946.
8. Ari Kristinn Jónsson, f. 6. mars 1949.
9. Daníel Emilsson rafmagnsiðnfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 29. desember 1953.

Hörður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði vélstjórn í Rafstöðinni í Eyjum, varð vélstjóri um tvítugt.
Hörður vann í Rafstöðinni, fluttist til Hafnarfjarðar 1958, vann við bílaréttingar og tvö ár við vélstjórn í Valhöll á Þingvöllum.
Hann rak bílaverkstæði í Hafnarfirði og síðan í Grindavík frá 1964, var útgerðarmaður með Krossanes GK 54, var umboðsmaður Essó.
Þau Sigríður Hulda voru í sambúð, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Sigurlaug giftu sig, eignuðust tvö börn.
Hún lést 2019.

I. Barnsmóðir Harðar að tveim börnum er Sigríður Hulda Sigurbjörnsdóttir, f. 29. september 1934. Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, f. 15. september 1896, d. 29. mars 1971, og Jóhanna Sigríður Tryggvadóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1900, d. 25. apríl 1975.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Sigurbjörg Huldudóttir, sjálfstæður atvinnurekandi í Danmörku, f. 30. nóvember 1953. Maður hennar Þorkell Jóhann Pálsson.
2. Skúli Eyfeld Harðarson rafvirkjameistari í Grindavík, f. 29. október 1955. Kona hans Bryndís Hauksdóttir.

II. Kona Harðar, (21. desember 1962), var Sigurlaug Gröndal húsfreyja, kjólameistari, kaupmaður, kennari, f. 27. febrúar 1945, d. 13. júlí 2019. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Þorvaldur Gröndal, f. 25. september 1915, d. 3. ágúst 1982, og Jórunn Ásta Steingrímsdóttir, f. 20. febrúar 1920, d. 23. júní 1998.
Börn þeirra:
1. Ásta Gunnlaug Gröndal Harðardóttir hagfræðingur í Danmörku, f. 10. júní 1962, ógift, en barnsfaðir hennar er Enok Ragnar Eðvarðsson.
2. Gunnar Harðarson útgerðarmaður í Grindavík, f. 4. febrúar 1965. Kona hans Hulda Kristín Smáradóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.