Daníel Emilsson (Akurey)
Daníel Emilsson frá Akurey, rafmagnsiðnfræðingur fæddist 29. desember 1953 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Emil Karvel Arason starfsmaður á Tanganum, síðar vaktmaður hjá Eimskip í Reykjavík, f. 23. apríl 1931 í Akurey, og kona hans Svana Sigurrós Sigurgrímsdóttir húsfreyja, f. 2. september 1935 í Reykjavík, d. 17. nóvember 2004.
Fósturforeldrar hans voru Ari Markússon verkamaður í Akurey við Vestmannabraut 46A, f. 30. maí 1900, d. 18. mars 1972, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1905, d. 13. september 2000.
Börn Svönu Sigurrósar og Emils:
1. Daníel Emilsson rafmagnsiðnfræðingur, býr í Hafnarfirði, f. 29. desember 1953. Kona hans Elín Kristín Magnúsdóttir.
2. Lára Laufey Emilsdóttir, f. 8. júlí 1955. Maður hennar Viðar Guðmundsson.
II. Barn Svönu og Ólafs Kristjáns Ólafssonar:
3. Kristín Ólafsdóttir, f. 4. janúar 1958.
III. Barn Svönu án þekkts föður:
4. Þorbjörg, f. 4. júní 1959. Hún varð kjörbarn Theodórs Snorra Ólafssonar og Margrétar Eirikku Sigurbjörnsdóttur.
IV. Börn Svönu Sigurrósar og Sigfried Ingimars Urban:
5. Anna Sigríður Ingimarsdóttir, f. 20. ágúst 1960. Maður hennar Pétur Árnmarsson.
6. Sigurgrímur Árni Ingimarsson, f. 12. október 1964. Fyrrum sambýliskona Jenný Gunnarsdóttir. Kona hans Sigrún Ingimarsdóttir.
7. Esther Ingimarsdóttir, f. 23. mars 1967. Sambýlismaður Halldór Björgvinsson.
Daníel fór í fóstur til föðurforeldra sinna í Akurey tveggja ára og var í Eyjum til 1978.
Hann lærði rafvirkjun, lauk sveinsprófi 1977, stundaði nám í Tekniska Vuxengymnasiet í Gautaborg 1978-1983 og varð rafmagnsiðnfræðingur.
Daníel vann við almenna rafvirkjun í Svíþjóð 1979-1980 og á Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar frá áramótum 1983-1984. Hann vann á verkfræðistofu Snorra Ingimarssonar til 2014 og hefur verið síðan framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Rafrúnar í Hafnarfirði.
Þau Emilía giftu sig 1973, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Elín Kristín giftu sig 1995, eignuðust eitt barn. Þau búa í Hafnarfirði.
I. Kona Daníels, (1973, skildu), er Emilía Fannbergsdóttir, f. 15. september 1955 á Ólafsfirði. Foreldrar hennar Freymundur Fannberg Jóhannsson sjómaður, f. 30. september 1915 á Ólafsfirði, d. 23. október 1996, og kona hans Petrea Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1917 á Kleifum í Ólafsfirði, d. 17. október 1994.
Barn þeirra:
1. Sylvía Daníelsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 19. október 1973. Fyrrum maður hennar Þröstur Pétur Sigurðsson. Maður hennar Hörður Björnsson.
II. Kona Daníels, (29. desember 1995), er Elín Kristín Magnúsdóttir húsfreyja, f. 26. apríl 1958 í Reykjavík. Foreldrar hennar Magnús Jónsson flugstjóri í Hafnarfirði, f. þar 22. febrúar 1935, og Erna Helgadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 21. júní 1933 á Laugabóli í Tálknafirði.
Barn þeirra:
2. Birna Daníelsdóttir sjávarlíffræðingur, nemandi í Myndlistarskólanum, f. 13. júní 1981. Maður hennar Ögmundur Viðar Rúnarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Daníel.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.