„Guðrún Högnadóttir (Laugum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðrún Högnadótttir''' frá Búastöðum, húsfreyja að Laugum í Hrunamannahreppi, síðar á Fossá í Kjós fæddist 16. ágúst 1808 á Árgilsstöðum í Hvolhreppi og lést 10. júní 1879. <br> Foreldrar hennar voru sr. Högni Stefánsson, síðar prestur í Eyjum og á Hrepphólum, f. 8. maí 1771, d. 24. september 1837, og kona hans Sigríður Böðvarsdóttir húsfrey...) |
m (Verndaði „Guðrún Högnadóttir (Laugum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 2. mars 2022 kl. 20:37
Guðrún Högnadótttir frá Búastöðum, húsfreyja að Laugum í Hrunamannahreppi, síðar á Fossá í Kjós fæddist 16. ágúst 1808 á Árgilsstöðum í Hvolhreppi og lést 10. júní 1879.
Foreldrar hennar voru sr. Högni Stefánsson, síðar prestur í Eyjum og á Hrepphólum, f. 8. maí 1771, d. 24. september 1837, og kona hans Sigríður Böðvarsdóttir húsfreyja, f. í ágúst 1767, d. 9. desember 1844.
Börn Sigríðar og Högna;
1. Sr. Böðvar Högnason aðstoðarprestur á Hallormsstað, f. 24. júlí 1794, d. 15. apríl 1835 úr holdsveiki, ókv. og barnlaus.
2. Þórunn Högnadóttir húsfreyja í Móakoti á Vatnsleysuströnd, f. 1795, d. 31. janúar 1840, kona Guðmundar Guðmundssonar.
3. Stefán Högnason, f. 1799, d. úr holdsveiki 29. júní 1836, ókv. og barnlaus.
4. Hólmfríður Högnadóttir, f. 3. september 1801, d. 8. júní 1845, óg. og barnlaus.
5. Sr. Jón Högnason prestur á Hrepphólum, f. 23. mars 1807, d. 23. júní 1879, kvæntur Kristínu Jónsdóttur húsfreyju frá Reykjadal.
6. Guðrún Högnadótttir húsfreyja að Laugum í Hrunamannahreppi, f. 16. ágúst 1808 á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, síðar í sambúð á Fossá í Klosarhreppi, d. 10. júní 1879.
Guðrún var með foreldrum sínum í æsku, á Árgilsstöðum, á Búastöðum og Hrepphólum í Hrunamannahreppi, Árn., var enn með þeim 1835, og 1840 hjá sr. Jóni bróður sínum þar með Sigríði móður sinni.
Þau Snorri á Laugum giftu sig 1845, eignuðust ekki börn saman, en Snorri átti börn frá fyrra hjónabandi og þau eignuðust fórsturbarn.
Snorri lést 1857.
Guðrún var í sambúð með Matthíasi á Fossá í Kjós, en Matthías kvongaðist og Guðrún var þar ekkja og vinnukona 1870.
Hún lést 1879.
I. Maður Guðrúnar, (7. júní 1845), var Snorri Sveinbjörnsson bóndi á Laugum í Hrunamannahreppi, f. 27. nóvember 1800 á Kaldbak þar, d. 4. júlí 1857 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Jónsson bóndi, hreppstjóri, f. 1749, d. 8. janúar 1801, og kona hans Valgerður Snorradóttir húsfreyja, f. 1762, d. 4. desember 1831.
Þau voru barnlaus saman.
Barn Snorra hjá þeim 1845:
1. Sveinbjörn Snorrason bóndi á Oddagörðum í Laugardælasókn, f. 11. ágúst 1820, d. 15. júní 1903. Kona hans Guðrún Jónsdóttir.
II. Sambúðarmaður Guðrúnar var Matthías Eyjólfsson vinnumaður á Laugum, síðan bóndi á Fossá í Kjósarhreppi, f. 25. febrúar 1831, d. 4. apríl 1918. Foreldrar hans voru Eyjólfur Jónsson, f. 6. nóvember 1798, d. 28. október 1881, og kona hans Guðrún Felixdóttir húsfreyja, f. 21. október 1800, d. 8. mars 1860.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.