„Ósk Alfreðsdóttir (Vesturhúsum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Bjarnfríður ''Ósk'' Alfreðsdóttir''' frá Vesturhúsum, húsfreyja, verslunarmaður fæddist 23. desember 1940.<br> Foreldrar hennar voru Alfreð Washington Þórðarson...) |
m (Verndaði „Ósk Alfreðsdóttir (Veturhúsum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 24. maí 2021 kl. 15:22
Bjarnfríður Ósk Alfreðsdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, verslunarmaður fæddist 23. desember 1940.
Foreldrar hennar voru Alfreð Washington Þórðarson verkamaður, tónlistarmaður, f. 21. október 1912 í Reykjavík, d. 2. janúar 1994, og sambúðarkona hans Jónína Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1914 í A.-Landeyjum, d. 20. ágúst 1962.
Börn Jónínu og Alfreðs:
1. Bjarnfríður Ósk verzlunarmaður í Hafnarfirði, f. 23. desember 1940.
2. Alfreð Óskar húsasmíðameistari í Eyjum, f. 21. júlí 1942.
3. Árný Freyja húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 31. desember 1943, d. 20. janúar 2020.
4. Ármann Þráinn starfsmaður í Straumsvík, f. 31. desember 1943.
5. Jónína Steinunn í Hafnarfirði, ritari, f. 1. apríl 1945.
Börn Alfreðs:
6. Þorsteinn Þórir Alfreðsson lögreglufulltrúi, f. 30. júlí 1931, d. 11. mars 1998.
7. Sveinbjörn (Alfreðsson) Benediktsson starfsmaður í Álverinu, f. 1. janúar 1933, d. 2. febrúar 1997. Hann varð kjörsonur Benedikts Guðjónssonar.
Ósk var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við fiskiðnað og afgreiðslustörf.
Í Hafnarfirðir vann Ósk við fiskiðnað og síðan vann hún hjá Fjarðarkaupum í 27 ár.
Þau Guðmann giftu sig 1960, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Landamótum við Vesturveg 3A 1960, keyptu neðri hæðina á Vestari-Vesturhúsum um 1962, bjuggu þar uns þau fluttu í Hafnarfjörð 1968, bjuggu á Laufvangi 12.
Guðmann lést 2006. Ósk býr við Sólvangsveg 3 í Hafnarfirði.
I. Maður Óskar, (5. júní 1960), var Guðmann Skæringsson frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, smiður, f. 29. nóvember 1925, d. 13. mars 2006.
Börn þeirra:
1. Jóna Birna Guðmannsdóttir ritari, f. 8. júní 1957. Maður hennar Sveinn Gunnarsson.
2. Inga Kristín Guðmannsdóttir leikskólakennari, f. 29. mars 1960. Maður hennar Kristinn Þór Ásgeirsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 21. mars 2006. Minning Guðmanns.
- Ósk.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.