„Sigríður J. Halldórsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigríður Jakobína Halldórsdóttir''' húsfreyja í Reykjavík fæddist 3. október 1921 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum og lést 30. október 1977. <br> Foreldrar hennar voru [...)
 
m (Verndaði „Sigríður J. Halldórsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 19. maí 2021 kl. 16:51

Sigríður Jakobína Halldórsdóttir húsfreyja í Reykjavík fæddist 3. október 1921 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum og lést 30. október 1977.
Foreldrar hennar voru Halldór Jón Einarsson frá Rauðafelli u. Eyjuafjöllum, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 27. febrúar 1894, d. 11. október 1972, og kona hans Elín Sigurðardóttir frá Rauðafelli, húsfreyja, f. 11. maí 1899, d. 7. maí 1966.

Börn Elínar og Halldórs Jóns:
1. Sigríður Jakobína Halldórsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 3. október 1921 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 30. október 1977. Maður hennar Ingibergur Sæmundsson.
2. Einar Halldórsson skrifstofustjóri, trillukarl, landsliðsmaður í knattspyrnu, f. 2. júní 1923, d. 7. júní 2007. Kona hans Sigrún Þuríður Bjarnadóttir
3. Guðrún Súsanna Halldórsdóttir (Sunna) húsfreyja, sölustjóri, skrifstofumaður, f. 19. maí 1929, d. 6. júlí 2009. Fyrri maður hennar Jón Atli Jónsson. Síðari maður hennar Haukur Benediktsson Gröndal.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Eyja 1921 og var hjá þeim 1942, fór til Lands 1943.
Þau Ingibergur giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Melgerði 9 og Hrauntungu 27 í Kópavogi.
Sigríður lést 1977. Ingibergur bjó síðast í Safamýri 35 í Reykjavík. Hann lést 1994.

I. Maður Sigríðar var Ingibergur Sæmundsson lögregluþjónn, síðar garðyrkjubóndi á Dalbrún í Biskupstungum, f. 20. júní 1920 á Eiríksbakka í Biskupstungum, d. 27. maí 1994. Foreldrar hans voru Sæmundur Jónsson bóndi á Eiríksbakka, f. 11. maí 1976, d. 2. júní 1926, og kona hans Arnleif Lýðsdóttir húsfreyja, f. 10. ágúst 1877, d. 2. maí 1960.
Börn þeirra:
1. Elín Dóra Ingibergsdóttir húsfreyja í Reykjavík og garðyrkjukona í Reykholti í Biskupstungum, f. 22. apríl 1943. Maður hennar Haraldur L. Haraldsson.
2. Örn Sævar Ingibergsson flugvirki, flugvélstjóri, f. 31. mars 1947. Kona hans Guðlaug Óskarsdóttir.
3. Jón Kristinn Ingibergsson yfirmaður hjá AGA Gas í Vejle í Danmörku, f. 26. apríl 1958. Fyrrum kona hans Guðrún Snorradóttir. Fyrrum sambúðarkona Sonja Christiansen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.