„Jóhann Bjarnason (Hoffelli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jóhann Bjarnason''' frá Hoffelli, sjómaður, vélstjóri, hafnarvörður fæddist þar 16. október 1913 og lést 6. febrúar 1994.<br> Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnaso...)
 
m (Verndaði „Jóhann Bjarnason (Hoffelli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 10. maí 2021 kl. 15:21

Jóhann Bjarnason frá Hoffelli, sjómaður, vélstjóri, hafnarvörður fæddist þar 16. október 1913 og lést 6. febrúar 1994.
Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason formaður á Hoffelli, f. 18. maí 1885, drukknaði við Eiðið 16. desember 1924, og kona hans Jónína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. september 1892 á Parti í Húsavík í N-Múl., dáin 27. desember 1988.

Börn Jónínu og Bjarna:
1. Jóhann Bjarnason hafnarvörður, f. 16. október 1913, d. 6. febrúar 1994, kvæntur Oddnýju Bjarnadóttur forstöðukonu barnaheimilisins að Sóla, f. 23. apríl 1914, d. 29. september 2000.
2. Bjarni Bjarnason hárskeri, f. 12. maí 1916, d. 26. desember 1998, kvæntur Kristínu Einarsdóttur húsfreyju, f. 29. apríl 1914, d. 7. febrúar 1995.
3. Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja og sjúkranuddari, f. 6. janúar 1921, d. 25. júní 1990, gift Eðvaldi Hinrikssyni Mikson íþróttaþjálfara og nuddara, f. 12. júlí 1911, d. 27. desember 1993.
4. Andvana stúlka, f. 6. janúar 1921, tvíburi móti Sigríði.
Barn Jónínu og síðari manns hennar Þórarins Ólasonar:
5. Óli Sigurður Þórarinsson lærður hárskeri, verkamaður, starfsmaður Flugfélagsins, f. 31. maí 1931, d. 19. júní 1989, kvæntur, (skildu), Gyðu Steingrímsdóttur húsfreyju frá Höfðakoti á Skaga í A-Hún., f. 6. júní 1935, d. 4. janúar 2011.

Jóhann var með foreldrum sínum fyrstu ellefu ár ævinnar, en þá drukknaði faðir hans.
Hann nam vélstjórn og stundaði sjómennsku, var m.a. á vb. Skaftfellingi í siglingum á England á stríðsárunum. Eftir 30 ára sjómennsku gerðist Jóhann starfsmaður í Vélsmiðjunni Magna og varð síðar hafnarvörður um árabil.
Þau Oddný giftu sig 1937, eignuðust eitt kjörbarn. Þau bjuggu í fyrstu á Reyni við Bárustíg 5, byggðu húsið við Ásavegi 8 og bjuggu þar uns þau fluttu í Hraunbúðir 1993.
Jóhann lést 1994 og Oddný 2000.

I. Kona Jóhanns, (6. nóvember 1937), var Oddný Guðný Bjarnadóttir frá Fáskrúðsfirði, húsfreyja, forstöðukona, f. 23. apríl 1914, d. 29. september 2000.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Hanna Mallý Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1946, d. 12. desember 2008. Fyrrum maður hennar Mikael Magnússon.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 27. febrúar 1994. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.