„Jón Karl Sæmundsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jón Karl Sæmundsson''' frá Gimli, ljósmyndari fæddist 18. september 1921 í Valhöll og lést 30. júní 1993.<br> Foreldrar hans voru Sæmundur Jónsson (Jómsborg)...) |
m (Verndaði „Jón Karl Sæmundsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 5. maí 2021 kl. 12:13
Jón Karl Sæmundsson frá Gimli, ljósmyndari fæddist
18. september 1921 í Valhöll og lést 30. júní 1993.
Foreldrar hans voru Sæmundur Jónsson útgerðarmaður frá Jómsborg, f. 2. apríl 1888, d. 31. mars 1968, og kona hans Guðbjörg Jónína Gísladóttir húsfreyja frá Hlíðarhúsi, f. 25. ágúst 1880, d. 29. nóvember 1969,
Börn Guðbjargar og fyrri manns hennar Aage Petersen:
1. Ásdís Elísabet Petersen húsfreyja, f. 19. desember 1902, d. 6. desember 1984. Maður hennar var Baldur Teitsson.
2. Ágústa Hansína Petersen Forberg húsfreyja, f. 4. janúar 1905, d. 27. október 1987. Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Ólafur Magnússon, lést 1930. Síðari maður Ágústu var Bjarni Forberg.
3. Gísli Friðrik Petersen læknir, prófessor, f. 21. febr. 1906, d. 18. júlí 1992. Kona hans var Sigríður G. Brynjólfsdóttir.
4. Ágúst Ferdinand Petersen listmálari, f. 20. desember 1908, d. 7. nóvember 1990. Kona hans var Guðný Guðmundsdóttir.
Barn Guðbjargar og síðari manns hennar Sæmundar Jónssonar var
5. Jón Karl Sæmundsson ljósmyndari í Reykjavík, f. 18. september 1921, d. 30. júní 1993. Kona hans var Sigurlína Árnadóttir.
Fósturbarn Guðbjargar og Sæmundar var
6. Ólafur Ólafsson lyfjafræðingur, lyfsali, f. 29. mars 1928 í Eyjum, d. 14. febrúar 1984. Kona hans Erna Hermannsdóttir.
Jón var með foreldrum sínum, í Valhöll og á Gimli.
Hann var tvo vetur í Gagnfræðaskólanum, lærði ljósmyndun hjá Kjartani Guðmundssyni og var við framhaldsnám í Bandaríkjunum.
Hann vann um skeið hjá Ólafi Magnússyni ljósmyndara í Reykjavík, rak síðan ljósmyndastofu í Tjarnargötu 10b í mörg ár.
Jón eignaðist barn með Sigríði Bjarnadóttur 1941.
Þau Sigurlína eignuðust fjögur börn.
I. Barnsmóðir Jóns Karls var Sigríður Bjarnadóttir frá Hoffelli, húsfreyja, sjúkranuddari, f. 6. janúar 1921, d. 25. júní 1990.
Barn þeirra:
Bjarni Þórarinn Jónsson vaktmaður, f. 8. nóvember 1941, d. 28. júlí 2016.
II. Kona Jóns Karls er Sigurlína Helga Rósa Árnadóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1932. Foreldrar hennar voru Árni Sigurðsson, f. 24. september 1908, d. 6. janúar 1988, og Ólafía Kristjánsdóttir, f. 6. september 1917, d. 28. mars 1987.
Börn þeirra:
1. Helga Jónsdóttir, f. 21. mars 1955.
2. Sæmundur Gunnar Jónsson, f. 4. nóvember 1956.
3. Árni Ólafur Jónsson, f. 27. júlí 1959.
4. Sighvatur Hreiðar Jónsson, f. 22. apríl 1967.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.