„Arndís Pálsdóttir (Herðubreið)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Arndís Pálsdóttir''' húsfreyja, fiskiðnaðarkona fæddist 29. september 1938 á Herðubreið við Heimagötu 28 og lést 20. apríl 2009.<br> Foreldrar henn...)
 
m (Verndaði „Arndís Pálsdóttir (Herðubreið)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 22. mars 2021 kl. 13:17

Arndís Pálsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona fæddist 29. september 1938 á Herðubreið við Heimagötu 28 og lést 20. apríl 2009.
Foreldrar hennar voru Páll Þorbjörnsson skipstjóri, kaupfélagsstjóri, alþingismaður, forstjóri, kaupmaður, f. 7. október 1906, d. 20. febrúar 1975, og kona hans Bjarnheiður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1919, d. 10. ágúst 1976.

Börn Bjarnheiðar og Páls:
1. Guðrún Pálsdóttir sjúkraliði, f. 23. september 1933 á Brekku, d. 25. ágúst 2013. Maður hennar Þröstur Sigtryggsson, látinn.
2. Hrafn Pálsson sjómaður stýrimaður, f. 10. mars 1935 í Þingholti, d. 22. maí 1986. Barnsmóðir hans Fanney Sigurbjörg Jóhannsdóttir. Kona hans Johanna Nielsen.
3. Guðbjörg Pálsdóttir sjúkraliði, f. 20. júlí 1937 á Herðubreið. Fyrrum maður hennar Sturla Friðrik Þorgeirsson, látinn.
4. Arndís Pálsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1938 á Herðubreið, d. 20. apríl 2009. Maður hennar Georg Stanley Aðalsteinsson, látinn.
5. Þorbjörn Þórðarson Pálsson framkvæmdastjóri, fasteignasali, f. 3. maí 1951.

Arndís var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Georg hófu búskap, eignuðust tvö börn. Þau giftu sig 1964, bjuggu á Ólafsvöllum við Strandveg 61, Höfðahúsi við Vesturveg 8, Heiðarvegi 11 við Gos 1973, síðar Heiðarvegi 44 og síðast á Áshamri 3a.
Arndís lést 2009 og Georg 2021.

I. Maður Arndísar, (31. desember 1964), var Georg Stanley Aðalsteinsson skipstjóri, f. 1. desember 1936 í Reykjavík, d. 26. febrúar 2021.
Börn þeirra:
1. Páll Arnar Georgsson vélstjóri, f. 4. mars 1958. Fyrrum kona hans Guðrún Jóna Reynisdóttir.
2. Helgi Heiðar Georgsson skipstjóri, útgerðarmaður, deildarstjóri í Framhaldsskóla A-Skaft., f. 8. mars 1959. Fyrrum kona hans Guðrún Magnea Teitsdóttir. Kona hans Erla Oddsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.