Páll Arnar Georgsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Páll Arnar Georgsson.

Páll Arnar Georgsson vélstjóri fæddist 4. mars 1958 og lést 12. febrúar 2012 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Georg Stanley Aðalsteinsson sjómaður, skipstjóri, f. 1. desember 1936 í Reykjavík, d. 26. febrúar 2021, og kona hans Arndís Pálsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 29. september 1938, d. 20. apríl 2009.

Barn Georgs fyrir hjónaband:
1. Páll Tómasson Georgsson arkitekt á Akureyri, f. 4. júní 1956 í Reykjavík. Kona hans Sigríður Agnarsdóttir.

Börn Arndísar og Georgs:
2. Páll Arnar Georgsson vélstjóri, f. 4. mars 1958, d. 12. febrúar 2012. Fyrrum kona hans Guðrún Jóna Reynisdóttir.
3. Helgi Heiðar Georgsson skipstjóri, útgerðarmaður, deildarstjóri í Framhaldsskóla A-Skaft., f. 8. mars 1959. Fyrrum kona hans Guðrún Magnea Teitsdóttir. Fyrrum kona hans Erla Oddsdóttir. Kona hans Lulu Zie.

Páll stundaði nám í Vélskólanum í Eyjum og lauk prófi í vélstjórn.
Hann var sjómaður og vélstjóri hjá föður sínum og Helga Heiðari bróður sínum og fleiri. Síðustu áratugina starfaði hann í FES.
Páll vann fyrir Björgunarfélagið, var trúnaðarmaður hjá Verkalýðsfélaginu Drífanda.
Þau Guðrún Jóna giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Búðarfelli við Skólaveg 8, en skildu.
Páll lést 2012.

I. Kona Páls, skildu, er Guðrún Jóna Reynisdóttir húsfreyja, f. 22. nóvember 1960.
Börn þeirra:
1. Reynir Halldórsson Pálsson sjómaður, stýrimaður, f. 24. september 1978. Fyrrum kona hans Jónína Gísladóttir.
2. Arndís Pálsdóttir bókari, fjármálastjóri, f. 18. mars 1982. Maður hennar Hörður Pálsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.