Páll Arnar Georgsson
Páll Arnar Georgsson vélstjóri fæddist 4. mars 1958 og lést 12. febrúar 2012 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Georg Stanley Aðalsteinsson sjómaður, skipstjóri, f. 1. desember 1936 í Reykjavík, d. 26. febrúar 2021, og kona hans Arndís Pálsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 29. september 1938, d. 20. apríl 2009.
Barn Georgs fyrir hjónaband:
1. Páll Tómasson Georgsson arkitekt á Akureyri, f. 4. júní 1956 í Reykjavík. Kona hans Sigríður Agnarsdóttir.
Börn Arndísar og Georgs:
2. Páll Arnar Georgsson vélstjóri, f. 4. mars 1958, d. 12. febrúar 2012. Fyrrum kona hans Guðrún Jóna Reynisdóttir.
3. Helgi Heiðar Georgsson skipstjóri, útgerðarmaður, deildarstjóri í Framhaldsskóla A-Skaft., f. 8. mars 1959. Fyrrum kona hans Guðrún Magnea Teitsdóttir. Fyrrum kona hans Erla Oddsdóttir. Kona hans Lulu Zie.
Páll stundaði nám í Vélskólanum í Eyjum og lauk prófi í vélstjórn.
Hann var sjómaður og vélstjóri hjá föður sínum og Helga Heiðari bróður sínum og fleiri. Síðustu áratugina starfaði hann í FES.
Páll vann fyrir Björgunarfélagið, var trúnaðarmaður hjá Verkalýðsfélaginu Drífanda.
Þau Guðrún Jóna giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Búðarfelli við Skólaveg 8, en skildu.
Páll lést 2012.
I. Kona Páls, skildu, er Guðrún Jóna Reynisdóttir húsfreyja, f. 22. nóvember 1960.
Börn þeirra:
1. Reynir Halldórsson Pálsson sjómaður, stýrimaður, f. 24. september 1978. Fyrrum kona hans Jónína Gísladóttir.
2. Arndís Pálsdóttir bókari, fjármálastjóri, f. 18. mars 1982. Maður hennar Hörður Pálsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók
- Morgunblaðið 22. febrúar 2012. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.