„Bergur Heiðmar Vilhjálmsson“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Bergur Heiðmar Vilhjálmsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 22: | Lína 22: | ||
*Íslendingabók.is. | *Íslendingabók.is. | ||
*Morgunblaðið 29. maí 2017. Minning. | *Morgunblaðið 29. maí 2017. Minning. | ||
*Prestþjónustubækur. }} | *Prestþjónustubækur. }} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | {{Æviskrár Víglundar Þórs}} |
Núverandi breyting frá og með 18. janúar 2021 kl. 19:25
Bergur Heiðmar Vilhjálmsson frá Heiði á Langanesi, múrari fæddist þar 12. júní 1933 og lést 22. maí 2017.
Foreldrar hans voru Vilhjálmur Björgvin Guðmundsson, skáld og kaupmaður frá Skáholti í Reykjavík, f. þar 29. desember 1907, d. 4. ágúst 1963, og Valgerður Margrét Lárusdóttir frá Heiði, húsfreyja, verkakona á Þórshöfn, f. 25. ágúst 1907, d. 31. mars 1993.
Fósturfaðir Bergs var Snorri Hafsteinn Bergsson verkamaður á Þórshöfn, f. 18. ágúst 1911, d. 18. maí 1994.
Bergur ólst upp á Heiði og Þórshöfn á Langanesi.
Hann lauk námi í múrverki í Kópavogi 1977. Meistari hans var Gísli Hafliðason.
Bergur flutti ungur til Eyja, var sjómaður, fiskiðnaðarmaður og vann við múrverk starfsævi sína.
Hann var heiðraður á Sjómannadaginn fyrir björgunarstörf. Hann bjargaði barni úr Vilpu.
Þau Kristbjörg giftu sig 1960, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Kirkjubóli, byggðu húsið við Landagötu 31 og bjuggu þar til goss 1973.
Þau keyptu fokhelt hús við Melaheiði 15 í Kópavogi, innréttuðu og bjuggu þar frá 1974, uns þau fluttu á Hrafnistu í Kópavogi og dvöldu þar síðast.
Bergur lést 2017 og Kristbjörg 2018.
I. Kona Bergs, (6. júní 1960), var Kristbjörg Guðrún Kristjánsdóttir frá Kirkjubóli, húsfreyja, verslunarmaður, talsímakona, f. 31. október 1931 á Þingvöllum, d. 15. mars 2018 á Hrafnistu í Kópavogi.
Börn þeirra:
1. Grétar Þór Bergsson vélvirkjameistari, sölumaður, f. 30. janúar 1960, ókvæntur.
2. Þórir Bergsson viðskiptafræðikennari, íþróttakennari í Kópavogi, f. 6. desember 1963, ókvæntur.
3. Kristín Bergsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 6. september 1970. Sambúðarmaður Einar Baldvin Pálsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 29. maí 2017. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.