„Halldóra V. Reyndal (Tungu)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Halldóra Valdimarsdóttir Reyndal''' í Tungu, húsfreyja fæddist 9. september 1903 í Bolungarvík og lést 12. júní 1942.<br> Foreldrar hennar voru Valdimar Samúel...)
 
m (Verndaði „Halldóra Valdimarsdóttir (Tungu)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 14. desember 2020 kl. 11:22

Halldóra Valdimarsdóttir Reyndal í Tungu, húsfreyja fæddist 9. september 1903 í Bolungarvík og lést 12. júní 1942.
Foreldrar hennar voru Valdimar Samúelsson frá Miðdalsgröf á Ströndum, þá lausamaður á Grundum í Bolungarvík, f. 28. maí 1882, d. 20. nóvember 1961, og kona hans Hávarðína Hávarðardóttir frá Grundarhóli í Bolungarvík, húsfreyja, f. 5. mars 1876, d. 25. október 1906.
Kjörforeldrar Halldóru voru Halldóra Guðmunda Kristjánsdóttir Reyndal, áður Sörensen, f. 26. ágúst 1877, d. í mars 1922, húsfreyja og Jóhann Pétur Reyndal, áður Johan Peter Sörensen frá Árósum í Danmörku, bakarameistari, f. 4. júní 1878, d. 8. september 1971.

Halldóra var með foreldrum sínum í fyrstu, en móðir hennar lést, er Halldóra var á fjórða árinu.
Hún varð kjörbarn Halldóru og Jóhanns og flutti með þeim til Eyja 1912, bjó með þeim í Tungu, fluttist með þeim til Danmerkur 1921. Hún flutti frá Kaupmannahöfn til Eyja 1924 og þau Magnús giftu sig á árinu, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Tungu.
Hún lést 1942 og Magnús 1961.

I. Maður Halldóru, (9. september 1924), var Magnús Bergsson bakarameistari, f. 2. október 1898, d. 9. desember 1961.
Börn þeirra:
1. Dóra Hanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1925, d. 30. júní 2013. Maður hennar Sigmundur Andrésson.
2. Bergur Magnússon, f. 30. september 1927, d. 3. júlí 1942.
3. Þóra Magnúsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 13. apríl 1930. Maður hennar Kristinn Pálsson, látinn.
4. Júlíus Gísli Magnússon útgerðarmaður, f. 7. júlí 1938, d. 28. október 1968. Kona hans Þórunn Gunnarsdóttir.
5. Halldór Sigurður Magnússon bankastarfsmaður, fulltrúi, f. 30. apríl 1942. Kona hans Kristín Bjarnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.