„Guðbjörg Árnadóttir (Vilborgarstöðum)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 9: | Lína 9: | ||
Á manntali 1901 var sama ástand. Hún var þá 66 ára. Kristján var hjá henni og leigjandinn [[Ögmundur Jónsson (Löndum)|Ögmundur Jónsson]] 64 ára. Á manntali 1910 var hún búandi á [[Hlíðarendi|Hlíðarenda]], ein, og vann fyrir sér með ullar- og prjónavinnu. Svo var enn 1920. <br> | Á manntali 1901 var sama ástand. Hún var þá 66 ára. Kristján var hjá henni og leigjandinn [[Ögmundur Jónsson (Löndum)|Ögmundur Jónsson]] 64 ára. Á manntali 1910 var hún búandi á [[Hlíðarendi|Hlíðarenda]], ein, og vann fyrir sér með ullar- og prjónavinnu. Svo var enn 1920. <br> | ||
Guðbjörg var tvígift:<br> | Guðbjörg var tvígift:<br> | ||
I. Fyrri maður | I. Fyrri maður Guðbjargar, (9. október 1863), var [[Bergur Magnússon (Vilborgarstöðum)|Bergur Magnússon]] sjómaður, f. 1837, d. 23. ágúst 1866, hrapaði til bana í [[Dufþekja|Dufþekju]].<br> | ||
Barn þeirra var <br> | Barn þeirra var <br> | ||
1. Sigurður Bergsson, f. 16. júní 1865, d. 20. maí 1874 „úr innvortis meinsemdum“.<br> | 1. Sigurður Bergsson, f. 16. júní 1865, d. 20. maí 1874 „úr innvortis meinsemdum“.<br> |
Núverandi breyting frá og með 16. nóvember 2020 kl. 16:57
Guðbjörg Árnadóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 6. október 1835 og lést 1. nóvember 1928.
Foreldrar hennar voru Árni Pálsson bóndi í Rimakoti í A-Landeyjum, f. 1803 og k.h. Ingveldur Ormsdóttir, f. 1806.
Framætt Guðbjargar og ættbogi í Eyjum er á síðu Bjargar Árnadóttur á Vilborgarstöðum.
Guðbjörg var með foreldrum sínum í Rimakoti 1840, hjá föður sínum og stjúpu þar 1845 og 1850.
Hún fluttist til Eyja 1855, var þá vinnukona hjá Björgu systur sinni, ekkju á Vilborgarstöðum. Á árinu 1860 var hún hjá þeim hjónum Björgu og Sighvati síðari manni hennar.
Hún var ekkja þar hjá Árna bróður sínum 1870 með engan vissan atvinnuveg. Barnið Sigurður Bergsson sonur hennar 5 ára var hjá henni. Hann lést 1874.
Við manntal 1890 var hún húsmóðir og ekkja á Vilborgarstöðum, 55 ára, og með henni var stjúpsonur hennar Kristján Sæmundsson 15 ára.
Á manntali 1901 var sama ástand. Hún var þá 66 ára. Kristján var hjá henni og leigjandinn Ögmundur Jónsson 64 ára. Á manntali 1910 var hún búandi á Hlíðarenda, ein, og vann fyrir sér með ullar- og prjónavinnu. Svo var enn 1920.
Guðbjörg var tvígift:
I. Fyrri maður Guðbjargar, (9. október 1863), var Bergur Magnússon sjómaður, f. 1837, d. 23. ágúst 1866, hrapaði til bana í Dufþekju.
Barn þeirra var
1. Sigurður Bergsson, f. 16. júní 1865, d. 20. maí 1874 „úr innvortis meinsemdum“.
II. Barnsfaðir Guðbjargar milli eiginmanna var Jón Ólafsson á Svaðbæli u. Eyjafjöllum.
Barn þeirra var
2. Friðrik Jónsson, f. 10. desember 1876, d. 15. desember 1876 úr „krampa“, líklega ginklofi.
III. Síðari maður hennar (1876) var Sæmundur Guðmundsson húsmaður á Vilborgarstöðum, f. 1837, d. 18. október 1890.
Þau voru barnlaus, en stjúpsonur Guðbjargar 1890 var
3. Kristján Sæmundsson, f. 20. mars 1875, d. 18. febrúar 1933 í Selkirk í Kanada.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.