„Jóhann Eysteinsson (Eskihlíð)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Eysteinn Jóhann Eysteinsson''' í Eskihlíð við Skólaveg 36, verkamaður, sjómaður fæddist 23. febrúar 1907 í Tjarnarkoti í A-Landeyjum og lést 21. febr...) |
m (Verndaði „Jóhann Eysteinsson (Eskihlíð)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 27. október 2020 kl. 20:33
Eysteinn Jóhann Eysteinsson í Eskihlíð við Skólaveg 36, verkamaður, sjómaður fæddist 23. febrúar 1907 í Tjarnarkoti í A-Landeyjum og lést 21. febrúar 1998.
Foreldrar hans voru Eysteinn Gunnarsson frá Kraga á Rangárvöllum, bóndi í Tjarnarkoti og í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, f. 14. júlí 1874, d. 23. nóvember 1958, og kona hans Elín Jóhannsdóttir frá Tjarnarkoti, f. 1. september 1875, d. 11. október 1956.
Systir Elínar húsfreyju og barnsmóðir Eysteins bónda var
1. Þorgerður Jóhannsdóttir saumakona í Eskihlíð, f. 13. ágúst 1878, síðast á Ránargötu 6 í Reykjavík, d. 3. apríl 1952.
Jóhann var með foreldrum sínum í æsku og enn í Stóru-Hildisey 1935, en foreldrar hans brugðu búi þar 1936.
Hann var sjómaður lengi, en á efri árum vann hann í Fiskimjölsverksmiðjunni (Gúanó). Þar starfaði hann til 79 ára aldurs.
Þau Sigríður giftu sig 1941, bjuggu í Eskihlíð og síðan meðan báðum entist líf.
Þau eignuðust tvö börn og Sigríður átti eitt barn fyrir samband þeirra.
Sigríður lést 1987 og Jóhann 1998.
I. Kona Jóhanns, (1941), var Sigríður Júnía Júníusdóttir yngri frá Syðra-Seli á Stokkseyri, húsfreyja, f. þar 28. maí 1907, d. 7. maí 1987.
Börn þeirra:
1. Selma Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1942 á Skólavegi 36. Maður hennar Gunnar Jónsson.
2. Elín Bjarney Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1944 á Skólavegi 36. Maður hennar Svavar Sigurmundsson.
Barn Sigríðar Júníu:
3. Sigrún Júnía Einarsdóttir húsfreyja, kennari, f. 25. febrúar 1938. Maður hennar Ástráður Helgfell Magnússon.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.