„Sveinn Magnússon (Múla)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 24: Lína 24:
1. [[Steinn Sveinsson (Múla)|Steinn Sveinsson]] í Hafnarfirði, framkvæmdastjóri,  f. 12. júlí 1946. Kona hans er Ólína Margrét Jónsdóttir.<br>
1. [[Steinn Sveinsson (Múla)|Steinn Sveinsson]] í Hafnarfirði, framkvæmdastjóri,  f. 12. júlí 1946. Kona hans er Ólína Margrét Jónsdóttir.<br>
2. [[Magnús Sveinsson]] kaupmaður, umboðsmaður, [[Fjólugata|Fjólugötu 9]], f. 2. mars 1948. Kona hans er [[Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir]]. <br>
2. [[Magnús Sveinsson]] kaupmaður, umboðsmaður, [[Fjólugata|Fjólugötu 9]], f. 2. mars 1948. Kona hans er [[Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir]]. <br>
3. [[Sigurður Þór Sveinsson]] verslunarmaður, [[Sólheimatunga|Sóheimatungu, Brekastíg 14]], f. 23. mars 1951. Kona hans er  [[Sigríður Þórðardóttir (Sólheimatungu)|Sigríður Þórðardóttir]]. Fyrri kona hans var [[Ólafía Halldórsdóttir]], látin. <br>  
3. [[Sigurður Þór Sveinsson]] verslunarmaður, [[Sólheimatunga|Sóheimatungu, Brekastíg 14]], f. 23. mars 1951. Kona hans er  [[Sigríður Þórðardóttir (Engidal)|Sigríður Þórðardóttir]]. Fyrri kona hans var [[Ólafía Guðrún Halldórsdóttir Halldórsdóttir]], látin. <br>  
4.  [[Birgir Sveinsson (kaupmaður)|Birgir Sveinsson]] kaupmaður, umboðsmaður, [[Bakkaeyri|Bakkaeyri, Skólavegi 26]], f. 30. janúar 1960. Kona hans er  [[Ólöf  Jóhannsdóttur]]. Fyrri kona hans er [[Ásdís Erla Ólafsdóttir]].  
4.  [[Birgir Sveinsson (kaupmaður)|Birgir Sveinsson]] kaupmaður, umboðsmaður, [[Bakkaeyri|Bakkaeyri, Skólavegi 26]], f. 30. janúar 1960. Kona hans er  [[Ólöf  Jóhannsdóttur]]. Fyrri kona hans er [[Ásdís Erla Ólafsdóttir]].  



Útgáfa síðunnar 28. september 2020 kl. 19:56

Sveinn Hróbjartur Magnússon.

Sveinn Hróbjartur Magnússon frá Litla-Bergholti vélstjóri, trésmiður, lögregluþjónn, kennari fæddist þar 22. júlí 1921 í Bergholti og lést 26. september 2008 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Magnús Magnússon frá Búðarhóls-Norðurhjáleigu í A-Landeyjum, (nú Lækjarhvammur), bóndi, trésmiður og garðyrkjumaður í Bergholti, á Lyngbergi og síðast í Hljómskálanum, f. 4. febrúar 1881, d. 30. apríl 1974, og kona hans Sigríður Hróbjartsdóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 4. apríl 1882, d. 15. apríl 1953.
Börn Sigríðar og Magnúsar voru:
1. Guðrún Magnúsína Magnúsdóttir, f. 28. apríl 1907, d. 12. október 1907.
2. Magnús Axel Magnússon, f. 7. október 1908, d. 14. júní 1912.
3. Guðríður Amalía Magnúsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1908, d. 12. maí 1986.
4. Bergþóra Magnúsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 10. maí 1910, d. 5. desember 1997.
5. Gróa Tómasína Magnúsdóttir öryrki, f. 23. maí 1914, d. 23. júní 1953.
6. Sveinn Hróbjartur Magnússon vélstjóri, trésmiður, lögregluþjónn, kennari, f. 22. júlí 1921 í Litla-Bergholti, d. 26. september 2008.
Fósturdóttir hjónanna var
7. Oddný Kristín Lilja Sveinsdóttir húsfreyja, kennari, organisti í Neðri-Hundadal í Dalas., f. 1. júní 1925, d. 11. febrúar 2016.

Sveinn var með foreldrum sínum í æsku, í Litla-Bergholti, Nýja-Bergholti, á Lyngbergi og í Hljómskálanum.
Hann tók hið minna vélstjórapróf í Eyjum 1940, lauk Iðnskóla Vestmannaeyja 1946 og sveinsprófi í húsgagnasmíði.
Hann réri á ýmsum bátum frá 15 ára aldri til 1942, var þjónn í Samkomuhúsinu á lærlingsárum 1942-1946, var síðan dyravörður þar í mörg ár, en vann sjálfstætt við húsgagnasmíði 1946-1955 og 1965-1968.
Sveinn var lögregluþjónn 1955-1965 og smíðakennari við Barnaskólann 1968-1991.
Jafnframt þessu réri hann tíu netavertíðir með Sigurði Sigurjónssyni á Þingeyri sem matsveinn og var nokkrum sinnum kyndari á bv. Helgafelli og 2. vélstjóri á síldar- og vetrarvertíðum.
Þau Sigríður giftu sig 1945, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Múla til ársins 1958, er þau fluttust í Hljómskálann við Hvítingaveg 10, og þar bjuggu þau lengst, en að síðustu á Kleifahrauni 3b.
Sveinn lést 2008. Sigríður býr nú í Hraunbúðum.

I. Kona Sveins, (15. desember 1945), er Sigríður Steinsdóttir frá Múla, húsfreyja, f. 1. mars 1925.
Börn þeirra:
1. Steinn Sveinsson í Hafnarfirði, framkvæmdastjóri, f. 12. júlí 1946. Kona hans er Ólína Margrét Jónsdóttir.
2. Magnús Sveinsson kaupmaður, umboðsmaður, Fjólugötu 9, f. 2. mars 1948. Kona hans er Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir.
3. Sigurður Þór Sveinsson verslunarmaður, Sóheimatungu, Brekastíg 14, f. 23. mars 1951. Kona hans er Sigríður Þórðardóttir. Fyrri kona hans var Ólafía Guðrún Halldórsdóttir Halldórsdóttir, látin.
4. Birgir Sveinsson kaupmaður, umboðsmaður, Bakkaeyri, Skólavegi 26, f. 30. janúar 1960. Kona hans er Ólöf Jóhannsdóttur. Fyrri kona hans er Ásdís Erla Ólafsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 4. október 2008. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.