Sigríður Steinsdóttir (Múla)
Sigríður Steinsdóttir frá Múla, húsfreyja fæddist þar 1. mars 1925 og lést 19. mars 2023.
Foreldrar hennar voru Steinn Ingvarsson frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, bóndi, verkamaður, síðar framfærslufulltrúi, f. 23. október 1892, d. 1. mars 1983, og kona hans Þorgerður Vilhjálmsdóttir frá Múla, húsfreyja, f. 12. ágúst 1903 á Oddsstöðum, d. 29. september 1990.
Börn Þorgerðar og Steins:
1. Sigríður Steinsdóttir húsfreyja, f. 1. mars 1925. Maður hennar var Sveinn Hróbjartur Magnússon sjómaður, smiður, lögreglumaður, handavinnukennari, f. 22. júlí 1921, d. 26. september 2008.
2. Jóna Guðbjörg Steinsdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1928, d. 30. janúar 2019. Maður hennar er Hilmar Guðlaugsson múrari, f. 2. desember 1930.
3. Guðbjörg Þóra Steinsdóttir, f. 20. mars 1931. Maður hennar var Finnbogi Árnason rafvirkjameistari, f. 5. maí 1930, d. 1. nóvember 2019.
4. Guðrún Steinsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1935, d. 7. október 2017. Maður hennar er Jóhann Guðmundur Ólafsson sjómaður, verkstjóri, f. 15. apríl 1935.
Sigríður var með forldrum sínum í æsku. Hún var með þeim á Gunnarshólma 1927, á Múla 1928 og fram að giftingu. Þar bjuggu þau Sveinn við giftingu og til 1958.
Sigríður stundaði afgreiðslustörf og var kaupakona á Geirlandi á Síðu og á Gunnarshólma á Rangárvöllum fyrir giftingu.
Þau Sveinn giftu sig 1945, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Múla til ársins 1958, er þau fluttust í Hljómskálann við Hvítingaveg 10 og þar bjuggu þau lengst, en að síðustu á Kleifahrauni 3b.
Sveinn lést 2008. Sigríður fluttist í Hraunbúðir í janúar 2019.
Hún lést 2023.
I. Maður Sigríðar, (15. desember 1945), var Sveinn Magnússon vélstjóri, trésmiður, lögregluþjónn, kennari, f. 22. júlí 1921 í Litla-Bergholti, d. 26. september 2008.
Börn þeirra:
1. Steinn Sveinsson í Hafnarfirði, framkvæmdastjóri, f. 12. júlí 1946. Kona hans er Ólína Margrét Jónsdóttir.
2. Magnús Sveinsson kaupmaður, umboðsmaður, Fjólugötu 9, f. 2. mars 1948. Kona hans er Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir.
3. Sigurður Þór Sveinsson verslunarmaður, Sóheimatungu, Brekastíg 14, f. 23. mars 1951. Kona hans er Sigríður Þórðardóttir. Fyrri kona hans var Ólafía Guðrún Halldórsdóttir, látin.
4. Birgir Sveinsson kaupmaður, umboðsmaður, Bakkaeyri, Skólavegi 26, f. 30. janúar 1960. Kona hans er Ólöf Jóhannsdóttur. Fyrri kona hans er Ásdís Erla Ólafsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sigríður.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.