„Þórhallur Guðjónsson (Reykjum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Þórhallur Ármann Guðjónsson''' frá Reykjum, verkstjóri fæddist 27. október 1931 á Reykjum.<br> Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson (Reykjum)|Guðjón Jóns...) |
m (Verndaði „Þórhallur Guðjónsson (Reykjum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 8. september 2020 kl. 18:19
Þórhallur Ármann Guðjónsson frá Reykjum, verkstjóri fæddist 27. október 1931 á Reykjum.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson skipstjóri, verkamaður, slátrari, f. 10. febrúar 1892 á Selalæk á Rangárvöllum, d. 14. maí 1967, og kona hans Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1894 í Bakkakoti u. Eyjafjöllum, d. 20. desember 1989.
Börn Bergþóru og Guðjóns:
1. Jón Óskar Guðjónsson, f. 26. júní 1917 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 25. apríl 1940 ú berklum.
2. Guðmundur Guðjónsson rekstrarstjóri í Kópavogi, f. 9. febrúar 1920, d. 5. ágúst 2008. Kona hans Ása Gissurardóttir.
3. Þórhallur Ármann Guðjónsson, f. 8. febrúar 1921 á Eystri-Gjábakka, d. 14. maí 1921.
4. Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. júní 1922 í Ásbyrgi, d. 26. júní 2017.
5. Guðbjörn Guðjónsson vélvirkjameistari, verksmiðjustjóri, f. 14. apríl 1924 í Ásbyrgi, d. 24. apríl 2012.
6. Þorleifur Guðjónsson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júní 1926 á Reykjum, d. 24. nóvember 1974.
7. Magnús Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 24. janúar 1929 á Reykjum.
8. Þórhallur Ármann Guðjónsson verkstjóri, f. 27. október 1931 á Reykjum.
9. Lilja Guðjónsdóttir, f. 10. apríl 1933 á Reykjum, d. 3. janúar 1941.
10. Haukur Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 13. mars 1938 á Reykjum.
Þórhallur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var tvo vetur í Gagnfræðaskólanum, tók síðar vélstjórapróf.
Þórhallur gerðist verkamaður hjá Bænum, varð vinnuvélastjóri hjá Áhaldahúsinu og síðar verkstjóri þar til starfsloka 1990.
Þau Svala giftu sig 1963, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Reykjum í fyrstu, byggðu húsið við Illugagötu 17 og bjuggu þar síðan.
Svala lést 1992.
I. Kona Þórhalls Ármanns, (31. desember 1963), var Svala Ingólfsdóttir frá Neðri-Dal u. V.-Eyjafjöllum, húsfreyja, leikskólastarfsmaður, f. 10. ágúst 1944, d. 11. janúar 1992.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Þórhallsdóttir húsfreyja, sjúkraliði í Hraunbúðum, f. 16. ágúst 1962. Maður hennar Friðrik Sigurðsson.
2. Bergþóra Þórhallsdóttir húsfreyja, kennari, f. 13. febrúar 1964. Fyrrum maður hennar Jón Sveinn Gíslason. Fyrrum maður hennar Sigurgeir Sævaldsson. Maður hennar Baldur Dýrfjörð.
3. Jón Óskar Þórhallsson viðskiptafræðingur, með masterspróf í endurskoðun, bankaútibússtjóri Landsbankans í Eyjum, f. 6. maí 1969. Fyrrum sambýliskona hans María Ruiz Martines. Kona hans Erna Karen Stefánsdóttir.
4. Svandís Þórhallsdóttir húsfreyja, leikskólakennari á Hvolsvelli, f. 13. maí 1972. Fyrrum maður hennar Guðsteinn Hlöðversson. Fyrrum maður hennar Sigurjón Hallvarðsson. Maður hennar Guðmundur Jón Jónsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.