Haukur Guðjónsson (Reykjum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Haukur Guðjónsson frá Reykjum, bifreiðastjóri fæddist 13. mars 1938 á Reykjum.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson skipstjóri, verkamaður, slátrari, f. 10. febrúar 1892 á Selalæk á Rangárvöllum, d. 14. maí 1967, og kona hans Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1894 í Bakkakoti u. Eyjafjöllum, d. 20. desember 1989.
Börn Bergþóru og Guðjóns:
1. Jón Óskar Guðjónsson, f. 26. júní 1917 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 25. apríl 1940 ú berklum.
2. Guðmundur Guðjónsson rekstrarstjóri í Kópavogi, f. 9. febrúar 1920, d. 5. ágúst 2008. Kona hans Ása Gissurardóttir.
3. Þórhallur Ármann Guðjónsson, f. 8. febrúar 1921 á Eystri-Gjábakka, d. 14. maí 1921.
4. Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. júní 1922 í Ásbyrgi, d. 26. júní 2017.
5. Guðbjörn Guðjónsson vélvirkjameistari, verksmiðjustjóri, f. 14. apríl 1924 í Ásbyrgi, d. 24. apríl 2012.
6. Þorleifur Guðjónsson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júní 1926 á Reykjum, d. 24. nóvember 1974.
7. Magnús Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 24. janúar 1929 á Reykjum.
8. Þórhallur Ármann Guðjónsson verkstjóri, f. 27. október 1931 á Reykjum.
9. Lilja Guðjónsdóttir, f. 10. apríl 1933 á Reykjum, d. 3. janúar 1941.
10. Haukur Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 13. mars 1938 á Reykjum.

Haukur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann öðlaðist réttindi til stjórnar vinnuvéla og var tækjamaður hjá Áhaldahúsi Vestmannaeyja. Hann hefur gert út trillu frá 1956. Sú var Uggi, áður eign Ása í Bæ.
Frá 1974 hefur hann verið bifreiðastjóri. Einnig er hann sauðfjárbóndi.
Þau Sigríður Elín giftu sig 1965, hafa ekki eignast börn. Þau byggðu húsið við Illugagötu 31 og hafa búið þar frá 1968.

I. Kona Hauks, (25. september 1965), er Sigríður Elín Guðmundsdóttir frá Stekkum í Sandvíkurhreppi, (nú í Árborg), kennari, húsfreyja, fyrrverandi bankastarfsmaður, f. 27. júní 1938.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.