Guðjón Jónsson (Reykjum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðjón Jónsson


Guðjón frá Reykjum

Guðjón Jónsson, Reykjum, fæddist 10. febrúar 1892 að Selalæk á Rangárvöllum, og lést 14. maí 1967. Árið 1908 kemur Guðjón til Vestmannaeyja og var þá á Fálka hjá Magnúsi í Sjólyst. Síðar var Guðjón sjómaður á ýmsum bátum, meðal annars á Erni hjá Friðriki Svipmundssyni. Formennsku hefur Guðjón árið 1921 á Kóp. Síðar var hann meðal annars formaður á Franz og Gullfossi.

Sonur Guðjóns var Þorleifur Guðjónsson.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Guðjón Jónsson á Reykjum, sjómaður, útgerðarmaður, skipstjóri, slátrari fæddist 10. febrúar 1892 á Selalæk í Oddasókn og lést 14. maí 1967.
Foreldrar hans voru Jón Filippusson (Jón flóki) frá Þórunúpi í Hvolhreppi, þá vinnumaður á Selalæk á Rangárvöllum, kom að Stokkseyri og bjó þar með barnsmóður sinni Guðbjörgu Sigurðardóttur, fór að Holti undir Eyjafjöllum 1900 með Guðjón son þeirra. Jón fæddist 13 júní 1851 og lést 31. ágúst 1923. Móðir Guðjóns var sambúðarkona Jóns, Guðbjörg Sigurðardóttir í Beinateig á Stokkseyri, vinnukona á Selalæk við fæðingu Guðjóns, f. 12. september 1867, d. 20. desember 1933.

Guðjón var með foreldrum sínum á Selalæk og Stokkseyri, en fluttist að Holti með föður sínum 1900, var vinnumaður í Björnskoti þar 1910.
Hann var sjómaður í Eyjum á vegum húsbónda síns 1908, síðan á ýmsum bátum. Hann hóf formennsku 1921 á Kóp, síðar á m.a. á Franz og Gullfossi.
Síðar var Guðjón slátrari í Eyjum.
Þau Bergþóra giftu sig 1917, eignuðust tíu börn, en misstu tvö þeirra, annað á fyrsta ári þess, hitt á áttunda ári. Þau fluttu til Eyja 1920, bjuggu í fyrstu á Eystri Gjábakka, þá í Ásbyrgi. Þau reistu Reyki við Vestmannabraut 54 1924 og bjuggu þar síðan.
Guðjón lést 1967 og Bergþóra 1989.

I. Kona Guðjóns, (9. júní 1917 í Holtssókn), var Bergþóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. október 1894 í Syðra-Bakkakoti u. Eyjafjöllum, d. 20. desember 1989.
Börn þeirra:
1. Jón Óskar Guðjónsson, f. 26. júní 1917 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 25. apríl 1940 ú berklum.
2. Guðmundur Guðjónsson rekstrarstjóri í Kópavogi, f. 9. febrúar 1920, d. 5. ágúst 2008. Kona hans Ása Gissurardóttir.
3. Þórhallur Ármann Guðjónsson, f. 8. febrúar 1921 á Eystri-Gjábakka, d. 14. maí 1921.
4. Jóhanna Guðjónsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. júní 1922 í Ásbyrgi, d. 26. júní 2017.
5. Guðbjörn Guðjónsson vélvirkjameistari, f. 14. apríl 1924 í Ásbyrgi, d. 24. apríl 2012.
6. Þorleifur Guðjónsson skipstjóri, f. 23. júní 1926 á Reykjum, d. 24. nóvember 1974.
7. Magnús Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 24. janúar 1929 á Reykjum.
8. Þórhallur Ármann Guðjónsson verkstjóri, f. 27. október 1931 á Reykjum.
9. Lilja Guðjónsdóttir, f. 10. apríl 1933 á Reykjum, d. 3. janúar 1941.
10. Haukur Guðjónsson bifreiðastjóri, f. 13. mars 1938 á Reykjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.