„Ingveldur Unadóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ingveldur Unadóttir''' frá Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, húsfreyja á Sandfelli fæddist 10. ágúst 1869 og lést 29. desember 1940.<br> Foreldrar hennar voru Uni Ru...) |
m (Verndaði „Ingveldur Unadóttir (Sandfelli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 27. apríl 2020 kl. 19:57
Ingveldur Unadóttir frá Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, húsfreyja á Sandfelli fæddist 10. ágúst 1869 og lést 29. desember 1940.
Foreldrar hennar voru Uni Runólfsson frá Skagnesi í Mýrdal, bóndi, f. 25. mars 1833, d. 5. nóvember 1913, og kona hans Elín Skúladóttir frá Skeiðflöt í Mýrdal, húsfreyja, f. 28. mars 1836, d. 8. júní 1879.
Börn Elínar og Una í Eyjum:
1. Ingveldur Unadóttir húsfreyja á Sandfelli, f. 10. ágúst 1869, d. 29. desember 1940.
2. Sigurður Unason vinnumaður á Sveinsstöðum 1901, sjómaður, f. 8. janúar 1876, fórst með skipinu Oak 1903.
3. Katrín Unadóttir sjókona, húsfreyja, verkakona, f. 13. september 1878, d. 8. ágúst 1950.
Ingveldur var með foreldrum sínum í fyrstu, en hún missti Elínu móður sína 1879.
Hún var með föður sínum á Eyvindarhólum u. Eyjafjöllum 1880, var vinnukona á Þorvaldseyri þar 1990.
Þau Guðjón giftu sig 1894, eignuðust níu börn, en misstu tvö þeirra á fyrsta ári aldurs síns.
Þau fluttu til Eyja með börn sín 1903, bjuggu á Sandfelli.
Ingveldur lést 1940 og Guðjón 1941.
Maður Ingveldar, (19. júlí 1894), var Guðjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. mars 1873, d. 1. júlí 1941.
Börn þeirra:
1. Þuríður Guðjónsdóttir, f. 1. október 1890, d. 18. nóvember 1890.
2. Þorvaldur Guðjónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 10. mars 1893 á Moldnúpi, d. 13. apríl 1959. Fyrsta kona Auróra Ingibjörg Oddgeirsdóttir. Önnur kona hans Þórhalla Friðriksdóttir. Þriðja kona Þorvaldar Klara Guðmundsdóttir.
3. Hallgrímur Guðjónsson
skipstjóri, f. 8. maí 1894 á Moldnúpi, drukknaði 24. ágúst 1925. Kona hans Ástríður Jónasdóttir. Síðari kona hans Vilhelmína Jónasdóttir
4. Guðjón Elías Guðjónsson, f. 7. apríl 1897 á Moldnúpi, d. 19. júlí 1897.
5. Þuríður Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1898 á Moldnúpi, d. 17. maí 1981. Maður hennar Magnús Kristleifur Magnússon.
6. Guðbjörg Karólína Guðjónsdóttir húsfreyja á Akranesi, f. 26. júlí 1900, d. 8. apríl 1929. Maður hennar Hjalti Benónýsson.
7. Jónína Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 25. febrúar 1903 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1995. Maður hennar Þórður Halldór Gíslason.
8. Árný Jónína Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1906 á Sandfelli, d. 10. ágúst 1943. Maður hennar Ingibergur Gíslason.
9. Karólína Unnur Ragnheiður Guðjónsdótttir húsfreyja, leikkona, f. 25. júní 1913, d. 1. nóvember 1998. Fyrrum maður hennar Jóhannes Björn Björnsson. Síðari maður hennar Sigfús Sveinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.