„Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir (Breiðholti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir (Breiðholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 17: Lína 17:
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Guðrún Stefánsdóttir (Boðaslóð)|Guðrún Stefánsdóttir]] húsfreyja, f. 17. ágúst 1952. Fyrri maður hennar [[Jón Bragi Bjarnason]]. Síðari maður [[Arnar Sigurmundsson]].<br>
1. [[Guðrún Stefánsdóttir (Boðaslóð)|Guðrún Stefánsdóttir]] húsfreyja, f. 17. ágúst 1952. Fyrri maður hennar [[Jón Bragi Bjarnason]]. Síðari maður [[Arnar Sigurmundsson]].<br>
2. [[Sigurbjörg Stefánsdóttir (Boðaslóð)|Sigurbjörg Stefánsdóttir]] húsfreyja. Maður hennar Páll. G. Ágústsson.
2. [[Sigurbjörg Stefánsdóttir (Boðaslóð)|Sigurbjörg Stefánsdóttir]] húsfreyja, f. 7. nóvember 1953. Maður hennar Páll. G. Ágústsson.


{{Heimildir|
{{Heimildir|

Útgáfa síðunnar 16. nóvember 2019 kl. 15:26

Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir.

Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir (Sirrý) frá Breiðholti, húsfreyja handíðakennari, forstöðumaður fæddist 19. febrúar 1931 og lést 1. október 2016 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason frá Efri-Hömrum í Ásahreppi, skútusjómaður, verkamaður, sýsluskrifari, sáttanefndarmaður, f. 12. nóvember 1903, d. 9. apríl 1993, og kona hans Sigurbjörg Einarsdóttir frá Búðarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 27. apríl 1910, d. 1. september 1987.

Börn Sigurbjargar og Bjarna:
1. Sigríður Ingibjörg Bjarnadóttir handíðakennari, forstöðukona, f. 19. febrúar 1931, d. 1. október 2016.
2. Einars Valur Bjarnason læknir, f. 25. mars 1932, d. 5. september 2014.
3. Gunnhildur Bjarnadóttir húsfreyja, skólaritari f. 4. apríl 1935, d. 15. febrúar 2017.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún stundaði nám í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði.
Sigríður vann við afgreiðslu í verslunum, var handavinnukennari við Gagnfræðaskólann og síðar var hún í forstöðu fyrir athvarfi nemenda við Barnaskóla Vestmannaeyja og Hamarskólann í Eyjum. Þar vann hún til sjötugs.
Þau Stefán giftu sig 1952, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Heiðarvegi 20, en síðar á Boðaslóð 23.
Stefán lést árið 2000. Sigríður Ingibjörg þurfti að dvelja á sjúkrahúsi síðustu ár sín. Hún lést 2016.

I. Maður Sigríðar Ingibjargar, (12. apríl 1952), var Stefán Helgason verslunarmaður, útgerðarstjóri, ökukennari, f. 16. maí 1929, d. 30. apríl 2000.
Börn þeirra:
1. Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1952. Fyrri maður hennar Jón Bragi Bjarnason. Síðari maður Arnar Sigurmundsson.
2. Sigurbjörg Stefánsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1953. Maður hennar Páll. G. Ágústsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 8. október 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.