„Jón Pálsson (Garðstöðum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jón Pálsson''' á Garðstöðum, útgerðarmaður, ísláttarmaður fæddist 26. apríl 1874 í Berjanesi u. Eyjafjöllum og lést 10. janúar 1954.<br> Foreldr...) |
m (Verndaði „Jón Pálsson (Garðstöðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 26. september 2019 kl. 11:36
Jón Pálsson á Garðstöðum, útgerðarmaður, ísláttarmaður fæddist 26. apríl 1874 í Berjanesi u. Eyjafjöllum og lést 10. janúar 1954.
Foreldrar hans voru vinnuhjú á Hellnahóli 1880, en áður bændur þar, Páll Ólafsson vinnumaður, f. 11. desember 1822, á lífi 1880, og kona hans Sigríður Jónsdóttir vinnukona á Hellnahóli, f. 3. maí 1833, d. 18. nóvember 1914.
Jón var niðursetningur á Fitjamýri 1880, vinnumaður í Gerðakoti 1890, á Tjörnum 1901.
Hann fluttist til Eyja frá Tjörnum 1903, var með Guðrúnu á Löndum 1908, á Garðstöðum 1910 og síðan.
Þau Guðrún giftu sig 1915, eignuðust sjö börn.
Guðrún lést 1923.
Jón og Margrét giftu sig 1925, bjuggu á Garðstöðum.
Þau voru barnlaus saman.
Jón lést 1954 og Margrét 1962.
I. Fyrri kona Jóns, (6. nóvember 1915) var Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1887 í Útskálasókn, Gull., d. 18. júní 1923.
Börn þeirra:
1. Halldór Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 28. september 1908 á Löndum, d. 4. júlí 1976.
2. Ólafur Sigurður Jónsson bakarameistari í Reykjavík, f. 25. febrúar 1912 á Garðstöðum, d. 16. apríl 1988.
3. Björgvin Þorsteinn Jónsson sjómaður, f. 17. mars 1914 á Garðstöðum, d. 16. júlí 1989.
4. Lilja Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 14. apríl 1916 á Garðstöðum, d. 22. október 1999.
5. Ágústa Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 20. ágúst 1917 á Garðstöðum, d. 29. febrúar 2008.
6. Páll Eydal Jónsson slippstjóri, f. 6. desember 1919 á Garðstöðum, d. 27. október 1996.
7. Eyjólfur Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 26. mars 1922, d. 6. október 1959.
Tvö börn Guðrúnar og Jóns fóru í fóstur eftir lát hennar:
7. Eyjólfur, sem var fóstraður hjá Ólafi Eyjólfssyni móðurbróður sínum og konu hans Auðbjörgu Valtýsdóttur á Garðstöðum og
4. Lilja, sem fór í fóstur til Guðmundar Gíslasonar og Oddnýjar Jónasdóttur á Vilborgarstöðum.
II. Síðari kona Jóns, (6. júní 1925), var Margrét Sigurþórsdóttir húsfreyja, forstöðukona barnaheimilisins Helgafell, f. 2. febrúar 1892, d. 16. júlí 1962.
Þau voru barnlaus, en synir Margrétar, sem voru hjá þeim 1930 voru:
5. Sigurþór Hersir Guðmundsson sjómaður, f. 28. júlí 1914, d. 5. júní 1988.
6. Kristján Thorberg Tómasson matsveinn, f. 10. apríl 1916 á Seyðisfirði, d. 10. apríl 2001.
Fóstursonur Margrétar og Jóns var frændi Margrétar:
7. Sigurður Grétar Karlsson, f. 5. ágúst 1932, d. 1. maí 1951.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.