Lilja Jónsdóttir (Garðstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Lilja Jónsdóttir.

Lilja Jónsdóttir frá Garðstöðum, húsfreyja fæddist þar 14. apríl 1916 og lést 22. október 1999.
Foreldrar hennar voru Jón Pálsson ísláttarmaður, f. 24. apríl 1874 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 10. janúar 1954, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1887 í Keflavík, d. 9. júlí 1923.
Fósturforeldrar Lilju frá sjö ára aldri voru Guðmundur Gíslason útgerðarmaður á Vilborgarstöðum, síðar starfsmaður Landsímans í Reykjavík, f. 9. janúar 1883 á Seljavöllum u. Eyjafjöllum, d. 8. apríl 1969 í Reykjavík, og kona hans Oddný Elín Jónasdóttir frá Bakka á Álftanesi, húsfreyja, f. 24. mars 1878, d. 30. nóvember 1967.

Börn Guðrúnar og Jóns:
1. Halldór Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 28. september 1908 á Löndum, d. 4. júlí 1976.
2. Ólafur Sigurður Jónsson bakarameistari í Reykjavík, f. 25. febrúar 1912 á Garðstöðum, d. 16. apríl 1988.
3. Björgvin Þorsteinn Jónsson sjómaður, f. 17. mars 1914 á Garðstöðum, d. 16. júlí 1989.
4. Lilja Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 14. apríl 1916 á Garðstöðum, d. 22. október 1999.
5. Ágústa Helga Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 20. ágúst 1917 á Garðstöðum, d. 29. febrúar 2008.
6. Páll Eydal Jónsson slippstjóri, f. 6. desember 1919 á Garðstöðum, d. 27. október 1996.
7. Eyjólfur Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 26. mars 1922, d. 6. október 1959.
Börn Margrétar stjúpmóður Lilju:
8. Sigurþór Hersir Guðmundsson sjómaður, síðast í Reykjavík, f. 28. júlí 1914, d. 5. júní 1988.
9. Kristján Thorberg Tómasson sjómaður, matreiðslumaður, f. 10. apríl 1916 á Seyðisfirði, d. 10. apríl 2001.
Fósturbarn Margrétar og Jóns Pálssonar:
10. Sigurður Grétar Karlsson frændi Margrétar, f. 5. ágúst 1932, d. 1. maí 1951.
Fóstursystkini Lilju, börn Guðmundar og Oddnýjar:
1. Jónas Þorbergur Guðmundsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 4. júlí 1908 í Dal, d. 1. október 1979.
2. Margrét Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1909 á Vilborgarstöðum, d. 7. mars 1976.
3. Magnús Guðmundsson málari í Reykjavík, f. 29. apríl 1912 á Vilborgarstöðum, d. 10. nóvember 1961.
4. Haraldur Kristinn Guðmundsson prentari, tónlistarmaður, tónlistarkennari, skólastjóri, f. 30. júlí 1922 á Vilborgarstöðum, d. 29. nóvember 1981.

Lilja missti móður sína sjö ára gömul. Hún fór í fóstur að Eystri Vilborgarstöðum til Oddnýjar og Guðmundar og fluttist með þeim að Barónstíg 18 í Reykjavík.
Þau Ari Bergþór giftu sig 1954, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Lyngholti 16 og síðan á Aðalgötu 5 í Keflavík.
Lilja lést 1999 og Ari Bergþór 2011.

Maður Lilju, (4. september 1954), var Ari Bergþór Oddsson trésmiður, f. 2. ágúst 1924 í Keflavík, d. 12. maí 2011. Foreldrar hans voru Oddur Pálsson sjómaður í Keflavík, f. 6. desember 1890, d. 2. nóvember 1986, og kona hans Sigríður Bergsteinsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1885, d. 30. desember 1960.
Börn þeirra:
1. Guðrún Jóna Aradóttir húsfreyja, f. 18. janúar 1955. Maður hennar Sigurður J. Ögmundsson.
2. Sigríður Aradóttir húsfreyja, f. 14. september 1956. Maður hennar Guðmundur Finnsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.