Lilja Jónsdóttir (Garðstöðum)
Lilja Jónsdóttir frá Garðstöðum, húsfreyja fæddist þar 14. apríl 1916 og lést 22. október 1999.
Foreldrar hennar voru Jón Pálsson ísláttarmaður, f. 24. apríl 1874 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 10. janúar 1954, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1887 í Keflavík, d. 9. júlí 1923.
Fósturforeldrar Lilju frá sjö ára aldri voru Guðmundur Gíslason útgerðarmaður á Vilborgarstöðum, síðar starfsmaður Landsímans í Reykjavík, f. 9. janúar 1883 á Seljavöllum u. Eyjafjöllum, d. 8. apríl 1969 í Reykjavík, og kona hans Oddný Elín Jónasdóttir frá Bakka á Álftanesi, húsfreyja, f. 24. mars 1878, d. 30. nóvember 1967.
Börn Guðrúnar og Jóns:
1. Halldór Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 28. september 1908 á Löndum, d. 4. júlí 1976.
2. Ólafur Sigurður Jónsson bakarameistari í Reykjavík, f. 25. febrúar 1912 á Garðstöðum, d. 16. apríl 1988.
3. Björgvin Þorsteinn Jónsson sjómaður, f. 17. mars 1914 á Garðstöðum, d. 16. júlí 1989.
4. Lilja Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 14. apríl 1916 á Garðstöðum, d. 22. október 1999.
5. Ágústa Helga Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 20. ágúst 1917 á Garðstöðum, d. 29. febrúar 2008.
6. Páll Eydal Jónsson slippstjóri, f. 6. desember 1919 á Garðstöðum, d. 27. október 1996.
7. Eyjólfur Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 26. mars 1922, d. 6. október 1959.
Börn Margrétar stjúpmóður Lilju:
8. Sigurþór Hersir Guðmundsson sjómaður, síðast í Reykjavík, f. 28. júlí 1914, d. 5. júní 1988.
9. Kristján Thorberg Tómasson sjómaður, matreiðslumaður, f. 10. apríl 1916 á Seyðisfirði, d. 10. apríl 2001.
Fósturbarn Margrétar og Jóns Pálssonar:
10. Sigurður Grétar Karlsson frændi Margrétar, f. 5. ágúst 1932, d. 1. maí 1951.
Fóstursystkini Lilju, börn Guðmundar og Oddnýjar:
1. Jónas Þorbergur Guðmundsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 4. júlí 1908 í Dal, d. 1. október 1979.
2. Margrét Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1909 á Vilborgarstöðum, d. 7. mars 1976.
3. Magnús Guðmundsson málari í Reykjavík, f. 29. apríl 1912 á Vilborgarstöðum, d. 10. nóvember 1961.
4. Haraldur Kristinn Guðmundsson prentari, tónlistarmaður, tónlistarkennari, skólastjóri, f. 30. júlí 1922 á Vilborgarstöðum, d. 29. nóvember 1981.
Lilja missti móður sína sjö ára gömul. Hún fór í fóstur að Eystri Vilborgarstöðum til Oddnýjar og Guðmundar og fluttist með þeim að Barónstíg 18 í Reykjavík.
Þau Ari Bergþór giftu sig 1954, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Lyngholti 16 og síðan á Aðalgötu 5 í Keflavík.
Lilja lést 1999 og Ari Bergþór 2011.
Maður Lilju, (4. september 1954), var Ari Bergþór Oddsson trésmiður, f. 2. ágúst 1924 í Keflavík, d. 12. maí 2011. Foreldrar hans voru Oddur Pálsson sjómaður í Keflavík, f. 6. desember 1890, d. 2. nóvember 1986, og kona hans Sigríður Bergsteinsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1885, d. 30. desember 1960.
Börn þeirra:
1. Guðrún Jóna Aradóttir húsfreyja, f. 18. janúar 1955. Maður hennar Sigurður J. Ögmundsson.
2. Sigríður Aradóttir húsfreyja, f. 14. september 1956. Maður hennar Guðmundur Finnsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 30. október 1999. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.