Oddný Jónasdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Oddný Elín Jónasdóttir frá Bakka á Álftanesi, húsfreyja á Eystri-Vilborgarstöðum fæddist 24. mars 1878 og lést 30. nóvember 1967.
Faðir hennar var Jónas bóndi á Bakka og tómthúsmaður í Efra-Hliði á Álftanesi, f. 3. nóvember 1849, d. 12. janúar 1931, Jónsson bónda og smiðs á Þorbrandsstöðum, hjáleigu frá Geitaskarði í Langadal í A-Hún., f. 5. janúar 1823, d. 9. júní 1911, Brandssonar bónda í Hátúni á Langholti í Skagafirði, skírður 5. apríl 1786, d. 23. október 1872, Brandssonar, og barnsmóður Brands, Ingibjargar, þá ógiftrar vinnukonu í Hátúni, síðar húsfreyju á Vöglum í Blönduhlíð í Skagafirði, f. 1798, d. 4. janúar 1838, Kjartansdóttur.
Móðir Jónasar og barnsmóðir Jóns Brandssonar var Elín ógift vinnukona á Skinnastöðum á Ásum í A-Hún., síðar húsfreyja þar, f. 9. október 1823, d. 13. júlí 1892, Semingsdóttir bónda á Skinnastöðum, f. 14. október 1818, drukknaði í Blöndu 30. júlí 1867, Semingssonar, og konu Semings yngri, Sesselju húsfreyju, f. 12. júní 1793, d. 27. júní 1846, Guðmundsdóttur.

Móðir Oddnýjar Elínar og bústýra (sambúðarkona) Jónasar var Sigríður húsfreyja, f. 20. desember 1853 á Báruhaugseyri á Álftanesi, d. 7. maí 1927, Jónsdóttir sjávarbónda í Deild á Álftanesi 1860, f. 9. febrúar 1827, d. 11. nóvember 1904, Jónssonar sjávarbónda í Deild 1835, f. 1800, d. 21. nóvember 1861, Ólafssonar, og konu Jóns Ólafssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1789, d. 25. maí 1845, Auðunsdóttur.
Móðir Sigríðar og kona Jóns í Deild var Guðfinna húsfreyja, f. 25. apríl 1827, d. 6. október 1925, Sigurðardóttir bónda og formanns í Landakoti á Álftanesi, f. 3. september 1798, d. 8. júlí 1853, Grímssonar, og konu Sigurðar Grímssonar, Vilborgar húsfreyju, f. 21. desember 1797, d. 29. júní 1881, Jónsdóttur.

Bróðir Oddnýjar var
1. Haraldur Jónasson fiskimatsmaður í Garðshorni, f. 30. júní 1888 á Bakka á Álftanesi, d. 27. desember 1941.

Oddný Elín var tökubarn í Deild á Álftanesi, Gull. 1880, með foreldrum sínum á Bakka þar 1890.
Þau Guðmundur giftu sig 1907 og fluttu til Eyja á sama ári, eignuðust fjögur börn og fóstruðu eitt barn.
Þau bjuggu á Eystri-Vilborgarstöðum 1910 og enn 1927, en fluttu til Reykjavíkur 1930 og bjuggu þar á Barónstíg 18 á því ári.
Þau dvöldu að lokum á Elliheimilinu Grund.
Oddný Elín lést 1967 og Guðmundur 1969.


ctr
Guðmundur Gíslason, Oddný Elín Jónasdóttir og börn þeirra.

Maður Oddnýjar Elínar, (1907), var Guðmundur Gíslason frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, útgerðarmaður og bátsformaður, síðar starfsmaður Landsímans í Reykjavík, f. 9. janúar 1883, d. 8. apríl 1969.
Börn þeirra:
1. Jónas Þorbergur Guðmundsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 4. júlí 1908 í Dal, d. 1. október 1979.
2. Margrét Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1909 á Vilborgarstöðum, d. 7. mars 1976.
3. Magnús Guðmundsson málari í Reykjavík, f. 29. apríl 1912 á Vilborgarstöðum, d. 10. nóvember 1961.
4. Haraldur Kristinn Guðmundsson prentari, tónlistarmaður, tónlistarkennari, skólastjóri, f. 30. júlí 1922 á Vilborgarstöðum, d. 29. nóvember 1981.
Fósturdóttir hjónanna frá 7 ára aldri var
5. Lilja Jónsdóttir frá Garðstöðum, húsfreyja, f. 14. apríl 1916, d. 22. október 1999.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.