Ólafur Eyjólfsson (Garðstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Eyjólfsson á Garðstöðum, verkamaður, sjómaður, formaður, útgerðarmaður fæddist 4. febrúar 1891 á Náströnd í Útskálasókn og lést 31. júlí 1956.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Ólafsson í Eyjólfsbæ í Útskálasókn, Gull., sjómaður, f. 18. ágúst 1854 í Holtssókn u. Eyjafjöllum, d. 22. júlí 1913, og kona hans Ólöf Þórarinsdóttir frá Hjáleigusöndum u. V-Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 18. apríl 1854, d. 19. júní 1900.

Systir Ólafs í Eyjum var
1. Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja á Garðstöðum, f. 9. október 1887 í Keflavík, d. 18. júní 1923.

Móðir Ólafs lést, er hann var á tíunda árinu.
Hann var með föður sínum á Melnum 1 í Útskálasókn 1901.
Ólafur fluttist til Eyja 1907, var sjóróðrarmaður á Garðstöðum 1910, verkamaður 1912, sjómaður þar 1920, útgerðarmaður 1930 og enn 1949.
Hann bjó með Auðbjörgu á Garðstöðum 1913, með henni og barninu Valtý Óskari þar 1914 og 1915.
Þau Auðbjörg giftu sig 1915 og bjuggu á Garðstöðum með Valtý Óskar og 1916 með Valtý Óskar og Jón Guðleif.
Eyjólfur Jónsson var kominn til þeirra í fóstur 1924 og Jóhanna Jónsdóttir móðir Auðbjargar kom til þeirra 1943.
Ólafur lést 1954 og Auðbjörg 1963.

I. Kona Ólafs, (13. júní 1915), var Auðbjörg Valtýsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1889, d. 14. ágúst 1963.
Börn þeirra voru:
1. Valtýr Óskar Ólafsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 11. ágúst 1914 á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, d. 24. febrúar 1983.
2. Jón Guðleifur Ólafsson bifreiðastjóri, fiskimatsmaður, útgerðarmaður, f. 20. september 1916, d. 16. febrúar 1985.
Fóstursonur þeirra, systursonur Ólafs var
3. Eyjólfur Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 26. mars 1922, d. 6. október 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.