„Jóna Margrét Ólafsdóttir (Gíslholti)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jóna Margrét Ólafsdóttir''' frá Gíslholti fæddist 13. apríl 1924 á Vesturhúsum og lést 4. ágúst 1944.<br> Foreldrar hennar voru Ólafur Vigfússon|Ólafur Vi...) |
m (Verndaði „Jóna Margrét Ólafsdóttir (Gíslholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 6. mars 2018 kl. 17:41
Jóna Margrét Ólafsdóttir frá Gíslholti fæddist 13. apríl 1924 á Vesturhúsum og lést 4. ágúst 1944.
Foreldrar hennar voru Ólafur Vigfússon formaður í Gíslholti, f. 21. ágúst 1891, d. 15. maí 1974 og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1898, d. 19. apríl 1969.
Börn Kristínar og Ólafs:
1. Vigfús Ólafsson kennari, skólastjóri, f. 13. apríl 1918 að Raufarfelli u. A-Eyjafjöllum, d. 25. október 2000.
2. Kristný Ólafsdóttir fiskverkakona, f. 8. júlí 1921 að Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 24. nóvember 2006.
3. Jóna Margrét Ólafsdóttir, f. 13. apríl 1924 á Vesturhúsum, d. 4. ágúst 1944.
4. Sveinn Ágúst Ólafsson útgerðarmaður, ,,trillukarl“, f. 1. ágúst 1927 í Gíslholti, d. 29. júlí 2003.
5. Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 22. júlí 1931 í Gíslholti.
6. Guðjón Þorvarður Ólafsson skrifstofumaður, gjaldkeri, myndlistarmaður, bæjarlistamaður, f. 1. nóvember 1935 í Gíslholti.
Fóstursonur Kristínar og Ólafs, sonur Jónu Margrétar:
7. Jón Ólafur Vigfússon, f. 18. júlí 1944.
Jóna Margrét var með foreldrum sínum til loka.
Hún fæddi Jón Ólaf 18. júlí 1944 og lést 4. ágúst 1944.
Foreldrar hennar og systkini ólu barnið upp.
I. Barnsföður ekki getið.
Barnið er:
1. Jón Ólafur Vigfússon, f. 18. júlí 1944.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.