„Sigríður Sigurðardóttir (Búlandi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 32: Lína 32:
3. Sigurbjörg Svava Sigurðardóttir, f. 29. maí 1918 á  
3. Sigurbjörg Svava Sigurðardóttir, f. 29. maí 1918 á  
[[Sæberg]]i, d. 4. mars 1919 í [[Vinaminni]].<br>
[[Sæberg]]i, d. 4. mars 1919 í [[Vinaminni]].<br>
4.  [[Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir]] húsfeyja, f. 23. desember 1919 í [[Hekla við Hásteinsveg|Heklu]], d. 1. maí 2010.<br>
4.  [[Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir]] húsfreyja, f. 23. desember 1919 í [[Hekla við Hásteinsveg|Heklu]], d. 1. maí 2010.<br>
5. [[Óskar Sigurðsson (Búlandi)|Óskar Jón Árnason Sigurðsson]] bifreiðastjóri, verkamaður, síðast í Hafnarfirði, f. 2. febrúar 1921 á [[Búland]]i, d. 19. október 1998.<br>
5. [[Óskar Sigurðsson (Búlandi)|Óskar Jón Árnason Sigurðsson]] bifreiðastjóri, verkamaður, síðast í Hafnarfirði, f. 2. febrúar 1921 á [[Búland]]i, d. 19. október 1998.<br>
6. [[Sigríður Sigurðardóttir yngri (Búlandi)|Sigríður Sigurðardóttir]] yngri, húsfreyja, verslunarstjóri í Reykjavík, f. 8. febrúar 1923 á Búlandi, d. 8. janúar 2009.<br>
6. [[Sigríður Sigurðardóttir yngri (Búlandi)|Sigríður Sigurðardóttir]] yngri, húsfreyja, verslunarstjóri í Reykjavík, f. 8. febrúar 1923 á Búlandi, d. 8. janúar 2009.<br>

Útgáfa síðunnar 3. febrúar 2018 kl. 21:02

Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja á Búlandi.

Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja á Búlandi fæddist 27. september 1891 á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum og lést 22. nóvember 1981.
Foreldrar hennar voru Sigurður Eyjólfsson bóndi á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, f. 1. október 1852, d. 29. febrúar 1936, og kona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. desember 1851, d. 14. maí 1942.
Móðir Sigurðar Eyjólfssonar bónda á Syðstu-Grund var Þorbjörg Sigurðardóttir frá Háagarði, síðar húsfreyja í Mið-Mörk u. V-Eyjafjöllum, f. 20. ágúst 1832, d. 24. október 1916.

Börn Sigurðar og Sigurbjargar í Eyjum:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja á Þinghól, f. 18. júlí 1880, d. 6. janúar 1970.
2. Eyjólfur Sigurðsson skipstjóri, trésmiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, d. 31. desember 1957.
3. Júlía Sigurðardóttir húsfreyja í Dvergasteini, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.
4. Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund, síðar í Eyjum, f. 15. september 1896, d. 29. mars 1971.<br

Sigríður var með foreldrum sínum og systkinum á Syðstu-Grund 1901.
Hún var hjú á Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum 1910.
Hún fluttist til Eyja 1911, var vinnukona á Hnausum hjá Margréti systur sinni 1912 og 1913.
Sigurður fluttist til Eyja 1914 og þau bjuggu í Fagurhól 1914 og 1915, giftu sig 1915.
Sigríður fæddi Sigurð hjá systur sinni á Hnausum 1915. Þar voru þau Sigurður 1916 og þar fæddist Elín 1917.
Sigríður var á Sæbergi við fæðingu Sigurbjargar Svövu í maí 1918, en þau voru í Vinaminni í lok ársins.
Þau misstu Sigurbjörgu Svövu í Vinaminni í mars 1919.
Sigríður ól Guðmundu Dagmar í Heklu við Hásteinsveg í maí 1919. Þau byggðu Búland og voru komin þangað í lok árs 1920 og bjuggu þar síðan.
Sigurður lést 1959. Sigríður bjó áfram á Búlandi, bjó þar ein 1972.
Hún bjó á Kambsvegi 10 í Reykjavík við andlát 1981.

I. Maður Sigríðar, (15. maí 1915), var Sigurður Bjarnason verkamaður, múrari, f. 28. október 1884 í Garðsauka í Hvolhreppi, Rang., d. 12. apríl 1959.

ctr
Börn Sigríðar og Sigurðar á Búlandi.

Börn þeirra:
1. Sigurður Sigurðsson vélstjóri, verslunarmaður, síðast í Reykjavík, f. 23. janúar 1915 á Hnausum, d. 5. mars 1994.
2. Elín Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 11. mars 1917 á Hnausum, d. 16. janúar 2015.
3. Sigurbjörg Svava Sigurðardóttir, f. 29. maí 1918 á Sæbergi, d. 4. mars 1919 í Vinaminni.
4. Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. desember 1919 í Heklu, d. 1. maí 2010.
5. Óskar Jón Árnason Sigurðsson bifreiðastjóri, verkamaður, síðast í Hafnarfirði, f. 2. febrúar 1921 á Búlandi, d. 19. október 1998.
6. Sigríður Sigurðardóttir yngri, húsfreyja, verslunarstjóri í Reykjavík, f. 8. febrúar 1923 á Búlandi, d. 8. janúar 2009.
7. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1924 á Búlandi, d. 31. janúar 2011.
8. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, verkstjóri, f. 27. júní 1925 á Búlandi, d. 16. ágúst 2017.
9. Emil Sigurðsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 3. desember 1927 á Búlandi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.